Veðmálafíkn leikmanna bitnar á frammistöðunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. apríl 2016 08:45 Vísir/Getty Áhyggjur sem leikmenn hafa af töpuðum fjárhæðum í veðmálaleikjum bitnar á frammistöðu þeirra í leikjum en þetta er fullyrt í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem eru til umfjöllunar í enskum fjölmiðlum í dag. Þetta nær til leikmanna í ensku úrvalsdeildinni en fyrir aðeins fáeinum dögum var greint frá því að Martin Demichelis, varnarmaður Manchester City, hafi brotið reglur enska knattspyrnusambandsins um að veðja á leiki. Demichelis viðurkenndi brot sitt. Í rannsókninni var rætt við 34 núverandi og fyrrum atvinnumenn í knattspyrnu en þeirra á meðal voru landslismenn, leikmenn í ensku úrvalsdeildinni og neðri deildum. „Leikmenn gátu ekki staðið undir þeim væntingum sem gert er til þeirra sem leiðir til þess að veðmálastarfsemi þeirra er illa liðin innan liðsins,“ sagði Graeme Law, doktorsnemi við háskólann í Chester sem framkvæmdi rannsóknina. Sjá einnig: Demichelis kærður vegna veðmála Meðal þess sem kemur fram í rannsókninni eru frásagnir leikmanna af veðmálum og áhrifum þeirra á frammistöðu þeirra inni á vellinum. Margir spila á netinu en það er einnig algengt að leikmenn spili póker í rútunni á leiðinni á völlinn þar sem háar fjárhæðir eru í húfi. „Á leiðinni á völlinn tapaði hann tveimur þúsund pundum [350 þúsund kr.] og hann var bara átján ára. Hann átti hræðilegan leik,“ sagði einn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni um liðsfélaga sinn. Margir leikmenn nota veðmálin til að drepa tímann eða draga úr leiðindum. Einn knattspyrnustjóri sagði í rannsókninni að hann hefði reynt að banna spil í rútum en að það hafi einfaldlega ekki virkað. Fjöldi leikmanna kannast við það að spila í rútum eða á hótelum til að drepa tímann en hjá mörgum leiðir það til þess að leikmenn taki þátt í veðmálaleikjum á netinu, sem auki vandann. „Það er veðmálamenning í knattspyrnunni og ef maður lendir í klónum þá getur það orðið mjög hættulegt,“ sagði einn knattspyrnumannanna í rannsókninni. Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Áhyggjur sem leikmenn hafa af töpuðum fjárhæðum í veðmálaleikjum bitnar á frammistöðu þeirra í leikjum en þetta er fullyrt í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem eru til umfjöllunar í enskum fjölmiðlum í dag. Þetta nær til leikmanna í ensku úrvalsdeildinni en fyrir aðeins fáeinum dögum var greint frá því að Martin Demichelis, varnarmaður Manchester City, hafi brotið reglur enska knattspyrnusambandsins um að veðja á leiki. Demichelis viðurkenndi brot sitt. Í rannsókninni var rætt við 34 núverandi og fyrrum atvinnumenn í knattspyrnu en þeirra á meðal voru landslismenn, leikmenn í ensku úrvalsdeildinni og neðri deildum. „Leikmenn gátu ekki staðið undir þeim væntingum sem gert er til þeirra sem leiðir til þess að veðmálastarfsemi þeirra er illa liðin innan liðsins,“ sagði Graeme Law, doktorsnemi við háskólann í Chester sem framkvæmdi rannsóknina. Sjá einnig: Demichelis kærður vegna veðmála Meðal þess sem kemur fram í rannsókninni eru frásagnir leikmanna af veðmálum og áhrifum þeirra á frammistöðu þeirra inni á vellinum. Margir spila á netinu en það er einnig algengt að leikmenn spili póker í rútunni á leiðinni á völlinn þar sem háar fjárhæðir eru í húfi. „Á leiðinni á völlinn tapaði hann tveimur þúsund pundum [350 þúsund kr.] og hann var bara átján ára. Hann átti hræðilegan leik,“ sagði einn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni um liðsfélaga sinn. Margir leikmenn nota veðmálin til að drepa tímann eða draga úr leiðindum. Einn knattspyrnustjóri sagði í rannsókninni að hann hefði reynt að banna spil í rútum en að það hafi einfaldlega ekki virkað. Fjöldi leikmanna kannast við það að spila í rútum eða á hótelum til að drepa tímann en hjá mörgum leiðir það til þess að leikmenn taki þátt í veðmálaleikjum á netinu, sem auki vandann. „Það er veðmálamenning í knattspyrnunni og ef maður lendir í klónum þá getur það orðið mjög hættulegt,“ sagði einn knattspyrnumannanna í rannsókninni.
Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira