Tæp 70 prósent vilja að Bjarni hætti rétt eins og Sigmundur Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. apríl 2016 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, mun láta af embætti forsætisráðherra en halda áfram þingmennsku. Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, greindu frá því í gær að þeir myndu reyna stjórnarmyndun á næstu dögum. „Ef við horfum á það sem gerst hefur á þessu kjörtímabili þá er það ekki svo að það hafi verið stjórnarstefnan eða verk ríkisstjórnarinnar sem hafi sætt sérstakri gagnrýni. Það eru þessir atburðir síðustu daga sem hafa dregið fram þessi miklu mótmæli og kröfu um breytingar,“ sagði Bjarni Benediktsson eftir að hann átti fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í gær. Öll spjót hafa staðið á Sigmundi Davíð frá því að Kastljósið sýndi viðtal sænsks fjölmiðlamanns við ráðherrann á sunnudag þar sem hann var spurður út í tengsl sín við félagið Wintris, sem er í eigu eiginkonu hans. Félagið er skráð á Bresku Jómfrúaeyjum. Eins og áður hefur verið rakið tengdist Bjarni Benediktsson hlut í félaginu Falson & Co sem stofnað var fyrir tíu árum og skráð á Seychelles-eyjum. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hafði, ásamt eiginmanni sínum, prókúru fyrir félagið Dooley Securities sem Landsbankinn í Lúxemborg stofnaði 2006. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem Fréttablaðið gerði í gærkvöldi og mánudagskvöld vilja 56 prósent svarenda að Bjarni segi af sér ráðherraembætti vegna tengsla sinna við aflandsfélagið, 25 prósent vilja ekki að hann segi af sér, 17 prósent eru óákveðin og tvö prósent svara ekki. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu tóku sést að 69 prósent vilja að Bjarni segi af sér en 31 prósent vill það ekki. Einnig voru svarendur spurðir að því hvort þeir teldu að Ólöf Nordal innanríkisráðherra ætti að segja af sér. Alls 48 prósent telja að hún eigi að segja af sér en 28 prósent telja að hún eigi ekki að segja af sér, 22 prósent eru óákveðin en tvö prósent svara ekki. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu taka sést að 63 prósent vilja að Ólöf segi af sér en 37 prósent vilja það ekki. Í könnun Fréttablaðsins var fylgi flokka kannað eins og sjá má í Fréttablaðinu í dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Panama-skjölin Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, mun láta af embætti forsætisráðherra en halda áfram þingmennsku. Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, greindu frá því í gær að þeir myndu reyna stjórnarmyndun á næstu dögum. „Ef við horfum á það sem gerst hefur á þessu kjörtímabili þá er það ekki svo að það hafi verið stjórnarstefnan eða verk ríkisstjórnarinnar sem hafi sætt sérstakri gagnrýni. Það eru þessir atburðir síðustu daga sem hafa dregið fram þessi miklu mótmæli og kröfu um breytingar,“ sagði Bjarni Benediktsson eftir að hann átti fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í gær. Öll spjót hafa staðið á Sigmundi Davíð frá því að Kastljósið sýndi viðtal sænsks fjölmiðlamanns við ráðherrann á sunnudag þar sem hann var spurður út í tengsl sín við félagið Wintris, sem er í eigu eiginkonu hans. Félagið er skráð á Bresku Jómfrúaeyjum. Eins og áður hefur verið rakið tengdist Bjarni Benediktsson hlut í félaginu Falson & Co sem stofnað var fyrir tíu árum og skráð á Seychelles-eyjum. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hafði, ásamt eiginmanni sínum, prókúru fyrir félagið Dooley Securities sem Landsbankinn í Lúxemborg stofnaði 2006. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem Fréttablaðið gerði í gærkvöldi og mánudagskvöld vilja 56 prósent svarenda að Bjarni segi af sér ráðherraembætti vegna tengsla sinna við aflandsfélagið, 25 prósent vilja ekki að hann segi af sér, 17 prósent eru óákveðin og tvö prósent svara ekki. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu tóku sést að 69 prósent vilja að Bjarni segi af sér en 31 prósent vill það ekki. Einnig voru svarendur spurðir að því hvort þeir teldu að Ólöf Nordal innanríkisráðherra ætti að segja af sér. Alls 48 prósent telja að hún eigi að segja af sér en 28 prósent telja að hún eigi ekki að segja af sér, 22 prósent eru óákveðin en tvö prósent svara ekki. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu taka sést að 63 prósent vilja að Ólöf segi af sér en 37 prósent vilja það ekki. Í könnun Fréttablaðsins var fylgi flokka kannað eins og sjá má í Fréttablaðinu í dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira