Tæp 70 prósent vilja að Bjarni hætti rétt eins og Sigmundur Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. apríl 2016 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, mun láta af embætti forsætisráðherra en halda áfram þingmennsku. Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, greindu frá því í gær að þeir myndu reyna stjórnarmyndun á næstu dögum. „Ef við horfum á það sem gerst hefur á þessu kjörtímabili þá er það ekki svo að það hafi verið stjórnarstefnan eða verk ríkisstjórnarinnar sem hafi sætt sérstakri gagnrýni. Það eru þessir atburðir síðustu daga sem hafa dregið fram þessi miklu mótmæli og kröfu um breytingar,“ sagði Bjarni Benediktsson eftir að hann átti fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í gær. Öll spjót hafa staðið á Sigmundi Davíð frá því að Kastljósið sýndi viðtal sænsks fjölmiðlamanns við ráðherrann á sunnudag þar sem hann var spurður út í tengsl sín við félagið Wintris, sem er í eigu eiginkonu hans. Félagið er skráð á Bresku Jómfrúaeyjum. Eins og áður hefur verið rakið tengdist Bjarni Benediktsson hlut í félaginu Falson & Co sem stofnað var fyrir tíu árum og skráð á Seychelles-eyjum. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hafði, ásamt eiginmanni sínum, prókúru fyrir félagið Dooley Securities sem Landsbankinn í Lúxemborg stofnaði 2006. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem Fréttablaðið gerði í gærkvöldi og mánudagskvöld vilja 56 prósent svarenda að Bjarni segi af sér ráðherraembætti vegna tengsla sinna við aflandsfélagið, 25 prósent vilja ekki að hann segi af sér, 17 prósent eru óákveðin og tvö prósent svara ekki. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu tóku sést að 69 prósent vilja að Bjarni segi af sér en 31 prósent vill það ekki. Einnig voru svarendur spurðir að því hvort þeir teldu að Ólöf Nordal innanríkisráðherra ætti að segja af sér. Alls 48 prósent telja að hún eigi að segja af sér en 28 prósent telja að hún eigi ekki að segja af sér, 22 prósent eru óákveðin en tvö prósent svara ekki. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu taka sést að 63 prósent vilja að Ólöf segi af sér en 37 prósent vilja það ekki. Í könnun Fréttablaðsins var fylgi flokka kannað eins og sjá má í Fréttablaðinu í dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Panama-skjölin Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, mun láta af embætti forsætisráðherra en halda áfram þingmennsku. Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, greindu frá því í gær að þeir myndu reyna stjórnarmyndun á næstu dögum. „Ef við horfum á það sem gerst hefur á þessu kjörtímabili þá er það ekki svo að það hafi verið stjórnarstefnan eða verk ríkisstjórnarinnar sem hafi sætt sérstakri gagnrýni. Það eru þessir atburðir síðustu daga sem hafa dregið fram þessi miklu mótmæli og kröfu um breytingar,“ sagði Bjarni Benediktsson eftir að hann átti fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í gær. Öll spjót hafa staðið á Sigmundi Davíð frá því að Kastljósið sýndi viðtal sænsks fjölmiðlamanns við ráðherrann á sunnudag þar sem hann var spurður út í tengsl sín við félagið Wintris, sem er í eigu eiginkonu hans. Félagið er skráð á Bresku Jómfrúaeyjum. Eins og áður hefur verið rakið tengdist Bjarni Benediktsson hlut í félaginu Falson & Co sem stofnað var fyrir tíu árum og skráð á Seychelles-eyjum. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hafði, ásamt eiginmanni sínum, prókúru fyrir félagið Dooley Securities sem Landsbankinn í Lúxemborg stofnaði 2006. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem Fréttablaðið gerði í gærkvöldi og mánudagskvöld vilja 56 prósent svarenda að Bjarni segi af sér ráðherraembætti vegna tengsla sinna við aflandsfélagið, 25 prósent vilja ekki að hann segi af sér, 17 prósent eru óákveðin og tvö prósent svara ekki. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu tóku sést að 69 prósent vilja að Bjarni segi af sér en 31 prósent vill það ekki. Einnig voru svarendur spurðir að því hvort þeir teldu að Ólöf Nordal innanríkisráðherra ætti að segja af sér. Alls 48 prósent telja að hún eigi að segja af sér en 28 prósent telja að hún eigi ekki að segja af sér, 22 prósent eru óákveðin en tvö prósent svara ekki. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu taka sést að 63 prósent vilja að Ólöf segi af sér en 37 prósent vilja það ekki. Í könnun Fréttablaðsins var fylgi flokka kannað eins og sjá má í Fréttablaðinu í dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira