Veðmálafíkn leikmanna bitnar á frammistöðunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. apríl 2016 08:45 Vísir/Getty Áhyggjur sem leikmenn hafa af töpuðum fjárhæðum í veðmálaleikjum bitnar á frammistöðu þeirra í leikjum en þetta er fullyrt í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem eru til umfjöllunar í enskum fjölmiðlum í dag. Þetta nær til leikmanna í ensku úrvalsdeildinni en fyrir aðeins fáeinum dögum var greint frá því að Martin Demichelis, varnarmaður Manchester City, hafi brotið reglur enska knattspyrnusambandsins um að veðja á leiki. Demichelis viðurkenndi brot sitt. Í rannsókninni var rætt við 34 núverandi og fyrrum atvinnumenn í knattspyrnu en þeirra á meðal voru landslismenn, leikmenn í ensku úrvalsdeildinni og neðri deildum. „Leikmenn gátu ekki staðið undir þeim væntingum sem gert er til þeirra sem leiðir til þess að veðmálastarfsemi þeirra er illa liðin innan liðsins,“ sagði Graeme Law, doktorsnemi við háskólann í Chester sem framkvæmdi rannsóknina. Sjá einnig: Demichelis kærður vegna veðmála Meðal þess sem kemur fram í rannsókninni eru frásagnir leikmanna af veðmálum og áhrifum þeirra á frammistöðu þeirra inni á vellinum. Margir spila á netinu en það er einnig algengt að leikmenn spili póker í rútunni á leiðinni á völlinn þar sem háar fjárhæðir eru í húfi. „Á leiðinni á völlinn tapaði hann tveimur þúsund pundum [350 þúsund kr.] og hann var bara átján ára. Hann átti hræðilegan leik,“ sagði einn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni um liðsfélaga sinn. Margir leikmenn nota veðmálin til að drepa tímann eða draga úr leiðindum. Einn knattspyrnustjóri sagði í rannsókninni að hann hefði reynt að banna spil í rútum en að það hafi einfaldlega ekki virkað. Fjöldi leikmanna kannast við það að spila í rútum eða á hótelum til að drepa tímann en hjá mörgum leiðir það til þess að leikmenn taki þátt í veðmálaleikjum á netinu, sem auki vandann. „Það er veðmálamenning í knattspyrnunni og ef maður lendir í klónum þá getur það orðið mjög hættulegt,“ sagði einn knattspyrnumannanna í rannsókninni. Enski boltinn Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Fleiri fréttir Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Sjá meira
Áhyggjur sem leikmenn hafa af töpuðum fjárhæðum í veðmálaleikjum bitnar á frammistöðu þeirra í leikjum en þetta er fullyrt í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem eru til umfjöllunar í enskum fjölmiðlum í dag. Þetta nær til leikmanna í ensku úrvalsdeildinni en fyrir aðeins fáeinum dögum var greint frá því að Martin Demichelis, varnarmaður Manchester City, hafi brotið reglur enska knattspyrnusambandsins um að veðja á leiki. Demichelis viðurkenndi brot sitt. Í rannsókninni var rætt við 34 núverandi og fyrrum atvinnumenn í knattspyrnu en þeirra á meðal voru landslismenn, leikmenn í ensku úrvalsdeildinni og neðri deildum. „Leikmenn gátu ekki staðið undir þeim væntingum sem gert er til þeirra sem leiðir til þess að veðmálastarfsemi þeirra er illa liðin innan liðsins,“ sagði Graeme Law, doktorsnemi við háskólann í Chester sem framkvæmdi rannsóknina. Sjá einnig: Demichelis kærður vegna veðmála Meðal þess sem kemur fram í rannsókninni eru frásagnir leikmanna af veðmálum og áhrifum þeirra á frammistöðu þeirra inni á vellinum. Margir spila á netinu en það er einnig algengt að leikmenn spili póker í rútunni á leiðinni á völlinn þar sem háar fjárhæðir eru í húfi. „Á leiðinni á völlinn tapaði hann tveimur þúsund pundum [350 þúsund kr.] og hann var bara átján ára. Hann átti hræðilegan leik,“ sagði einn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni um liðsfélaga sinn. Margir leikmenn nota veðmálin til að drepa tímann eða draga úr leiðindum. Einn knattspyrnustjóri sagði í rannsókninni að hann hefði reynt að banna spil í rútum en að það hafi einfaldlega ekki virkað. Fjöldi leikmanna kannast við það að spila í rútum eða á hótelum til að drepa tímann en hjá mörgum leiðir það til þess að leikmenn taki þátt í veðmálaleikjum á netinu, sem auki vandann. „Það er veðmálamenning í knattspyrnunni og ef maður lendir í klónum þá getur það orðið mjög hættulegt,“ sagði einn knattspyrnumannanna í rannsókninni.
Enski boltinn Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Fleiri fréttir Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Sjá meira