Mjög óþægilegt bergmál frá fjórða áratugnum lars christensen skrifar 6. apríl 2016 11:00 Ég reyni af fremsta megni að verða ekki hrakspámaður en ég verð að viðurkenna að ég sé mjög fáar jákvæðar fréttir um þessar mundir og ég sé sífellt þrjú atriði – mistök í peningamálastefnu/lítinn hagvöxt, uppgang öfgamanna í stjórnmálum (Trump, Orban, Erdogan, Pútín, ISIS o.s.frv.) og hraðvaxandi spennu í alþjóðastjórnmálum – sem allt blandast saman í ógeðfelldan kokkteil sem kallar fram minningar um 4. áratuginn og aðdraganda heimsstyrjaldarinnar síðari. Það hefur lengi verið tilgáta mín að samdrátturinn í hinu hnattræna hagkerfi í kjölfar kreppunnar miklu 2008 – sem að mínu áliti var aðallega af völdum misheppnaðrar peningamálastefnu – valdi uppgangi pólitískra öfgastefna í Evrópu (Syriza og Gullin dögun í Grikklandi, Orban í Ungverjalandi, Le Pen í Frakklandi o.s.frv.) og Bandaríkjunum (Trump) og einnig uppbroti og klofningi í stjórnmálum hjá venjulegum lýðræðisþjóðum. Þetta leiðir til þess að hægri sinnaðir lýðskrumarar eins og Donald Trump njóta fylgis, en að sama skapi njóta hópar íslamista, eins og ISIS, fylgis á meðal ungra innflytjenda í til dæmis Frakklandi og Belgíu. Þegar hinn lýðræðislegi valkostur missir aðdráttarafl sitt vinna öfgamenn og lýðskrumarar á. Hraðvaxandi stuðningur við þjóðernissinnuð öfl, sérstaklega í Mið- og Austur-Evrópu er að sama skapi áhyggjuefni. Hin landfræðipólitíska útgáfa af þessu er Úkraína og Sýrland (og að vissu leyti Suður-Kínahaf). Með engum hagvexti eykst aðdráttarafl verndarstefnu og að lokum stríðs. Því miður eru hliðstæðurnar við 4. áratuginn mjög skýrar – án þess að ýkja neitt skuluð þið reyna að líta á þetta: 1) Stríðið í Sýrlandi samanborið við spænska borgarastríðið: Bein og óbein aðild erlendra einræðisríkja (Stalín/Hitler og Erdogan/Pútín) 2) Verðhjöðnun evrusvæðisins samanborið við verðhjöðnun gullfótarins. 3) Uppgangur lýðskrumara og öfgamanna: Kommúnistar, nasistar og fasistar samanborið við Syriza, Gullna dögun, Jobbik, Orban, svæðisbundna aðskilnaðarstefnu í Evrópu, andúð á innflytjendum, Trump og ISIS o.s.frv. 4) Veiking (hnignun?) lýðræðisstofnana: Weimar-lýðveldið samanborið við pólitískan klofning í Evrópu – veikar og óvinsælar minnihlutastjórnir með engan „pólitískan styrk“ til að framkvæma efnahagslegar endurbætur í Evrópu. Kannski eru þetta of miklar hrakspár, en maður verður að vera blindur á lexíur sögunnar til að sjá þetta ekki. Það þýðir samt ekki að sagan muni endurtaka sig – það vona ég sannarlega ekki – en ef við hunsum það sem er líkt með 4. áratugnum mun ástandið aðeins versna. Besta leiðin til að komast hjá hryllingi 4. áratugarins er að efla hagvöxt, og hér er bæði þörf á að auka eftirspurn á heimsvísu – frekari og mun stórtækari slökun á peningamálastefnu bæði í Bandaríkjunum og Evrópu – og að koma á gagngerum kerfisumbótum. Ef við grípum ekki til slíkra stefnubreytinga er greinilega hætta á að aðdráttarafl þjóðernissinnaðra lýðskrumara muni aukast og að um leið munum við sjá aukna róttækni á meðal ungra innflytjenda í Evrópu. Svo ef okkur er alvara með að berjast gegn öfgastefnum og hryðjuverkum verðum við að auka verulega viðleitni okkar til að örva hagvöxt, sérstaklega í Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Lars Christensen Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Ég reyni af fremsta megni að verða ekki hrakspámaður en ég verð að viðurkenna að ég sé mjög fáar jákvæðar fréttir um þessar mundir og ég sé sífellt þrjú atriði – mistök í peningamálastefnu/lítinn hagvöxt, uppgang öfgamanna í stjórnmálum (Trump, Orban, Erdogan, Pútín, ISIS o.s.frv.) og hraðvaxandi spennu í alþjóðastjórnmálum – sem allt blandast saman í ógeðfelldan kokkteil sem kallar fram minningar um 4. áratuginn og aðdraganda heimsstyrjaldarinnar síðari. Það hefur lengi verið tilgáta mín að samdrátturinn í hinu hnattræna hagkerfi í kjölfar kreppunnar miklu 2008 – sem að mínu áliti var aðallega af völdum misheppnaðrar peningamálastefnu – valdi uppgangi pólitískra öfgastefna í Evrópu (Syriza og Gullin dögun í Grikklandi, Orban í Ungverjalandi, Le Pen í Frakklandi o.s.frv.) og Bandaríkjunum (Trump) og einnig uppbroti og klofningi í stjórnmálum hjá venjulegum lýðræðisþjóðum. Þetta leiðir til þess að hægri sinnaðir lýðskrumarar eins og Donald Trump njóta fylgis, en að sama skapi njóta hópar íslamista, eins og ISIS, fylgis á meðal ungra innflytjenda í til dæmis Frakklandi og Belgíu. Þegar hinn lýðræðislegi valkostur missir aðdráttarafl sitt vinna öfgamenn og lýðskrumarar á. Hraðvaxandi stuðningur við þjóðernissinnuð öfl, sérstaklega í Mið- og Austur-Evrópu er að sama skapi áhyggjuefni. Hin landfræðipólitíska útgáfa af þessu er Úkraína og Sýrland (og að vissu leyti Suður-Kínahaf). Með engum hagvexti eykst aðdráttarafl verndarstefnu og að lokum stríðs. Því miður eru hliðstæðurnar við 4. áratuginn mjög skýrar – án þess að ýkja neitt skuluð þið reyna að líta á þetta: 1) Stríðið í Sýrlandi samanborið við spænska borgarastríðið: Bein og óbein aðild erlendra einræðisríkja (Stalín/Hitler og Erdogan/Pútín) 2) Verðhjöðnun evrusvæðisins samanborið við verðhjöðnun gullfótarins. 3) Uppgangur lýðskrumara og öfgamanna: Kommúnistar, nasistar og fasistar samanborið við Syriza, Gullna dögun, Jobbik, Orban, svæðisbundna aðskilnaðarstefnu í Evrópu, andúð á innflytjendum, Trump og ISIS o.s.frv. 4) Veiking (hnignun?) lýðræðisstofnana: Weimar-lýðveldið samanborið við pólitískan klofning í Evrópu – veikar og óvinsælar minnihlutastjórnir með engan „pólitískan styrk“ til að framkvæma efnahagslegar endurbætur í Evrópu. Kannski eru þetta of miklar hrakspár, en maður verður að vera blindur á lexíur sögunnar til að sjá þetta ekki. Það þýðir samt ekki að sagan muni endurtaka sig – það vona ég sannarlega ekki – en ef við hunsum það sem er líkt með 4. áratugnum mun ástandið aðeins versna. Besta leiðin til að komast hjá hryllingi 4. áratugarins er að efla hagvöxt, og hér er bæði þörf á að auka eftirspurn á heimsvísu – frekari og mun stórtækari slökun á peningamálastefnu bæði í Bandaríkjunum og Evrópu – og að koma á gagngerum kerfisumbótum. Ef við grípum ekki til slíkra stefnubreytinga er greinilega hætta á að aðdráttarafl þjóðernissinnaðra lýðskrumara muni aukast og að um leið munum við sjá aukna róttækni á meðal ungra innflytjenda í Evrópu. Svo ef okkur er alvara með að berjast gegn öfgastefnum og hryðjuverkum verðum við að auka verulega viðleitni okkar til að örva hagvöxt, sérstaklega í Evrópu.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun