Mun færri samankomnir á Austurvelli en í gær Bjarki Ármannsson skrifar 5. apríl 2016 17:49 Ljóst er að mótmælin í kvöld verða mun umfangsminni en í gærkvöldi. Vísir/Ernir „Þetta er ekkert í líkingu við það sem var í gær,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um mótmælin sem hófust á Austurvelli nú klukkan fimm. Að hans mati eru um 300 til 500 manns samankomnir fyrir framan Alþingishúsið en enn einhverjir að mæta. „Það er byrjað að koma eitthvað af eggjum, bönunum og öðrum matvælum hingað yfir girðinguna,“ segir hann. „En við erum alveg með nægan mannskap til að eiga við þetta eins og í gær.“ Austurvöllur gott sem troðfylltist í gær af mótmælendum sem kröfðust afsagnar ríkisstjórnarinnar. Töldu skipuleggjendur að rúmlega tuttugu þúsund manns hefðu látið sjá sig. Ljóst er að mótmælin í kvöld verða mun umfangsminni, mögulega vegna þeirra tíðinda að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur sagt af sér embætti forsætisráðherra. Blaðamenn fréttastofu á staðnum telja að rúmlega þúsund manns séu samankomnir á Austurvelli. Að þeirra sögn er ekki síður hávaði í hópnum en í gær, auk þess sem mótmælendur komast nú nær Alþingishúsinu þar sem ekkert svið hefur verið sett upp. „Oft er það ekkert fjöldinn sem skiptir máli,“ segir Ásgeir, aðspurður hvort hann telji að lögreglu bíði auðveldara verkefni en í gærkvöldi. „Það var til dæmis ekkert erfitt í gær, fólkið var upp til hópa yndislegt. Það fer meira eftir samsetningunni en fjöldanum.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokk Bjarni Benediktsson greindi forseta Íslands frá fyrirhuguðum viðræðum við Framsóknarflokk um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. 5. apríl 2016 16:28 Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04 Helgi Hrafn: Enginn á mótmælunum sem kallaði eftir Sigurði Inga sem forsætisráðherra Segir ráðamenn þjóðarinnar misskilja málið. 5. apríl 2016 17:03 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
„Þetta er ekkert í líkingu við það sem var í gær,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um mótmælin sem hófust á Austurvelli nú klukkan fimm. Að hans mati eru um 300 til 500 manns samankomnir fyrir framan Alþingishúsið en enn einhverjir að mæta. „Það er byrjað að koma eitthvað af eggjum, bönunum og öðrum matvælum hingað yfir girðinguna,“ segir hann. „En við erum alveg með nægan mannskap til að eiga við þetta eins og í gær.“ Austurvöllur gott sem troðfylltist í gær af mótmælendum sem kröfðust afsagnar ríkisstjórnarinnar. Töldu skipuleggjendur að rúmlega tuttugu þúsund manns hefðu látið sjá sig. Ljóst er að mótmælin í kvöld verða mun umfangsminni, mögulega vegna þeirra tíðinda að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur sagt af sér embætti forsætisráðherra. Blaðamenn fréttastofu á staðnum telja að rúmlega þúsund manns séu samankomnir á Austurvelli. Að þeirra sögn er ekki síður hávaði í hópnum en í gær, auk þess sem mótmælendur komast nú nær Alþingishúsinu þar sem ekkert svið hefur verið sett upp. „Oft er það ekkert fjöldinn sem skiptir máli,“ segir Ásgeir, aðspurður hvort hann telji að lögreglu bíði auðveldara verkefni en í gærkvöldi. „Það var til dæmis ekkert erfitt í gær, fólkið var upp til hópa yndislegt. Það fer meira eftir samsetningunni en fjöldanum.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokk Bjarni Benediktsson greindi forseta Íslands frá fyrirhuguðum viðræðum við Framsóknarflokk um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. 5. apríl 2016 16:28 Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04 Helgi Hrafn: Enginn á mótmælunum sem kallaði eftir Sigurði Inga sem forsætisráðherra Segir ráðamenn þjóðarinnar misskilja málið. 5. apríl 2016 17:03 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Bjarni vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokk Bjarni Benediktsson greindi forseta Íslands frá fyrirhuguðum viðræðum við Framsóknarflokk um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. 5. apríl 2016 16:28
Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04
Helgi Hrafn: Enginn á mótmælunum sem kallaði eftir Sigurði Inga sem forsætisráðherra Segir ráðamenn þjóðarinnar misskilja málið. 5. apríl 2016 17:03
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir