Óljóst hvenær Alþingi kemur saman á ný Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. apríl 2016 20:49 Einar Kristinn Guðfinnsson forseti Alþingis, rétt áður en hann gekk á fund forseta Íslands. Vísir/anton Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir fund sem hann átti með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag hafa verið eðlilegan upplýsingafund á óvenjulegum tímum. Ekki liggur fyrir hvenær þing kemur saman aftur. „Þetta var bara upplýsingafundur. Forseti óskaði eftir því að við hittumst. Ég mun ekki ræða efni fundarins að öðru leyti en því að þetta var upplýsingafundur og eðlilegur í ljósi þess að Alþingi er auðvitað þungamiðjan í okkar stjórnskipun og þessi mál snerta auðvitað þingið af ástæðum sem ekki þarf að útskýra þannig að þessi fundur var af því tilefni,“ segir Einar í samtali við Vísi. Það er þó alveg ljóst að ekki er algengt að forsetinn kalli forseta þingsins með þessum hætti á sinn fund. „Já, þetta eru líka óvenjulegir tímar og ég held að þetta boð á fundinn undirstriki kannski það mat forseta landsins að það sé eðlilegt við þessar aðstæður að heyra í þingforseta. Ég tjáði mig nú ekkert um hina pólitísku stöðu málsins heldur var þetta fyrst og fremst upplýsingafundur um það sem lýtur að þinginu.“ Einar segir að ekki liggi fyrir á þessari stundu hvenær þing kemur saman aftur en stjórnarandstaðan hyggst halda til streitu vantrauststillögu sinni sem einnig snýst um að þing verði rofið og boðað til kosninga. „Hlutirnir eru að breytast hratt og vantrauststillagan var sett fram við tilteknar aðstæður sem nú eru breyttar og við þurfum aðeins að átta okkur á því hvernig málunum verður haldið áfram.“ Einar vildi ekkert tjá sig um atburði dagsins að öðru leyti en þar bar auðvitað hæst þá ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra og leggja til að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins og sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, verði forsætisráðherra. Panama-skjölin Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan krefst þingfundar Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar fara á fund forseta Alþingis og óska eftir því að þingfundur verði settur þegar í stað. 5. apríl 2016 15:45 Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir fund sem hann átti með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag hafa verið eðlilegan upplýsingafund á óvenjulegum tímum. Ekki liggur fyrir hvenær þing kemur saman aftur. „Þetta var bara upplýsingafundur. Forseti óskaði eftir því að við hittumst. Ég mun ekki ræða efni fundarins að öðru leyti en því að þetta var upplýsingafundur og eðlilegur í ljósi þess að Alþingi er auðvitað þungamiðjan í okkar stjórnskipun og þessi mál snerta auðvitað þingið af ástæðum sem ekki þarf að útskýra þannig að þessi fundur var af því tilefni,“ segir Einar í samtali við Vísi. Það er þó alveg ljóst að ekki er algengt að forsetinn kalli forseta þingsins með þessum hætti á sinn fund. „Já, þetta eru líka óvenjulegir tímar og ég held að þetta boð á fundinn undirstriki kannski það mat forseta landsins að það sé eðlilegt við þessar aðstæður að heyra í þingforseta. Ég tjáði mig nú ekkert um hina pólitísku stöðu málsins heldur var þetta fyrst og fremst upplýsingafundur um það sem lýtur að þinginu.“ Einar segir að ekki liggi fyrir á þessari stundu hvenær þing kemur saman aftur en stjórnarandstaðan hyggst halda til streitu vantrauststillögu sinni sem einnig snýst um að þing verði rofið og boðað til kosninga. „Hlutirnir eru að breytast hratt og vantrauststillagan var sett fram við tilteknar aðstæður sem nú eru breyttar og við þurfum aðeins að átta okkur á því hvernig málunum verður haldið áfram.“ Einar vildi ekkert tjá sig um atburði dagsins að öðru leyti en þar bar auðvitað hæst þá ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra og leggja til að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins og sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, verði forsætisráðherra.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan krefst þingfundar Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar fara á fund forseta Alþingis og óska eftir því að þingfundur verði settur þegar í stað. 5. apríl 2016 15:45 Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Stjórnarandstaðan krefst þingfundar Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar fara á fund forseta Alþingis og óska eftir því að þingfundur verði settur þegar í stað. 5. apríl 2016 15:45
Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04