Lilja Alfreðsdóttir verður utanríkisráðherra Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 7. apríl 2016 09:59 Lilja Alfreðsdóttir verður utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar. vísir/gva Lilja Alfreðsdóttir verður utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem tekur við í dag og verður undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar. Þetta herma heimildir fréttastofu. Gunnar Bragi Sveinsson, núverandi utanríkisráðherra, verður sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, en nýtt ráðuneyti Sigurðar Inga verður að öðru leyti eins og ráðuneyti fráfarandi forsætisráðherra eftir því sem fréttastofa kemst næst. Búið er að boða til ríkisráðsfunda á Bessastöðum í dag, annars vegar klukkan 14 og hins vegar klukkan 15. Á þeim fyrri mun ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar láta af störfum og á þeim síðari mun ráðuneyti Sigurðar Inga taka við.Hver er Lilja Alfreðsdóttir? Nýr utanríkisráðherra er alþjóðahagfræðingur að mennt. Hún hefur undanfarin ár starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri á skrifstofu seðlabankastjóra og alþjóðasamskipta í Seðlabanka Íslands. Þá var hún ráðin tímabundið sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu, eða frá 2014 til 2015.Sjá einnig: Svipmynd Markaðarins af Lilju Alfreðsdóttur Lilja hefur unnið í Seðlabanka Íslands frá árinu 2001 og starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri frá 2005. Einnig starfaði hún hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington DC frá 2010 til 2013. Hún er með meistaragráðu frá Columbia University í alþjóðahagfræði og BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún kom til starfa í forsætisráðuneytinu á grundvelli tímabundins vistaskiptasamnings við Seðlabanka Íslands og var í leyfi frá bankanum á meðan samningurinn varði.Sjá einnig: Heimsýn orðin hornkerling í Framsóknarflokknum Lilja er fædd 4.október 1973. Hún er gift Magnúsi Óskari Hafsteinssyni, hagfræðingi í fjármálaráðuneytinu og eiga þau tvö börn. Hún hefur verið flokksbundinn framsóknarmaður um árabil og er dóttir Alfreðs Þorsteinssonar fyrrum borgarfulltrúa flokksins og hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Hún er mikið félagsmálatröll, og sat meðal annars í stjórn Evrópusamtakanna, en ver frítíma sínum oftast í bústað í eigu fjölskyldunnar í Biskupstungum. Í svipmynd Markaðarins haustið 2014 þegar Lilja tók við sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu nefndi hún fjölskylduna sína, skokk og stangveiði sem áhugamál sín. Fimleikar komu einnig til tals og sú staðreynd að Lilja þjálfaði fimleika síðasta vetur. „Svo finnst mér mjög gaman að lesa bækur. Ég var einmitt að klára bókina Flash Boys eftir Michael Lewis sem fjallar um verðbréfaviðskipti á Wall Street.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Boðað til ríkisráðsfunda í dag Fundirnir verða klukkan 14 og 15. 7. apríl 2016 09:47 Unnur Brá: „Það voru bara allir kostir slæmir í þessari stöðu“ Lilja Alfreðsdóttir nýr ráðherra. Kosningar í haust. Nýtt vantraust frá stjórnarandstöðunni. Ósætti er innan stjórnarflokkanna um niðurstöðuna. Ekki var kosið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 7. apríl 2016 07:00 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir verður utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem tekur við í dag og verður undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar. Þetta herma heimildir fréttastofu. Gunnar Bragi Sveinsson, núverandi utanríkisráðherra, verður sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, en nýtt ráðuneyti Sigurðar Inga verður að öðru leyti eins og ráðuneyti fráfarandi forsætisráðherra eftir því sem fréttastofa kemst næst. Búið er að boða til ríkisráðsfunda á Bessastöðum í dag, annars vegar klukkan 14 og hins vegar klukkan 15. Á þeim fyrri mun ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar láta af störfum og á þeim síðari mun ráðuneyti Sigurðar Inga taka við.Hver er Lilja Alfreðsdóttir? Nýr utanríkisráðherra er alþjóðahagfræðingur að mennt. Hún hefur undanfarin ár starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri á skrifstofu seðlabankastjóra og alþjóðasamskipta í Seðlabanka Íslands. Þá var hún ráðin tímabundið sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu, eða frá 2014 til 2015.Sjá einnig: Svipmynd Markaðarins af Lilju Alfreðsdóttur Lilja hefur unnið í Seðlabanka Íslands frá árinu 2001 og starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri frá 2005. Einnig starfaði hún hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington DC frá 2010 til 2013. Hún er með meistaragráðu frá Columbia University í alþjóðahagfræði og BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún kom til starfa í forsætisráðuneytinu á grundvelli tímabundins vistaskiptasamnings við Seðlabanka Íslands og var í leyfi frá bankanum á meðan samningurinn varði.Sjá einnig: Heimsýn orðin hornkerling í Framsóknarflokknum Lilja er fædd 4.október 1973. Hún er gift Magnúsi Óskari Hafsteinssyni, hagfræðingi í fjármálaráðuneytinu og eiga þau tvö börn. Hún hefur verið flokksbundinn framsóknarmaður um árabil og er dóttir Alfreðs Þorsteinssonar fyrrum borgarfulltrúa flokksins og hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Hún er mikið félagsmálatröll, og sat meðal annars í stjórn Evrópusamtakanna, en ver frítíma sínum oftast í bústað í eigu fjölskyldunnar í Biskupstungum. Í svipmynd Markaðarins haustið 2014 þegar Lilja tók við sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu nefndi hún fjölskylduna sína, skokk og stangveiði sem áhugamál sín. Fimleikar komu einnig til tals og sú staðreynd að Lilja þjálfaði fimleika síðasta vetur. „Svo finnst mér mjög gaman að lesa bækur. Ég var einmitt að klára bókina Flash Boys eftir Michael Lewis sem fjallar um verðbréfaviðskipti á Wall Street.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Boðað til ríkisráðsfunda í dag Fundirnir verða klukkan 14 og 15. 7. apríl 2016 09:47 Unnur Brá: „Það voru bara allir kostir slæmir í þessari stöðu“ Lilja Alfreðsdóttir nýr ráðherra. Kosningar í haust. Nýtt vantraust frá stjórnarandstöðunni. Ósætti er innan stjórnarflokkanna um niðurstöðuna. Ekki var kosið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 7. apríl 2016 07:00 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Sjá meira
Unnur Brá: „Það voru bara allir kostir slæmir í þessari stöðu“ Lilja Alfreðsdóttir nýr ráðherra. Kosningar í haust. Nýtt vantraust frá stjórnarandstöðunni. Ósætti er innan stjórnarflokkanna um niðurstöðuna. Ekki var kosið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 7. apríl 2016 07:00