„Ef siðferðið er ekki í lagi hjá þessum hóp, á hvaða stað erum við þá?“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 4. apríl 2016 21:51 Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður, hjá Reykjavík Media, segir í viðtali við Vísi.is að þjóðin myndi ekki vita af aflandsfélögum stjórnmálamanna á Íslandi í dag hefði það ekki verið fyrir Panama-lekann svokallaða. „Ráðherrarnir hefðu aldrei komið fram og sagt frá þeim,“ fullyrðir hann. „Það eina sem skipti mig máli var að koma þessu upplýsingum út því almenningur á heimtingu að vita um akkúrat þessi mál. Það er kannski þess vegna sem almenningur er með þessar stóru spurningar sem varða kannski ekki lagaleg atriði heldur siðferði“.Snýst um embættið, ekki manninn Jóhannes Kr. og Reykjavík Media eru í samstarfi við International Consortium of Investigative Journalists sem komu upplýsingunum áfram til hans um Panama-lekann fyrir um 10 mánuðum síðan eftir að þeir urðu varir við hversu stór hluti málanna tengdust Íslandi. Þegar kom að því meta hvert mál fyrir sig segir Jóhannes Kr. gott að hafa haft erlendu samstarfsmenn sína sem spegil. „Þeir mátu málið þannig að þetta snérist ekki um lagatæknileg atriði heldur fyrst og fremst um siðferði. Við erum ekki að tala um einstaklinginn, heldur embættið. Þetta er valdamesti maður landsins. Ef siðferðið er ekki í lagi hjá þessum hóp fólks, á hvaða stað erum við þá?“. Jóhannes Kr. bendir á að það sé ekki ólöglegt að eiga aflandsfélag. „En afhverju er fólk að nota aflandsfélög ef það er ekkert skattalegt hagræði í því? Það er mjög erfitt fyrir Skattrannsóknarstjóra að sannreyna þær upplýsingar sem gefnar eru upp á skattframtali. Ef það er grunur um að það vanti frekari upplýsingar þá er ekkert auðsótt mál að ná í þær upplýsingar“.Karolinafund gengur vel Jóhannes Kr. og Reykjavík Media hafa sett af stað söfnun á Karolina Fund til þess að safna fyrir starfssemi fjölmiðilsins. Hann segist finna fyrir miklum stuðningi við sig persónulega en eftir að Kastljós-þátturinn í gærkvöldi fór í loftið náði söfnunin 40 þúsund evra markinu en þar var lágmarkið sett. Enn eru 31 dagur eftir af söfnuninni en nú þegar hafa safnast tæpar 70 þúsund evrur. „Ég er búinn að vera vinna í þessu í 10 mánuði og hef neitað störfum í fjölmiðlageiranum til þess að vera í þessu. Stuðningurinn skiptir máli fyrir mig. Ég er búinn að hanga í þessu í öll þessu ár, inn og út af fjölmiðlum. Það mikilvægasta sem blaðamaður hefur er traust og ég finn að ég hef það“. Panama-skjölin Tengdar fréttir Stofnandi Mossack Fonseca: „Einkalíf fólks sjálfsögð mannréttindi“ "Þetta er glæpur, alvarlegur glæpur,“ segir Ramon Fonseca um leka á yfir ellefu milljón skjölum úr smiðju lögmannsstofunnar á Panama. 4. apríl 2016 08:58 Umsvif Mossack Fonseca eru gríðarleg Lögmannsstofan sem er miðpunktur stærsta gagnaleka sögunnar hefur stofnað um 300 þúsund aflandsfélög fyrir viðskiptavini sína. 4. apríl 2016 10:56 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður, hjá Reykjavík Media, segir í viðtali við Vísi.is að þjóðin myndi ekki vita af aflandsfélögum stjórnmálamanna á Íslandi í dag hefði það ekki verið fyrir Panama-lekann svokallaða. „Ráðherrarnir hefðu aldrei komið fram og sagt frá þeim,“ fullyrðir hann. „Það eina sem skipti mig máli var að koma þessu upplýsingum út því almenningur á heimtingu að vita um akkúrat þessi mál. Það er kannski þess vegna sem almenningur er með þessar stóru spurningar sem varða kannski ekki lagaleg atriði heldur siðferði“.Snýst um embættið, ekki manninn Jóhannes Kr. og Reykjavík Media eru í samstarfi við International Consortium of Investigative Journalists sem komu upplýsingunum áfram til hans um Panama-lekann fyrir um 10 mánuðum síðan eftir að þeir urðu varir við hversu stór hluti málanna tengdust Íslandi. Þegar kom að því meta hvert mál fyrir sig segir Jóhannes Kr. gott að hafa haft erlendu samstarfsmenn sína sem spegil. „Þeir mátu málið þannig að þetta snérist ekki um lagatæknileg atriði heldur fyrst og fremst um siðferði. Við erum ekki að tala um einstaklinginn, heldur embættið. Þetta er valdamesti maður landsins. Ef siðferðið er ekki í lagi hjá þessum hóp fólks, á hvaða stað erum við þá?“. Jóhannes Kr. bendir á að það sé ekki ólöglegt að eiga aflandsfélag. „En afhverju er fólk að nota aflandsfélög ef það er ekkert skattalegt hagræði í því? Það er mjög erfitt fyrir Skattrannsóknarstjóra að sannreyna þær upplýsingar sem gefnar eru upp á skattframtali. Ef það er grunur um að það vanti frekari upplýsingar þá er ekkert auðsótt mál að ná í þær upplýsingar“.Karolinafund gengur vel Jóhannes Kr. og Reykjavík Media hafa sett af stað söfnun á Karolina Fund til þess að safna fyrir starfssemi fjölmiðilsins. Hann segist finna fyrir miklum stuðningi við sig persónulega en eftir að Kastljós-þátturinn í gærkvöldi fór í loftið náði söfnunin 40 þúsund evra markinu en þar var lágmarkið sett. Enn eru 31 dagur eftir af söfnuninni en nú þegar hafa safnast tæpar 70 þúsund evrur. „Ég er búinn að vera vinna í þessu í 10 mánuði og hef neitað störfum í fjölmiðlageiranum til þess að vera í þessu. Stuðningurinn skiptir máli fyrir mig. Ég er búinn að hanga í þessu í öll þessu ár, inn og út af fjölmiðlum. Það mikilvægasta sem blaðamaður hefur er traust og ég finn að ég hef það“.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Stofnandi Mossack Fonseca: „Einkalíf fólks sjálfsögð mannréttindi“ "Þetta er glæpur, alvarlegur glæpur,“ segir Ramon Fonseca um leka á yfir ellefu milljón skjölum úr smiðju lögmannsstofunnar á Panama. 4. apríl 2016 08:58 Umsvif Mossack Fonseca eru gríðarleg Lögmannsstofan sem er miðpunktur stærsta gagnaleka sögunnar hefur stofnað um 300 þúsund aflandsfélög fyrir viðskiptavini sína. 4. apríl 2016 10:56 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Stofnandi Mossack Fonseca: „Einkalíf fólks sjálfsögð mannréttindi“ "Þetta er glæpur, alvarlegur glæpur,“ segir Ramon Fonseca um leka á yfir ellefu milljón skjölum úr smiðju lögmannsstofunnar á Panama. 4. apríl 2016 08:58
Umsvif Mossack Fonseca eru gríðarleg Lögmannsstofan sem er miðpunktur stærsta gagnaleka sögunnar hefur stofnað um 300 þúsund aflandsfélög fyrir viðskiptavini sína. 4. apríl 2016 10:56