Ólafur ræddi við blaðamenn vegna Facebook-færslu Sigmundar Davíðs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2016 13:30 Ólafur Ragnar á fundi með blaðamönnum í dag. Vísir/Birgir „Það er harla óvenjulegt að forseti tali við fjölmiðla í kjölfar funds með forsætisráðherra. Sú regla hefur ríkt í stjórnskipun lýðveldisins að trúnaður ríki um slíka fundi og ekki sé gerð grein fyrir því sem þar fór fram,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaðamannafundi á Bessastöðum í hádeginu. Skömmu áður hafði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra yfirgefið Bessastaði að loknum fundi með forsetanum. Þangað mætti Sigmundur eftir að hafa nýlokið við skrif á Facebook þar sem hann upplýsti um plön sín til að rjúfa þing ef hann nyti ekki stuðnings þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Á fundinum með forsetanum óskaði Sigmundur Davíð eftir heimild frá forseta Íslands til að rjúfa þing. Forsetinn hafnaði beiðninni að svo stöddu þar sem hann þyrfti að ræða við leiðtoga annarra flokka og ganga úr skugga um að meirihluti væri í þinginu fyrir þingrofi.Ekki einföld ákvörðun „Það var ekki einföld ákvörðun að halda þennan fund en, eins og ég tjáði forsætisráðherra, þá gerði hann ykkur og almenningi grein fyrir því að hann stefndi að þingrofi og myndi beita því afli í viðræðum við samstarfsflokkinn,“ sagði Ólafur Ragnar. „Með slíkum yfirlýsingum væri verið að draga forsetann inn í pólitískar aflraunir sem eiga sér stað frá einni klukkustund til annars. Það hefði því verið óeðlilegt af mér hefði ég ekki gert grein fyrir svari mínu þar sem forsætisráðherra reyndi að beita þingrofinu í viðræðum við samstarfsflokk sinn.“ Ólafur Ragnar sagðist myndu ræða við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, á næstu klukkustundum. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
„Það er harla óvenjulegt að forseti tali við fjölmiðla í kjölfar funds með forsætisráðherra. Sú regla hefur ríkt í stjórnskipun lýðveldisins að trúnaður ríki um slíka fundi og ekki sé gerð grein fyrir því sem þar fór fram,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaðamannafundi á Bessastöðum í hádeginu. Skömmu áður hafði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra yfirgefið Bessastaði að loknum fundi með forsetanum. Þangað mætti Sigmundur eftir að hafa nýlokið við skrif á Facebook þar sem hann upplýsti um plön sín til að rjúfa þing ef hann nyti ekki stuðnings þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Á fundinum með forsetanum óskaði Sigmundur Davíð eftir heimild frá forseta Íslands til að rjúfa þing. Forsetinn hafnaði beiðninni að svo stöddu þar sem hann þyrfti að ræða við leiðtoga annarra flokka og ganga úr skugga um að meirihluti væri í þinginu fyrir þingrofi.Ekki einföld ákvörðun „Það var ekki einföld ákvörðun að halda þennan fund en, eins og ég tjáði forsætisráðherra, þá gerði hann ykkur og almenningi grein fyrir því að hann stefndi að þingrofi og myndi beita því afli í viðræðum við samstarfsflokkinn,“ sagði Ólafur Ragnar. „Með slíkum yfirlýsingum væri verið að draga forsetann inn í pólitískar aflraunir sem eiga sér stað frá einni klukkustund til annars. Það hefði því verið óeðlilegt af mér hefði ég ekki gert grein fyrir svari mínu þar sem forsætisráðherra reyndi að beita þingrofinu í viðræðum við samstarfsflokk sinn.“ Ólafur Ragnar sagðist myndu ræða við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, á næstu klukkustundum.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira