„Hann er ekki vondur, bara heimskur“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 6. apríl 2016 16:33 Óvissuástandið hér á landi vekur eftirtekt víða. Vísir/VG Erlendir fjölmiðlar halda áfram að fylgjast grannt með þróun mála á pólitíska sviðinu hér á Íslandi. Norska dagblaðið Verdens Gang, eða VG, birti í dag grein þar sem Reykvíkingar út á götu eru teknir tali og spurðir út í forsætisráðherrann fráfarandi. Greinin byrjar á orðunum; „því fleira fólk sem krefst þess að hann víki, því kyrrari situr hann“. Talað er um að ringulreiðin í íslenskri pólitík sé slík að fólk hafi jafnvel ekki vitað hver væri forsætisráðherra landsins í morgun þegar það vaknaði. Rétt svar er auðvitað ennþá Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem á enn eftir að segja formlega af sér þó svo að hann Framsóknarflokkurinn hafi greint frá því að ætli að „stíga til hliðar“.Allir aldurshópar sameinuðust í mótmælum á Austurvelli á mánudag.Vísir/ErnirSýnir hið rétta eðli stjórnmálamanna Í grein VG er spjallað við fólk af ýmsu tagi; kennara, byggingarmann, leigubílstjóra, innflytjenda, og búðareiganda í miðbænum og það spurt um skoðanir þeirra til viðburða síðustu daga. Flestir þeirra sem talað er við eru á þeirri skoðun að það sé rétt ákvörðun hjá Sigmundi Davíð að hætta en mönnum greinir á um hvort ríkisstjórnin öll eigi að víkja, bara Sigmundur eða allir ráðherrarnir þrír sem hafa verið tengdir við eignir í skattaskjólum vegna Panama-lekans. Allir hafa áhyggjur af því að forsætisráðherra hafi verið bendlaður við aflandsfyrirtæki sem eigi kröfu til föllnu bankanna. „Þetta hefur verið svakalega dramatískt, en maður sá þetta koma,“ segir Sólveig Thoroddsen kennari sem stoppuð var á Austurvelli. „Hann er ekkert vondur, bara heimskur“. „Ég er kominn með nóg af því hvernig stjórnmálamenn okkar stýra landinu,“ segir Brynjar Tómasson byggingarmaður sem er nýfluttur aftur til Íslands frá Noregi. „Svo gerist þetta. Þetta sýnir hið rétta eðli stjórnmálamanna hér. Sigmundur Davíð á að víkja. Það er fáránlegt ef hann ætlar bara að „stíga til hliðar“ tímabundið. Fólkið vill hann burt.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Gylfi Magnússon: Stenst enga skoðun að ríkisstjórnin sitji áfram Fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra Íslands fer í gegnum þau fjögur atriði sem ríkisstjórnin notar sér til stuðnings um áframhaldandi setu út kjörtímabilið og segir það rangt að hún þurfi að sitja svo mánuðum skipti til að klára. 6. apríl 2016 15:32 Ísland í kastljósi erlendra fréttamiðla Ísland hefur verið í kastljósi erlendu heimspressunnar vegna leka Panama-skjalanna og stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og flestir stærstu fjölmiðlar heims greindu ítarlega frá framvindunni á Íslandi í gær. 6. apríl 2016 07:00 Mamma Sigmundar Davíðs: Ósanngjarnt að hann hafi þurft að segja af sér Telur son sinn hafa gert allt rétt í sínu starfi og gert margt gott fyrir land sitt. 6. apríl 2016 15:28 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar halda áfram að fylgjast grannt með þróun mála á pólitíska sviðinu hér á Íslandi. Norska dagblaðið Verdens Gang, eða VG, birti í dag grein þar sem Reykvíkingar út á götu eru teknir tali og spurðir út í forsætisráðherrann fráfarandi. Greinin byrjar á orðunum; „því fleira fólk sem krefst þess að hann víki, því kyrrari situr hann“. Talað er um að ringulreiðin í íslenskri pólitík sé slík að fólk hafi jafnvel ekki vitað hver væri forsætisráðherra landsins í morgun þegar það vaknaði. Rétt svar er auðvitað ennþá Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem á enn eftir að segja formlega af sér þó svo að hann Framsóknarflokkurinn hafi greint frá því að ætli að „stíga til hliðar“.Allir aldurshópar sameinuðust í mótmælum á Austurvelli á mánudag.Vísir/ErnirSýnir hið rétta eðli stjórnmálamanna Í grein VG er spjallað við fólk af ýmsu tagi; kennara, byggingarmann, leigubílstjóra, innflytjenda, og búðareiganda í miðbænum og það spurt um skoðanir þeirra til viðburða síðustu daga. Flestir þeirra sem talað er við eru á þeirri skoðun að það sé rétt ákvörðun hjá Sigmundi Davíð að hætta en mönnum greinir á um hvort ríkisstjórnin öll eigi að víkja, bara Sigmundur eða allir ráðherrarnir þrír sem hafa verið tengdir við eignir í skattaskjólum vegna Panama-lekans. Allir hafa áhyggjur af því að forsætisráðherra hafi verið bendlaður við aflandsfyrirtæki sem eigi kröfu til föllnu bankanna. „Þetta hefur verið svakalega dramatískt, en maður sá þetta koma,“ segir Sólveig Thoroddsen kennari sem stoppuð var á Austurvelli. „Hann er ekkert vondur, bara heimskur“. „Ég er kominn með nóg af því hvernig stjórnmálamenn okkar stýra landinu,“ segir Brynjar Tómasson byggingarmaður sem er nýfluttur aftur til Íslands frá Noregi. „Svo gerist þetta. Þetta sýnir hið rétta eðli stjórnmálamanna hér. Sigmundur Davíð á að víkja. Það er fáránlegt ef hann ætlar bara að „stíga til hliðar“ tímabundið. Fólkið vill hann burt.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Gylfi Magnússon: Stenst enga skoðun að ríkisstjórnin sitji áfram Fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra Íslands fer í gegnum þau fjögur atriði sem ríkisstjórnin notar sér til stuðnings um áframhaldandi setu út kjörtímabilið og segir það rangt að hún þurfi að sitja svo mánuðum skipti til að klára. 6. apríl 2016 15:32 Ísland í kastljósi erlendra fréttamiðla Ísland hefur verið í kastljósi erlendu heimspressunnar vegna leka Panama-skjalanna og stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og flestir stærstu fjölmiðlar heims greindu ítarlega frá framvindunni á Íslandi í gær. 6. apríl 2016 07:00 Mamma Sigmundar Davíðs: Ósanngjarnt að hann hafi þurft að segja af sér Telur son sinn hafa gert allt rétt í sínu starfi og gert margt gott fyrir land sitt. 6. apríl 2016 15:28 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Gylfi Magnússon: Stenst enga skoðun að ríkisstjórnin sitji áfram Fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra Íslands fer í gegnum þau fjögur atriði sem ríkisstjórnin notar sér til stuðnings um áframhaldandi setu út kjörtímabilið og segir það rangt að hún þurfi að sitja svo mánuðum skipti til að klára. 6. apríl 2016 15:32
Ísland í kastljósi erlendra fréttamiðla Ísland hefur verið í kastljósi erlendu heimspressunnar vegna leka Panama-skjalanna og stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og flestir stærstu fjölmiðlar heims greindu ítarlega frá framvindunni á Íslandi í gær. 6. apríl 2016 07:00
Mamma Sigmundar Davíðs: Ósanngjarnt að hann hafi þurft að segja af sér Telur son sinn hafa gert allt rétt í sínu starfi og gert margt gott fyrir land sitt. 6. apríl 2016 15:28