Sigmundur ekki sagt af sér heldur stigið til hliðar um óákveðinn tíma Bjarki Ármannsson og Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifa 5. apríl 2016 21:41 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur ekki sagt af sér sem forsætisráðherra, heldur lagt til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við embættinu um óákveðinn tíma. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur ekki sagt af sér sem forsætisráðherra, heldur lagt til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við embættinu um óákveðinn tíma. Áhersla er lögð á þetta í tölvupósti á ensku sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar sendi erlendum blaðamönnum í kvöld. Fjölmiðlar á Íslandi og víða um heim hafa greint frá því í dag að Sigmundur Davíð hafi látið af embætti og flestir talað um afsögn í því samhengi. Svo virðist sem þetta orðalag þyki heldur ónákvæmt. Nokkrir þeirra blaðamanna sem fengu bréfið birta brot úr því á Twitter og furða sig á því.This press release (which directly came from PM office and somehow landed in my inbox) is incredibly confusing for everyone. Clarity needed!— Benjamin Leruth (@BenLeruth) April 5, 2016 „Yfirlýsingin segir nákvæmlega það sem gerðist í dag,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. „Að forsætisráðherra hafi ekki sagt af sér en hann hafi lagt það til við þingflokk Framsóknarmanna að hann stigi til hliðar og að Sigurður Ingi taki við sem forsætisráðherra um óákveðinn tíma. Óákveðinn tími getur til dæmis verið fram að kosningum, það er greinilega miðað við það sem menn eru að ræða í kvöld ekki alveg ljóst hvenær menn vilja hafa kosningar.“Er hann ósáttur við orðalag erlendra fjölmiðla?„Við fáum fyrirspurnir frá erlendum fjölmiðlum sem segja: Er það rétt sem við heyrum að forsætisráðherra hafi sagt af sér?“ segir hann. „Við erum stödd í því limbói núna að forsætisráðherra hefur ekki sagt af sér. Hann hefur hins vegar lagt það til að hann stígi til hliðar. Þegar hann fer og skilar sínu umboði þá verður það tilkynnt erlendum fjölmiðlum eins og öllum öðrum.“ Tillaga Sigmundar Davíðs hljómar svona orðrétt:„Forsætisráðherra leggur til að varaformaður flokksins taki við embætti forsætisráðherra svo það megi verða til að ríkisstjórnin geti lokið þeim mikilvægum verkum sem hún hefur unnið að og varða mikilvæga þjóðarhagsmuni.“ Panama-skjölin Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur ekki sagt af sér sem forsætisráðherra, heldur lagt til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við embættinu um óákveðinn tíma. Áhersla er lögð á þetta í tölvupósti á ensku sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar sendi erlendum blaðamönnum í kvöld. Fjölmiðlar á Íslandi og víða um heim hafa greint frá því í dag að Sigmundur Davíð hafi látið af embætti og flestir talað um afsögn í því samhengi. Svo virðist sem þetta orðalag þyki heldur ónákvæmt. Nokkrir þeirra blaðamanna sem fengu bréfið birta brot úr því á Twitter og furða sig á því.This press release (which directly came from PM office and somehow landed in my inbox) is incredibly confusing for everyone. Clarity needed!— Benjamin Leruth (@BenLeruth) April 5, 2016 „Yfirlýsingin segir nákvæmlega það sem gerðist í dag,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. „Að forsætisráðherra hafi ekki sagt af sér en hann hafi lagt það til við þingflokk Framsóknarmanna að hann stigi til hliðar og að Sigurður Ingi taki við sem forsætisráðherra um óákveðinn tíma. Óákveðinn tími getur til dæmis verið fram að kosningum, það er greinilega miðað við það sem menn eru að ræða í kvöld ekki alveg ljóst hvenær menn vilja hafa kosningar.“Er hann ósáttur við orðalag erlendra fjölmiðla?„Við fáum fyrirspurnir frá erlendum fjölmiðlum sem segja: Er það rétt sem við heyrum að forsætisráðherra hafi sagt af sér?“ segir hann. „Við erum stödd í því limbói núna að forsætisráðherra hefur ekki sagt af sér. Hann hefur hins vegar lagt það til að hann stígi til hliðar. Þegar hann fer og skilar sínu umboði þá verður það tilkynnt erlendum fjölmiðlum eins og öllum öðrum.“ Tillaga Sigmundar Davíðs hljómar svona orðrétt:„Forsætisráðherra leggur til að varaformaður flokksins taki við embætti forsætisráðherra svo það megi verða til að ríkisstjórnin geti lokið þeim mikilvægum verkum sem hún hefur unnið að og varða mikilvæga þjóðarhagsmuni.“
Panama-skjölin Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira