Drögum félagshyggjufánann að húni! Ögmundur Jónasson skrifar 7. apríl 2016 07:00 Ánægjulegt hefur mér þótt hve góð viðbrögðin hafa verið við tveimur greinum sem ég hef nýlega fengið birtar í Fréttablaðinu með því inntaki að mikilvægt sé að vinstri stefna gangi í endurnýjun lífdaganna. Í þessum skrifum benti ég á að samhliða vaxandi gengi nýfrjálshyggjunnar undir aldarlok og í byrjun nýrrar aldar, hafi hinn pólitíski pendúll færst til hægri með þeim afleiðingum að stjórnmálaflokkar og félagslegar hreyfingar, þá einnig verkalýðshreyfingin, hafi færst í þá átt, leitað markaðslausna í stað samfélagslausna eins og áður hafði tíðkast, jafnvel til að ná gamalgrónum félagslegum markmiðum.Þörf á endurmati Formaður Alþýðufylkingarinnar, Þorvaldur Þorvaldsson, segir þetta að vísu vera reginmisskilning, alla vega hljóti hann og hans félagar að vera þarna undanskildir. Í grein sem hann skrifar niður til mín í Fréttablaðið 5. apríl undir fyrirsögninni, „Hvað þykistu vera að reyna að segja, Ögmundur?“, heldur hann því fram að án sín og sinna „sem byggi á því besta úrsögu og reynslu verkalýðssamtaka frá öndverðu“ geti engin endurnýjun lífdaganna orðið hjá vinstri mönnum: „Endurreisn vinstristefnu á Íslandi er óhugsandi án aðkomu Alþýðufylkingarinnar.“ Nú vill svo til að það sem ég „þykist vera að reyna að segja“, svo við höldum okkur við orðalag Þorvaldar, ber ekki að skilja á þann veg að ég sækist eftir því að fela anda minn í hendur tilteknum stjórnmálaflokki eða yfirleitt einhverjum sem telur sig sérstakan handhafa sannleikans. Þvert á móti er ég að hvetja til þess að við reynum öll, hvar á báti sem við erum og hvar í flokki sem við höfum skipað okkur á félagshyggjuvængnum, að endurmeta viðhorf okkar og leiðir sem við veljum til að ná settu marki. Þannig hef ég fagnað útlistunum þeirra Frans páfa og Frosta framsóknarmanns á samfélagsbankahugmyndinni, hvatt til staðfastari varðstöðu um auðlindir og félagslega innviði og viljað aukið lýðræði og gagnsæi. Þorvaldur Þorvaldsson telur mig ekki vera gjaldgengan í þessari umræðu nema ég svari til um gjörðir síðustu ríkisstjórnar og mína framgöngu sjárstaklega enda hafi ég „hvergi dregið af mér“ við að rukka sjúklinga, „meira ennokkru sinni fyrr.“ Allt hafi verið á einn veg, tálsýnir peningahyggjunnar allsráðandi, einkavæðing orkufyrirtækja hafi tekið kipp og samfélagið sett undir auðvaldshælinn og sé ég jafnan hluti af þeim hæl „þegar á þarf að halda.“ Ekki er þetta beinlínis gæfuleg einkunn. Nú vill svo til að Þorvaldur Þorvaldsson er í mínum huga góður og gegn maður og hefur oft reynst ágætur greinandi. Hann má líka eiga það að hafa verið staðfastur baráttumaður sinna sjónarmiða og ekki ætla ég að gera lítið úr Alþýðufylkingunni þar sem hann er í forsvari. En ég vil þó segja, að vilji formaður þess flokks láta taka sig alvarlega þarf hann að byrja á sjálfum sér og fara rétt með í málflutningi sínum.Síðasta kjörtímabil njóti sannmælis Þannig eru það ósannindi að í minni tíð sem heilbrigðisráðherra hafi verið rukkað „meira en nokkru sinni fyrr“. Hið sanna er að á meðal minna fyrstu embættisverka var að snúa til baka ákvörðun forvera míns í embætti um aukna gjaldtöku innan veggja sjúkrahúsanna. Enda hef ég alla mína starfsævi á vettvangi verkalýðshreyfingar og stjórnmálanna sett gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, öfluga innviði og orkufyrirtæki og auðlindir í samfélagseign, í öndvegi. Og það sem meira er, fyrir þessum sjónarmiðum barðist ég á síðasta kjörtímabili einnig. Það er hins vegar rétt að ýmislegt misfórst á þessum erfiðu árum. Í skrifum mínum hef ég horft til þess sem vel var gert á síðasta kjörtímabili, og er þar af mörgu að taka fyrir þá sem vilja láta menn njóta sannmælis, en jafnframt hef ég hvatt til þess að við drögum rétta lærdóma af því sem fór úrskeiðis.Tíðarandinn skiptir máli Ég er þeirrar skoðunar að máli skipti hvernig samfélag hugsar, hver tíðarandinn er. Það skipti máli þegar markaðshyggjan gerðist ágengari í vestrænum þjóðfélögum og þröngvaði sér inn í flesta kima undir aldarlokin, en verst var þó þegar félagslega sinnað fólk hætti að sjá aðrar lausnir á vanda samtíðarinnar en lausnir markaðarins. Þarna liggur hugarfarsbreytingin sem ég er að kalla eftir og hefði ég haldið að þeir, sem telja sig hreina af öllu illu, fögnuðu slíku ákalli. Ágeng markaðshyggja hefur nú fengið að reyna sig í þrjá áratugi með hörmulegum afleiðingum. Nú þurfum við öll, hvar í flokki sem við stöndum en eigum það sameiginlegt að vilja efla jöfnuð og teljum félagslegar lausnir til þessa fallnar, að taka höndum saman og stuðla að því að vinstri stefna gangi í endurnýjun lífdaganna. Fáni félagshyggjunnar hefur verið í hálfa stöng of lengi. Nú þarf allt félagslega sinnað fólk að sameinast um að draga þann fána að húni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ánægjulegt hefur mér þótt hve góð viðbrögðin hafa verið við tveimur greinum sem ég hef nýlega fengið birtar í Fréttablaðinu með því inntaki að mikilvægt sé að vinstri stefna gangi í endurnýjun lífdaganna. Í þessum skrifum benti ég á að samhliða vaxandi gengi nýfrjálshyggjunnar undir aldarlok og í byrjun nýrrar aldar, hafi hinn pólitíski pendúll færst til hægri með þeim afleiðingum að stjórnmálaflokkar og félagslegar hreyfingar, þá einnig verkalýðshreyfingin, hafi færst í þá átt, leitað markaðslausna í stað samfélagslausna eins og áður hafði tíðkast, jafnvel til að ná gamalgrónum félagslegum markmiðum.Þörf á endurmati Formaður Alþýðufylkingarinnar, Þorvaldur Þorvaldsson, segir þetta að vísu vera reginmisskilning, alla vega hljóti hann og hans félagar að vera þarna undanskildir. Í grein sem hann skrifar niður til mín í Fréttablaðið 5. apríl undir fyrirsögninni, „Hvað þykistu vera að reyna að segja, Ögmundur?“, heldur hann því fram að án sín og sinna „sem byggi á því besta úrsögu og reynslu verkalýðssamtaka frá öndverðu“ geti engin endurnýjun lífdaganna orðið hjá vinstri mönnum: „Endurreisn vinstristefnu á Íslandi er óhugsandi án aðkomu Alþýðufylkingarinnar.“ Nú vill svo til að það sem ég „þykist vera að reyna að segja“, svo við höldum okkur við orðalag Þorvaldar, ber ekki að skilja á þann veg að ég sækist eftir því að fela anda minn í hendur tilteknum stjórnmálaflokki eða yfirleitt einhverjum sem telur sig sérstakan handhafa sannleikans. Þvert á móti er ég að hvetja til þess að við reynum öll, hvar á báti sem við erum og hvar í flokki sem við höfum skipað okkur á félagshyggjuvængnum, að endurmeta viðhorf okkar og leiðir sem við veljum til að ná settu marki. Þannig hef ég fagnað útlistunum þeirra Frans páfa og Frosta framsóknarmanns á samfélagsbankahugmyndinni, hvatt til staðfastari varðstöðu um auðlindir og félagslega innviði og viljað aukið lýðræði og gagnsæi. Þorvaldur Þorvaldsson telur mig ekki vera gjaldgengan í þessari umræðu nema ég svari til um gjörðir síðustu ríkisstjórnar og mína framgöngu sjárstaklega enda hafi ég „hvergi dregið af mér“ við að rukka sjúklinga, „meira ennokkru sinni fyrr.“ Allt hafi verið á einn veg, tálsýnir peningahyggjunnar allsráðandi, einkavæðing orkufyrirtækja hafi tekið kipp og samfélagið sett undir auðvaldshælinn og sé ég jafnan hluti af þeim hæl „þegar á þarf að halda.“ Ekki er þetta beinlínis gæfuleg einkunn. Nú vill svo til að Þorvaldur Þorvaldsson er í mínum huga góður og gegn maður og hefur oft reynst ágætur greinandi. Hann má líka eiga það að hafa verið staðfastur baráttumaður sinna sjónarmiða og ekki ætla ég að gera lítið úr Alþýðufylkingunni þar sem hann er í forsvari. En ég vil þó segja, að vilji formaður þess flokks láta taka sig alvarlega þarf hann að byrja á sjálfum sér og fara rétt með í málflutningi sínum.Síðasta kjörtímabil njóti sannmælis Þannig eru það ósannindi að í minni tíð sem heilbrigðisráðherra hafi verið rukkað „meira en nokkru sinni fyrr“. Hið sanna er að á meðal minna fyrstu embættisverka var að snúa til baka ákvörðun forvera míns í embætti um aukna gjaldtöku innan veggja sjúkrahúsanna. Enda hef ég alla mína starfsævi á vettvangi verkalýðshreyfingar og stjórnmálanna sett gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, öfluga innviði og orkufyrirtæki og auðlindir í samfélagseign, í öndvegi. Og það sem meira er, fyrir þessum sjónarmiðum barðist ég á síðasta kjörtímabili einnig. Það er hins vegar rétt að ýmislegt misfórst á þessum erfiðu árum. Í skrifum mínum hef ég horft til þess sem vel var gert á síðasta kjörtímabili, og er þar af mörgu að taka fyrir þá sem vilja láta menn njóta sannmælis, en jafnframt hef ég hvatt til þess að við drögum rétta lærdóma af því sem fór úrskeiðis.Tíðarandinn skiptir máli Ég er þeirrar skoðunar að máli skipti hvernig samfélag hugsar, hver tíðarandinn er. Það skipti máli þegar markaðshyggjan gerðist ágengari í vestrænum þjóðfélögum og þröngvaði sér inn í flesta kima undir aldarlokin, en verst var þó þegar félagslega sinnað fólk hætti að sjá aðrar lausnir á vanda samtíðarinnar en lausnir markaðarins. Þarna liggur hugarfarsbreytingin sem ég er að kalla eftir og hefði ég haldið að þeir, sem telja sig hreina af öllu illu, fögnuðu slíku ákalli. Ágeng markaðshyggja hefur nú fengið að reyna sig í þrjá áratugi með hörmulegum afleiðingum. Nú þurfum við öll, hvar í flokki sem við stöndum en eigum það sameiginlegt að vilja efla jöfnuð og teljum félagslegar lausnir til þessa fallnar, að taka höndum saman og stuðla að því að vinstri stefna gangi í endurnýjun lífdaganna. Fáni félagshyggjunnar hefur verið í hálfa stöng of lengi. Nú þarf allt félagslega sinnað fólk að sameinast um að draga þann fána að húni.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun