Sigmundur ekki sagt af sér heldur stigið til hliðar um óákveðinn tíma Bjarki Ármannsson og Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifa 5. apríl 2016 21:41 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur ekki sagt af sér sem forsætisráðherra, heldur lagt til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við embættinu um óákveðinn tíma. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur ekki sagt af sér sem forsætisráðherra, heldur lagt til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við embættinu um óákveðinn tíma. Áhersla er lögð á þetta í tölvupósti á ensku sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar sendi erlendum blaðamönnum í kvöld. Fjölmiðlar á Íslandi og víða um heim hafa greint frá því í dag að Sigmundur Davíð hafi látið af embætti og flestir talað um afsögn í því samhengi. Svo virðist sem þetta orðalag þyki heldur ónákvæmt. Nokkrir þeirra blaðamanna sem fengu bréfið birta brot úr því á Twitter og furða sig á því.This press release (which directly came from PM office and somehow landed in my inbox) is incredibly confusing for everyone. Clarity needed!— Benjamin Leruth (@BenLeruth) April 5, 2016 „Yfirlýsingin segir nákvæmlega það sem gerðist í dag,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. „Að forsætisráðherra hafi ekki sagt af sér en hann hafi lagt það til við þingflokk Framsóknarmanna að hann stigi til hliðar og að Sigurður Ingi taki við sem forsætisráðherra um óákveðinn tíma. Óákveðinn tími getur til dæmis verið fram að kosningum, það er greinilega miðað við það sem menn eru að ræða í kvöld ekki alveg ljóst hvenær menn vilja hafa kosningar.“Er hann ósáttur við orðalag erlendra fjölmiðla?„Við fáum fyrirspurnir frá erlendum fjölmiðlum sem segja: Er það rétt sem við heyrum að forsætisráðherra hafi sagt af sér?“ segir hann. „Við erum stödd í því limbói núna að forsætisráðherra hefur ekki sagt af sér. Hann hefur hins vegar lagt það til að hann stígi til hliðar. Þegar hann fer og skilar sínu umboði þá verður það tilkynnt erlendum fjölmiðlum eins og öllum öðrum.“ Tillaga Sigmundar Davíðs hljómar svona orðrétt:„Forsætisráðherra leggur til að varaformaður flokksins taki við embætti forsætisráðherra svo það megi verða til að ríkisstjórnin geti lokið þeim mikilvægum verkum sem hún hefur unnið að og varða mikilvæga þjóðarhagsmuni.“ Panama-skjölin Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Fleiri fréttir Lögregla bjargaði ketti sem festist inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur ekki sagt af sér sem forsætisráðherra, heldur lagt til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við embættinu um óákveðinn tíma. Áhersla er lögð á þetta í tölvupósti á ensku sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar sendi erlendum blaðamönnum í kvöld. Fjölmiðlar á Íslandi og víða um heim hafa greint frá því í dag að Sigmundur Davíð hafi látið af embætti og flestir talað um afsögn í því samhengi. Svo virðist sem þetta orðalag þyki heldur ónákvæmt. Nokkrir þeirra blaðamanna sem fengu bréfið birta brot úr því á Twitter og furða sig á því.This press release (which directly came from PM office and somehow landed in my inbox) is incredibly confusing for everyone. Clarity needed!— Benjamin Leruth (@BenLeruth) April 5, 2016 „Yfirlýsingin segir nákvæmlega það sem gerðist í dag,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. „Að forsætisráðherra hafi ekki sagt af sér en hann hafi lagt það til við þingflokk Framsóknarmanna að hann stigi til hliðar og að Sigurður Ingi taki við sem forsætisráðherra um óákveðinn tíma. Óákveðinn tími getur til dæmis verið fram að kosningum, það er greinilega miðað við það sem menn eru að ræða í kvöld ekki alveg ljóst hvenær menn vilja hafa kosningar.“Er hann ósáttur við orðalag erlendra fjölmiðla?„Við fáum fyrirspurnir frá erlendum fjölmiðlum sem segja: Er það rétt sem við heyrum að forsætisráðherra hafi sagt af sér?“ segir hann. „Við erum stödd í því limbói núna að forsætisráðherra hefur ekki sagt af sér. Hann hefur hins vegar lagt það til að hann stígi til hliðar. Þegar hann fer og skilar sínu umboði þá verður það tilkynnt erlendum fjölmiðlum eins og öllum öðrum.“ Tillaga Sigmundar Davíðs hljómar svona orðrétt:„Forsætisráðherra leggur til að varaformaður flokksins taki við embætti forsætisráðherra svo það megi verða til að ríkisstjórnin geti lokið þeim mikilvægum verkum sem hún hefur unnið að og varða mikilvæga þjóðarhagsmuni.“
Panama-skjölin Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Fleiri fréttir Lögregla bjargaði ketti sem festist inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir