Aukafréttatími Stöðvar 2 klukkan tólf: "Þurfum í sameiningu að takast á við þessa alvarlegu stöðu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2016 10:26 Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mætti til Íslands í morgun ásamt eiginkonu sinni Dorrit Moussaieff eftir næturlag frá Bandaríkjunum. Sveinn Arnarsson, fréttamaður 365 miðla, ræddi við forsetann í flugstöðinni í Keflavík í morgun.Viðtalið í heild verður spilað í aukafréttatíma Stöðvar 2 klukkan 12 á hádegi á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Fréttatíminn verður einnig í beinni útsendingu hér á Vísi og hægt er að fylgjast með honum í spilaranum hér að neðan. Ólafur Ragnar var meðal annars spurður að því hvort hann teldi stöðuna sem upp er kominn í íslensku samfélagi alvarlega. „Það þarf ekki mikla kunnáttu til að svara því játandi,“ sagði Ólafur Ragnar.Alvarleg staða blasir við „Þegar einstaklega mikill fjöldi fólks mætir á Austurvöll og fundum Alþingis er frestað og fundum ríkisstjórnar líka þá held ég að blasi við öllum, ekki bara forsetanum heldur hverjum og einum íslendingi, að við þurfum í sameiningu að takast á við þessa alvarlegu stöðu.“ Reiknað er með því að Ólafur Ragnar ræði við ráðherra í dag en fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, kom einnig til landsins í morgun. Heimferð hans frá Bandaríkjunum frestaðist um sólarhring og missti hann fyrir vikið af þingfundi í gær. „Ég mun eiga samtöl og viðtöl í dag og vinna úr því þegar við erum komin til Bessastaða,“ segir Ólafur Ragnar. Í fréttatímanum verður einnig fjallað um þá upplausn sem ríkir í ríkisstjórninni vegna Panama-lekans. Varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokks segir ríkisstjórnina nú ganga í gegnum alvarlegustu kreppuna á ferli sínum.Uppfært klukkan 11.23: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að forsetinn myndi funda með formönnunum ríkisstjórnarflokkanna í dag. Það hefur verið leiðrétt. Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir viðtalið fræga hafa verið hannað til að rugla sig í ríminu "...og láta mig halda að verið væri að ræða einhverja allt aðra hluti en verið var,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. 5. apríl 2016 08:30 Ólafur Ragnar kominn til landsins Forsetinn þarf að vera til staðar og standa sína plikt, segir forseti Íslands. 5. apríl 2016 07:46 Segir forsætisráðherra á ábyrgð Sjálfstæðisflokks Grétar Þór Eyþórsson segir pólitískt líf forsætisráðherra í höndum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 5. apríl 2016 06:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mætti til Íslands í morgun ásamt eiginkonu sinni Dorrit Moussaieff eftir næturlag frá Bandaríkjunum. Sveinn Arnarsson, fréttamaður 365 miðla, ræddi við forsetann í flugstöðinni í Keflavík í morgun.Viðtalið í heild verður spilað í aukafréttatíma Stöðvar 2 klukkan 12 á hádegi á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Fréttatíminn verður einnig í beinni útsendingu hér á Vísi og hægt er að fylgjast með honum í spilaranum hér að neðan. Ólafur Ragnar var meðal annars spurður að því hvort hann teldi stöðuna sem upp er kominn í íslensku samfélagi alvarlega. „Það þarf ekki mikla kunnáttu til að svara því játandi,“ sagði Ólafur Ragnar.Alvarleg staða blasir við „Þegar einstaklega mikill fjöldi fólks mætir á Austurvöll og fundum Alþingis er frestað og fundum ríkisstjórnar líka þá held ég að blasi við öllum, ekki bara forsetanum heldur hverjum og einum íslendingi, að við þurfum í sameiningu að takast á við þessa alvarlegu stöðu.“ Reiknað er með því að Ólafur Ragnar ræði við ráðherra í dag en fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, kom einnig til landsins í morgun. Heimferð hans frá Bandaríkjunum frestaðist um sólarhring og missti hann fyrir vikið af þingfundi í gær. „Ég mun eiga samtöl og viðtöl í dag og vinna úr því þegar við erum komin til Bessastaða,“ segir Ólafur Ragnar. Í fréttatímanum verður einnig fjallað um þá upplausn sem ríkir í ríkisstjórninni vegna Panama-lekans. Varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokks segir ríkisstjórnina nú ganga í gegnum alvarlegustu kreppuna á ferli sínum.Uppfært klukkan 11.23: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að forsetinn myndi funda með formönnunum ríkisstjórnarflokkanna í dag. Það hefur verið leiðrétt.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir viðtalið fræga hafa verið hannað til að rugla sig í ríminu "...og láta mig halda að verið væri að ræða einhverja allt aðra hluti en verið var,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. 5. apríl 2016 08:30 Ólafur Ragnar kominn til landsins Forsetinn þarf að vera til staðar og standa sína plikt, segir forseti Íslands. 5. apríl 2016 07:46 Segir forsætisráðherra á ábyrgð Sjálfstæðisflokks Grétar Þór Eyþórsson segir pólitískt líf forsætisráðherra í höndum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 5. apríl 2016 06:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Segir viðtalið fræga hafa verið hannað til að rugla sig í ríminu "...og láta mig halda að verið væri að ræða einhverja allt aðra hluti en verið var,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. 5. apríl 2016 08:30
Ólafur Ragnar kominn til landsins Forsetinn þarf að vera til staðar og standa sína plikt, segir forseti Íslands. 5. apríl 2016 07:46
Segir forsætisráðherra á ábyrgð Sjálfstæðisflokks Grétar Þór Eyþórsson segir pólitískt líf forsætisráðherra í höndum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 5. apríl 2016 06:00