Sveinbjörg Birna fer í frí ef yfirferð um hagsmunaskráningu verður ekki lokið í júní Birgir Olgeirsson skrifar 5. apríl 2016 14:24 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Vísir/Valli Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórn, mun óska eftir tímabundnu leyfi frá störfum sínum sem borgarfulltrúi verði yfirferð um hagsmunaskráningu borgarfulltrúa ekki lokið þegar hún kemur aftur til starfa úr fæðingarorlofi 13. júní næstkomandi. Þetta segir Sveinbjörg Birna í yfirlýsingu til fjölmiðla vegna umfjöllunar Kastljóss og Reykjavík Media um tengsl hennar við Panama-skjölin. Í þeim kom í ljós að Sveinbjörg Birna var skráð fyrir tveimur félögum í umsjá panamísku lögfræðistofunnar Mossack Fonseca; 7Callinvest sem skráð er á Tortóla og Ice 1 Corp sem var skráð á Panama.Sjá má yfirlýsingu hennar hér fyrir neðan:Í fréttaskýringarþættinum Kastljósi sl. sunnudag var fjallað um félög sem voru stofnuð meðan ég var búsett og skattskyld í Luxemborg, löngu áður en ég hóf afskipti af stjórnmálum á Íslandi. Af því tilefni sendi ég regluverði Reykjavíkurborgar og forseta borgarstjórnar bréf þar sem ég fór yfir þau viðskipti sem fjallað er um í þættinum og bauðst til að veita frekari skýringar teldi regluvörður þörf á því.Í dag samþykkti forsætisnefnd Reykjavíkurborgar tillögu um að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og siðanefnd Sambands Íslenskra sveitafélaga að taka til skoðunar hagsmunaskráningu borgarfulltrúa. Ég styð slíka tillögu og mun aðstoða framangreinda aðila við þá vinnu í hvívetna.Sem borgarfulltrúa ber mér fyrst og síðast skylda til að gæta hagsmuna borgarbúa. Ég vonast til að yfirferð um hagsmunaskráningu borgarfulltrúa verði lokið áður en ég kem aftur til starfa úr fæðingarorlofi 13. júní nk. Verði yfirferðinni á hinn bóginn ekki lokið þá mun ég óska eftir tímabundnu leyfi frá störfum mínum sem borgarfulltrúi þar til niðurstaða liggur fyrir.Ég hef tekið þessa ákvörðun til að borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina geti áfram veitt meirihluta borgarstjórnar nauðsynlegt aðhald. Fjárhagsstaða borgarinnar er sem kunnugt er slæm og viðvarandi tap á rekstri borgarinnar á sama tíma og dregið er úr þjónustu. Í mínum huga er þýðingarmest að kjörnir fulltrúar einbeiti sér að leysa slík mál, frekar en að eyða dýrmætum tíma í þref um skráningu mína á hagsmunaskrá. Panama-skjölin Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórn, mun óska eftir tímabundnu leyfi frá störfum sínum sem borgarfulltrúi verði yfirferð um hagsmunaskráningu borgarfulltrúa ekki lokið þegar hún kemur aftur til starfa úr fæðingarorlofi 13. júní næstkomandi. Þetta segir Sveinbjörg Birna í yfirlýsingu til fjölmiðla vegna umfjöllunar Kastljóss og Reykjavík Media um tengsl hennar við Panama-skjölin. Í þeim kom í ljós að Sveinbjörg Birna var skráð fyrir tveimur félögum í umsjá panamísku lögfræðistofunnar Mossack Fonseca; 7Callinvest sem skráð er á Tortóla og Ice 1 Corp sem var skráð á Panama.Sjá má yfirlýsingu hennar hér fyrir neðan:Í fréttaskýringarþættinum Kastljósi sl. sunnudag var fjallað um félög sem voru stofnuð meðan ég var búsett og skattskyld í Luxemborg, löngu áður en ég hóf afskipti af stjórnmálum á Íslandi. Af því tilefni sendi ég regluverði Reykjavíkurborgar og forseta borgarstjórnar bréf þar sem ég fór yfir þau viðskipti sem fjallað er um í þættinum og bauðst til að veita frekari skýringar teldi regluvörður þörf á því.Í dag samþykkti forsætisnefnd Reykjavíkurborgar tillögu um að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og siðanefnd Sambands Íslenskra sveitafélaga að taka til skoðunar hagsmunaskráningu borgarfulltrúa. Ég styð slíka tillögu og mun aðstoða framangreinda aðila við þá vinnu í hvívetna.Sem borgarfulltrúa ber mér fyrst og síðast skylda til að gæta hagsmuna borgarbúa. Ég vonast til að yfirferð um hagsmunaskráningu borgarfulltrúa verði lokið áður en ég kem aftur til starfa úr fæðingarorlofi 13. júní nk. Verði yfirferðinni á hinn bóginn ekki lokið þá mun ég óska eftir tímabundnu leyfi frá störfum mínum sem borgarfulltrúi þar til niðurstaða liggur fyrir.Ég hef tekið þessa ákvörðun til að borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina geti áfram veitt meirihluta borgarstjórnar nauðsynlegt aðhald. Fjárhagsstaða borgarinnar er sem kunnugt er slæm og viðvarandi tap á rekstri borgarinnar á sama tíma og dregið er úr þjónustu. Í mínum huga er þýðingarmest að kjörnir fulltrúar einbeiti sér að leysa slík mál, frekar en að eyða dýrmætum tíma í þref um skráningu mína á hagsmunaskrá.
Panama-skjölin Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira