Hefur skilað sér þúsundfalt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2016 06:00 Karen Helga Díönudóttir, fyrirliði kvennaliðs Hauka í handbolta, varð í gær fyrsta Haukakonan til að taka við bikar síðan Hanna Guðrún Stefánsdóttir tók við deildarmeistaratitlinum sjö árum áður. Fréttablaðið/ernir Það var gleðistund á Ásvöllum í gærkvöldi þegar Haukakonur tóku við fyrsta bikar kvennahandboltaliðs félagsins í sjö ár eftir tólf marka sigur á HK í lokaumferðinni. Fram fyrir liðið gekk hin 23 ára gamla Karen Helga Díönudóttir og upplifði langþráða stund fyrir sig og stóran hóp liðsfélaganna sem höfðu hjálpað Haukaliðinu á leiðinni sinni frá botninum upp á topp Olís-deildarinnar á þremur árum.Vorum eiginlega á botninum „Þetta er rosaflott skref. Félagið er búið að vinna grimmt að þessu í fimm ár eða síðan við byrjuðum í uppbyggingu og vorum eiginlega á botninum. Það var sett upp fimm ára plan og það er að standast. Planið var að vera í baráttu um titlana og það er enn þá betra að landa einum,“ sagði Karen Helga Díönudóttir, fyrirliði Haukaliðsins. Hinn 25. febrúar tapaði Haukaliðið undanúrslitaleik í bikar eftir tvíframlengdan leik á móti Gróttu. Tapið var sárt en lærdómsríkt að sögn fyrirliðans. „Það var erfitt beint eftir leikinn en eftir hann kom ekki til greina að tapa þessum titli líka. Okkur fannst við með þann leik því við gátum oft klárað hann á þessum 80 mínútum. Við gerðum það ekki og því þurftum við að fara yfir það hjá okkur af hverju við vorum ekki að ná að klára hann sem skilaði sér síðan þegar mest á reyndi í deildinni,“ segir Karen Helga. Einum mánuði síðar fór Haukaliðið í heimsókn til Gróttu og vann þriggja marka sigur á Nesinu. Sá sigur átti eftir að ráða mjög miklu í baráttunni um deildarmeistaratitilinn og heimavallarrétt út úrslitakeppnina. „Það skilaði sér þessi vinna sem við unnum eftir undanúrslitaleikinn,“ segir Karen.Ómetanleg reynsla Það kom ekki til greina hjá henni að yfirgefa Haukaliðið þegar verst gekk. „Við sem erum uppaldar vissum af þessu markmiði. Þetta var erfitt á vissum stundum, enda erfitt að vera að tapa með tuttugu mörkum. Þá hugsaði maður sig um hvað maður væri að gera í þessu en þegar maður lítur til baka í dag þá sér maður að þessi reynsla, að fara frá botninum á toppinn, er ómetanleg. Það er ekki hægt að skipta henni út fyrir neitt. Ég sé ekki eftir því að hafa haldið þetta út,“ segir Karen. Haukar höfðu ekki unnið titil síðan 2009, en nú líkt og þá voru þær með Ramune Pekarskyte innanborðs. Ramune kom aftur til Hauka fyrir þetta tímabil.Vill að öllum líði vel „Hún er algjör fengur. Hún er bara Haukastelpa eins og við allar. Hún gerir þetta með hjartanu og er líka með það mikla reynslu að hún hjálpar öllum í kringum sig,“segir Karen og hrósar Ramune sem liðsmanni. „Eins góð og hún er þá er það ekki hennar afstaða að vera stjarnan í liðinu. Hún vill að öllum líði vel og að það sé liðsheild. Það hefur skilað sér þúsundfalt,“ segir Karen. Deildarkeppnin endar mjög vel fyrir Karen en það byrjaði þó ekki vel. „Ég datt úr olnbogaliði strax í fyrsta leik og var frá í tvo mánuði. Það var mjög erfitt,“ segir Karen. Það hafði líka sín áhrif, því þegar hún kom til baka var Haukaliðið bara í fimmta sæti deildarinnar. „Við settum okkur markmið fyrir áramót að vera meðal fjögurra efstu og við enduðum í fjórða sæti eftir fyrri hlutann. Svo settumst við aftur niður