Einn sökudólgur stjórnarmaðurinn skrifar 6. apríl 2016 11:00 Staða forsætisráðherra var orðin vonlaus eftir uppljóstranir um eignir hans og konu hans í aflandsfélaginu Wintris Inc. á Tortóla. Afsögn Sigmundar Davíðs var óumflýjanleg eftir að hann var hirtur eins og óþekkur skólastrákur af forseta. Það er þó ekki sú staðreynd að þau hjón hafi átt félagið eða að forsætisráðherra hafi vanrækt að gera grein fyrir eign sinni í hagsmunaskráningu (sem hann sannanlega átti að gera) sem kom honum verst, heldur voru það miklu frekar viðbrögð Sigmundar við uppljóstruninni sem gera útslagið. Í fyrsta lagi var frammistaða Sigmundar í viðtalinu fræga ekki boðleg. Það hefur hann sjálfur viðurkennt. Forsætisráðherra verður að hafa langlundargeð og manndóm til að svara erfiðum spurningum. Í öðru lagi þá laug forsætisráðherra blákalt í viðtalinu, þegar hann sagðist aldrei hafa átt aflandseignir. Það eitt ætti að vera frágangssök. Í þriðja lagi þá hafa viðbrögðin verið í besta falli fáránleg. Af hverju heyrðist hvorki hósti né stuna frá honum um tilvist viðtalsins þær þrjár vikur sem liðu frá því það var tekið, og þar til það var sýnt? Hvernig má það vera að endaleikurinn hafi verið sá að arka umboðslaus á Bessastaði, til þess eins að snúa aftur með skottið milli lappana? Síðast en ekki síst hefur Sigmundur gert Ísland að athlægi um víða veröld. Sú staðreynd að tíðindin rati í alþjóðlega stórmiðla gerir hugmyndir um samsæri Ríkisútvarpsins í besta falli hlægilegar. Sigmundur Davíð og hans ríkisstjórn unnu marga stóra sigra. Efnahagsmálin hafa stórbatnað og uppgjöri gömlu bankanna er við það að ljúka. Þá glittir í afnám gjaldeyrishafta. Það er synd að svona hafi þurft að fara, en sökudólgurinn er aðeins einn. Sigmundur Davíð sjálfur. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Staða forsætisráðherra var orðin vonlaus eftir uppljóstranir um eignir hans og konu hans í aflandsfélaginu Wintris Inc. á Tortóla. Afsögn Sigmundar Davíðs var óumflýjanleg eftir að hann var hirtur eins og óþekkur skólastrákur af forseta. Það er þó ekki sú staðreynd að þau hjón hafi átt félagið eða að forsætisráðherra hafi vanrækt að gera grein fyrir eign sinni í hagsmunaskráningu (sem hann sannanlega átti að gera) sem kom honum verst, heldur voru það miklu frekar viðbrögð Sigmundar við uppljóstruninni sem gera útslagið. Í fyrsta lagi var frammistaða Sigmundar í viðtalinu fræga ekki boðleg. Það hefur hann sjálfur viðurkennt. Forsætisráðherra verður að hafa langlundargeð og manndóm til að svara erfiðum spurningum. Í öðru lagi þá laug forsætisráðherra blákalt í viðtalinu, þegar hann sagðist aldrei hafa átt aflandseignir. Það eitt ætti að vera frágangssök. Í þriðja lagi þá hafa viðbrögðin verið í besta falli fáránleg. Af hverju heyrðist hvorki hósti né stuna frá honum um tilvist viðtalsins þær þrjár vikur sem liðu frá því það var tekið, og þar til það var sýnt? Hvernig má það vera að endaleikurinn hafi verið sá að arka umboðslaus á Bessastaði, til þess eins að snúa aftur með skottið milli lappana? Síðast en ekki síst hefur Sigmundur gert Ísland að athlægi um víða veröld. Sú staðreynd að tíðindin rati í alþjóðlega stórmiðla gerir hugmyndir um samsæri Ríkisútvarpsins í besta falli hlægilegar. Sigmundur Davíð og hans ríkisstjórn unnu marga stóra sigra. Efnahagsmálin hafa stórbatnað og uppgjöri gömlu bankanna er við það að ljúka. Þá glittir í afnám gjaldeyrishafta. Það er synd að svona hafi þurft að fara, en sökudólgurinn er aðeins einn. Sigmundur Davíð sjálfur.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira