„Megi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gjöra svo vel að drulla sér úr sínum ráðherrastól“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. apríl 2016 18:21 Birgitta lét ekki segjast þó að barið væri í bjölluna ítrekað. vísir/valli „Af hverju ætti ég að virða þingsköp þegar forsætisráðherra þessa lands kemst upp með, með lygum og lýðskrumi, að ljúga beint framan í andlitið á þjóðinni aftur og aftur,“ sagði píratinn Birgitta Jónsdóttir undir háværum bjölluhljómi forseta Alþingis, Einars K. Guðfinnssonar. Eftir að óundirbúnum fyrirspurnatíma lauk voru önnur mál þingfundar tekin af dagskrá og hafði forseti í hyggju að slíta þingfundi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu hins vegar í góða stund undir liðnum fundarstjórn forseta þar sem þau úthúðu forsætisráðherra fyrir framgöngu sína og furðuðu sig á „æpandi þögn“ stjórnarþingmanna. „Úti á Austurvelli sér maður fólk og það er með skilti og hvað stendur á skiltunum? Það stendur á þeim að það vilji Sigmund Davíð Gunnlaugsson burt. En hann ætlar ekki að víkja,“ sagði Birgitta. „Því hefur minnihlutinn lagt fram vantraust á þennan ráðherra og alla hans ríkisstjórn og ég vona að sú tillaga verði flutt hér sem fyrst. Ég vil heyra í þingmönnum stjórnarliða. Ég vil heyra þá verja þennan mann sem ég mun aldrei aftur kalla hæstvirtan.“ Þingmaðurinn tók tvisvar til máls og í bæði skiptin fór hún fram yfir þann tíma sem henni er skammtaður samkvæmt þingsköpum. Í þeirri síðari fór hún ekki einu sinni örlítið yfir heldur talaði tæpum tveimur mínútum of lengi. Stærstan hluta ræðunnar reyndi hún að yfirgnæfa bjöllu forseta. „Hann sýndi enga iðrun hér í dag. Mikil má skömm Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar vera fyrir framgöngu hans hér í dag og 11. mars þegar hann laug og labbaði úr viðtali. Síðan hefur hann ekki gert neitt annað en að gera lítið úr fjölmiðlum þeim sem hafa spurt hann einfaldra spurninga. Og neitað að mæta í viðtöl. Það er skammarlegt. Og megi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gjöra svo vel að drulla sér úr sínum ráðherrastól sem allra fyrst,“ sagði Birgitta. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, áréttaði, nokkuð höstuglega, að þingmenn myndu lúta reglum um ræðutíma. „Forseti ætlast til þess að háttvirtir þingmenn hefji sig ekki á þann stall að telja sig yfir þær reglur hafnar.“ Upptöku af síðari ræðu Birgittu má sjá hér að neðan en bjölluhljómurinn hefst þegar ræðan er hálfnuð. Panama-skjölin Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir Svíþjóð og Bretland vera skattaskjól "Mörg lönd hafa verið nefnd skattaskjól. Bretland, Panama, Kýpur. Svíþjóð skattaskjól Evrópu.“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag. 4. apríl 2016 16:59 Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13 Þingflokkarnir funda: Sjálfstæðismenn funda án formannsins Þingflokkarnir funduðu allir í morgun utan Pírata. 4. apríl 2016 10:49 Hvað var Sigmundur Davíð núna að teikna? Sigmundur er góður með pennann. 4. apríl 2016 16:13 „Af hverju sagðirðu ekki bara hlutina eins og þeir eru og af hverju sagðirðu ekki satt?“ Forsætisráðherra strunsaði úr þinghúsinu strax að fyrirspurnatíma loknum. 4. apríl 2016 17:15 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
„Af hverju ætti ég að virða þingsköp þegar forsætisráðherra þessa lands kemst upp með, með lygum og lýðskrumi, að ljúga beint framan í andlitið á þjóðinni aftur og aftur,“ sagði píratinn Birgitta Jónsdóttir undir háværum bjölluhljómi forseta Alþingis, Einars K. Guðfinnssonar. Eftir að óundirbúnum fyrirspurnatíma lauk voru önnur mál þingfundar tekin af dagskrá og hafði forseti í hyggju að slíta þingfundi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu hins vegar í góða stund undir liðnum fundarstjórn forseta þar sem þau úthúðu forsætisráðherra fyrir framgöngu sína og furðuðu sig á „æpandi þögn“ stjórnarþingmanna. „Úti á Austurvelli sér maður fólk og það er með skilti og hvað stendur á skiltunum? Það stendur á þeim að það vilji Sigmund Davíð Gunnlaugsson burt. En hann ætlar ekki að víkja,“ sagði Birgitta. „Því hefur minnihlutinn lagt fram vantraust á þennan ráðherra og alla hans ríkisstjórn og ég vona að sú tillaga verði flutt hér sem fyrst. Ég vil heyra í þingmönnum stjórnarliða. Ég vil heyra þá verja þennan mann sem ég mun aldrei aftur kalla hæstvirtan.“ Þingmaðurinn tók tvisvar til máls og í bæði skiptin fór hún fram yfir þann tíma sem henni er skammtaður samkvæmt þingsköpum. Í þeirri síðari fór hún ekki einu sinni örlítið yfir heldur talaði tæpum tveimur mínútum of lengi. Stærstan hluta ræðunnar reyndi hún að yfirgnæfa bjöllu forseta. „Hann sýndi enga iðrun hér í dag. Mikil má skömm Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar vera fyrir framgöngu hans hér í dag og 11. mars þegar hann laug og labbaði úr viðtali. Síðan hefur hann ekki gert neitt annað en að gera lítið úr fjölmiðlum þeim sem hafa spurt hann einfaldra spurninga. Og neitað að mæta í viðtöl. Það er skammarlegt. Og megi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gjöra svo vel að drulla sér úr sínum ráðherrastól sem allra fyrst,“ sagði Birgitta. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, áréttaði, nokkuð höstuglega, að þingmenn myndu lúta reglum um ræðutíma. „Forseti ætlast til þess að háttvirtir þingmenn hefji sig ekki á þann stall að telja sig yfir þær reglur hafnar.“ Upptöku af síðari ræðu Birgittu má sjá hér að neðan en bjölluhljómurinn hefst þegar ræðan er hálfnuð.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir Svíþjóð og Bretland vera skattaskjól "Mörg lönd hafa verið nefnd skattaskjól. Bretland, Panama, Kýpur. Svíþjóð skattaskjól Evrópu.“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag. 4. apríl 2016 16:59 Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13 Þingflokkarnir funda: Sjálfstæðismenn funda án formannsins Þingflokkarnir funduðu allir í morgun utan Pírata. 4. apríl 2016 10:49 Hvað var Sigmundur Davíð núna að teikna? Sigmundur er góður með pennann. 4. apríl 2016 16:13 „Af hverju sagðirðu ekki bara hlutina eins og þeir eru og af hverju sagðirðu ekki satt?“ Forsætisráðherra strunsaði úr þinghúsinu strax að fyrirspurnatíma loknum. 4. apríl 2016 17:15 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Forsætisráðherra segir Svíþjóð og Bretland vera skattaskjól "Mörg lönd hafa verið nefnd skattaskjól. Bretland, Panama, Kýpur. Svíþjóð skattaskjól Evrópu.“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag. 4. apríl 2016 16:59
Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13
Þingflokkarnir funda: Sjálfstæðismenn funda án formannsins Þingflokkarnir funduðu allir í morgun utan Pírata. 4. apríl 2016 10:49
„Af hverju sagðirðu ekki bara hlutina eins og þeir eru og af hverju sagðirðu ekki satt?“ Forsætisráðherra strunsaði úr þinghúsinu strax að fyrirspurnatíma loknum. 4. apríl 2016 17:15