og ætluðum okkur aðeins meira. Það gekk upp,“ segir Karen. Lykillinn? „Það hefur aldrei verið neitt vesen og allir á sömu blaðsíðu. Það eru allar að stefna á það sama sem er mjög flott. Maður kemst ekki mikið áfram án þess að vera með liðsheild,“ segir Karen.Ekki margar sem höfðu unnið „Það er langþráð fyrir flestar í liðinu að vinna þennan titil því það eru ekki margar í þessu liði sem hafa unnið titil áður,“ sagði Karen sem hefur verið fyrirliði liðsins í nokkur ár þrátt fyrir að vera ekki gömul. „Ég tók við fyrirliðahlutverkinu tiltölulega snemma í þessari uppbyggingu og það er skemmtileg reynsla. Það er svo mikil liðsheild að það er ekki mjög erfitt hlutverk og ekki mikið um vesen sem maður þarf að takast á við,“ segir Karen.Þjálfarinn er mikill sóknargúrú Óskar Ármannsson tók við þjálfun Haukaliðsins fyrir þetta tímabil. „Það koma alltaf nýjar áherslur með öllum þjálfurum. Hann er mikill sóknargúrú og hefur farið mikið yfir sóknarleikinn hjá okkur. Svo fylgir líka vörnin með og mér finnst hún ekki búin að vera síðri. Hann er búinn að fara mikið yfir þetta hjá okkur og við erum búnar að læra helling,“ segir Karen. Haukar urðu Íslandsmeistarar kvenna í fimmta skiptið á tíu árum vorið 2005 en síðan hefur sá stóri ekki komið í hús. „Haukar eru toppfélag og hefur oft og lengi verið með kvennahandboltann á toppnum. Það var leiðinlegt að vera ekki að standa undir því. Það er bara gull að vera komnar aftur þangað,“ sagði Karen. Deildameistaratitilinn er þó aðeins byrjunin hjá liðinu. „Við erum alveg enn þá á jörðinni og ætlum okkur meira í þessu móti. Núna er bara að byrja nýtt mót. Þegar maður gerir hlutina ekki hundrað prósent þá er maður ekki að fara að afreka neitt,“ sagði Karen að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild kvenna Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Það var gleðistund á Ásvöllum í gærkvöldi þegar Haukakonur tóku við fyrsta bikar kvennahandboltaliðs félagsins í sjö ár eftir tólf marka sigur á HK í lokaumferðinni. Fram fyrir liðið gekk hin 23 ára gamla Karen Helga Díönudóttir og upplifði langþráða stund fyrir sig og stóran hóp liðsfélaganna sem höfðu hjálpað Haukaliðinu á leiðinni sinni frá botninum upp á topp Olís-deildarinnar á þremur árum.Vorum eiginlega á botninum „Þetta er rosaflott skref. Félagið er búið að vinna grimmt að þessu í fimm ár eða síðan við byrjuðum í uppbyggingu og vorum eiginlega á botninum. Það var sett upp fimm ára plan og það er að standast. Planið var að vera í baráttu um titlana og það er enn þá betra að landa einum,“ sagði Karen Helga Díönudóttir, fyrirliði Haukaliðsins. Hinn 25. febrúar tapaði Haukaliðið undanúrslitaleik í bikar eftir tvíframlengdan leik á móti Gróttu. Tapið var sárt en lærdómsríkt að sögn fyrirliðans. „Það var erfitt beint eftir leikinn en eftir hann kom ekki til greina að tapa þessum titli líka. Okkur fannst við með þann leik því við gátum oft klárað hann á þessum 80 mínútum. Við gerðum það ekki og því þurftum við að fara yfir það hjá okkur af hverju við vorum ekki að ná að klára hann sem skilaði sér síðan þegar mest á reyndi í deildinni,“ segir Karen Helga. Einum mánuði síðar fór Haukaliðið í heimsókn til Gróttu og vann þriggja marka sigur á Nesinu. Sá sigur átti eftir að ráða mjög miklu í baráttunni um deildarmeistaratitilinn og heimavallarrétt út úrslitakeppnina. „Það skilaði sér þessi vinna sem við unnum eftir undanúrslitaleikinn,“ segir Karen.Ómetanleg reynsla Það kom ekki til greina hjá henni að yfirgefa Haukaliðið þegar verst gekk. „Við sem erum uppaldar vissum af þessu markmiði. Þetta var erfitt á vissum stundum, enda erfitt að vera að tapa með tuttugu mörkum. Þá hugsaði maður sig um hvað maður væri að gera í þessu en þegar maður lítur til baka í dag þá sér maður að þessi reynsla, að fara frá botninum á toppinn, er ómetanleg. Það er ekki hægt að skipta henni út fyrir neitt. Ég sé ekki eftir því að hafa haldið þetta út,“ segir Karen. Haukar höfðu ekki unnið titil síðan 2009, en nú líkt og þá voru þær með Ramune Pekarskyte innanborðs. Ramune kom aftur til Hauka fyrir þetta tímabil.Vill að öllum líði vel „Hún er algjör fengur. Hún er bara Haukastelpa eins og við allar. Hún gerir þetta með hjartanu og er líka með það mikla reynslu að hún hjálpar öllum í kringum sig,“segir Karen og hrósar Ramune sem liðsmanni. „Eins góð og hún er þá er það ekki hennar afstaða að vera stjarnan í liðinu. Hún vill að öllum líði vel og að það sé liðsheild. Það hefur skilað sér þúsundfalt,“ segir Karen. Deildarkeppnin endar mjög vel fyrir Karen en það byrjaði þó ekki vel. „Ég datt úr olnbogaliði strax í fyrsta leik og var frá í tvo mánuði. Það var mjög erfitt,“ segir Karen. Það hafði líka sín áhrif, því þegar hún kom til baka var Haukaliðið bara í fimmta sæti deildarinnar. „Við settum okkur markmið fyrir áramót að vera meðal fjögurra efstu og við enduðum í fjórða sæti eftir fyrri hlutann. Svo settumst við aftur niður og ætluðum okkur aðeins meira. Það gekk upp,“ segir Karen. Lykillinn? „Það hefur aldrei verið neitt vesen og allir á sömu blaðsíðu. Það eru allar að stefna á það sama sem er mjög flott. Maður kemst ekki mikið áfram án þess að vera með liðsheild,“ segir Karen.Ekki margar sem höfðu unnið „Það er langþráð fyrir flestar í liðinu að vinna þennan titil því það eru ekki margar í þessu liði sem hafa unnið titil áður,“ sagði Karen sem hefur verið fyrirliði liðsins í nokkur ár þrátt fyrir að vera ekki gömul. „Ég tók við fyrirliðahlutverkinu tiltölulega snemma í þessari uppbyggingu og það er skemmtileg reynsla. Það er svo mikil liðsheild að það er ekki mjög erfitt hlutverk og ekki mikið um vesen sem maður þarf að takast á við,“ segir Karen.Þjálfarinn er mikill sóknargúrú Óskar Ármannsson tók við þjálfun Haukaliðsins fyrir þetta tímabil. „Það koma alltaf nýjar áherslur með öllum þjálfurum. Hann er mikill sóknargúrú og hefur farið mikið yfir sóknarleikinn hjá okkur. Svo fylgir líka vörnin með og mér finnst hún ekki búin að vera síðri. Hann er búinn að fara mikið yfir þetta hjá okkur og við erum búnar að læra helling,“ segir Karen. Haukar urðu Íslandsmeistarar kvenna í fimmta skiptið á tíu árum vorið 2005 en síðan hefur sá stóri ekki komið í hús. „Haukar eru toppfélag og hefur oft og lengi verið með kvennahandboltann á toppnum. Það var leiðinlegt að vera ekki að standa undir því. Það er bara gull að vera komnar aftur þangað,“ sagði Karen. Deildameistaratitilinn er þó aðeins byrjunin hjá liðinu. „Við erum alveg enn þá á jörðinni og ætlum okkur meira í þessu móti. Núna er bara að byrja nýtt mót. Þegar maður gerir hlutina ekki hundrað prósent þá er maður ekki að fara að afreka neitt,“ sagði Karen að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild kvenna Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira