Lilja Alfreðsdóttir verður utanríkisráðherra Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 7. apríl 2016 09:59 Lilja Alfreðsdóttir verður utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar. vísir/gva Lilja Alfreðsdóttir verður utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem tekur við í dag og verður undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar. Þetta herma heimildir fréttastofu. Gunnar Bragi Sveinsson, núverandi utanríkisráðherra, verður sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, en nýtt ráðuneyti Sigurðar Inga verður að öðru leyti eins og ráðuneyti fráfarandi forsætisráðherra eftir því sem fréttastofa kemst næst. Búið er að boða til ríkisráðsfunda á Bessastöðum í dag, annars vegar klukkan 14 og hins vegar klukkan 15. Á þeim fyrri mun ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar láta af störfum og á þeim síðari mun ráðuneyti Sigurðar Inga taka við.Hver er Lilja Alfreðsdóttir? Nýr utanríkisráðherra er alþjóðahagfræðingur að mennt. Hún hefur undanfarin ár starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri á skrifstofu seðlabankastjóra og alþjóðasamskipta í Seðlabanka Íslands. Þá var hún ráðin tímabundið sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu, eða frá 2014 til 2015.Sjá einnig: Svipmynd Markaðarins af Lilju Alfreðsdóttur Lilja hefur unnið í Seðlabanka Íslands frá árinu 2001 og starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri frá 2005. Einnig starfaði hún hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington DC frá 2010 til 2013. Hún er með meistaragráðu frá Columbia University í alþjóðahagfræði og BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún kom til starfa í forsætisráðuneytinu á grundvelli tímabundins vistaskiptasamnings við Seðlabanka Íslands og var í leyfi frá bankanum á meðan samningurinn varði.Sjá einnig: Heimsýn orðin hornkerling í Framsóknarflokknum Lilja er fædd 4.október 1973. Hún er gift Magnúsi Óskari Hafsteinssyni, hagfræðingi í fjármálaráðuneytinu og eiga þau tvö börn. Hún hefur verið flokksbundinn framsóknarmaður um árabil og er dóttir Alfreðs Þorsteinssonar fyrrum borgarfulltrúa flokksins og hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Hún er mikið félagsmálatröll, og sat meðal annars í stjórn Evrópusamtakanna, en ver frítíma sínum oftast í bústað í eigu fjölskyldunnar í Biskupstungum. Í svipmynd Markaðarins haustið 2014 þegar Lilja tók við sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu nefndi hún fjölskylduna sína, skokk og stangveiði sem áhugamál sín. Fimleikar komu einnig til tals og sú staðreynd að Lilja þjálfaði fimleika síðasta vetur. „Svo finnst mér mjög gaman að lesa bækur. Ég var einmitt að klára bókina Flash Boys eftir Michael Lewis sem fjallar um verðbréfaviðskipti á Wall Street.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Boðað til ríkisráðsfunda í dag Fundirnir verða klukkan 14 og 15. 7. apríl 2016 09:47 Unnur Brá: „Það voru bara allir kostir slæmir í þessari stöðu“ Lilja Alfreðsdóttir nýr ráðherra. Kosningar í haust. Nýtt vantraust frá stjórnarandstöðunni. Ósætti er innan stjórnarflokkanna um niðurstöðuna. Ekki var kosið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 7. apríl 2016 07:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir verður utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem tekur við í dag og verður undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar. Þetta herma heimildir fréttastofu. Gunnar Bragi Sveinsson, núverandi utanríkisráðherra, verður sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, en nýtt ráðuneyti Sigurðar Inga verður að öðru leyti eins og ráðuneyti fráfarandi forsætisráðherra eftir því sem fréttastofa kemst næst. Búið er að boða til ríkisráðsfunda á Bessastöðum í dag, annars vegar klukkan 14 og hins vegar klukkan 15. Á þeim fyrri mun ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar láta af störfum og á þeim síðari mun ráðuneyti Sigurðar Inga taka við.Hver er Lilja Alfreðsdóttir? Nýr utanríkisráðherra er alþjóðahagfræðingur að mennt. Hún hefur undanfarin ár starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri á skrifstofu seðlabankastjóra og alþjóðasamskipta í Seðlabanka Íslands. Þá var hún ráðin tímabundið sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu, eða frá 2014 til 2015.Sjá einnig: Svipmynd Markaðarins af Lilju Alfreðsdóttur Lilja hefur unnið í Seðlabanka Íslands frá árinu 2001 og starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri frá 2005. Einnig starfaði hún hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington DC frá 2010 til 2013. Hún er með meistaragráðu frá Columbia University í alþjóðahagfræði og BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún kom til starfa í forsætisráðuneytinu á grundvelli tímabundins vistaskiptasamnings við Seðlabanka Íslands og var í leyfi frá bankanum á meðan samningurinn varði.Sjá einnig: Heimsýn orðin hornkerling í Framsóknarflokknum Lilja er fædd 4.október 1973. Hún er gift Magnúsi Óskari Hafsteinssyni, hagfræðingi í fjármálaráðuneytinu og eiga þau tvö börn. Hún hefur verið flokksbundinn framsóknarmaður um árabil og er dóttir Alfreðs Þorsteinssonar fyrrum borgarfulltrúa flokksins og hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Hún er mikið félagsmálatröll, og sat meðal annars í stjórn Evrópusamtakanna, en ver frítíma sínum oftast í bústað í eigu fjölskyldunnar í Biskupstungum. Í svipmynd Markaðarins haustið 2014 þegar Lilja tók við sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu nefndi hún fjölskylduna sína, skokk og stangveiði sem áhugamál sín. Fimleikar komu einnig til tals og sú staðreynd að Lilja þjálfaði fimleika síðasta vetur. „Svo finnst mér mjög gaman að lesa bækur. Ég var einmitt að klára bókina Flash Boys eftir Michael Lewis sem fjallar um verðbréfaviðskipti á Wall Street.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Boðað til ríkisráðsfunda í dag Fundirnir verða klukkan 14 og 15. 7. apríl 2016 09:47 Unnur Brá: „Það voru bara allir kostir slæmir í þessari stöðu“ Lilja Alfreðsdóttir nýr ráðherra. Kosningar í haust. Nýtt vantraust frá stjórnarandstöðunni. Ósætti er innan stjórnarflokkanna um niðurstöðuna. Ekki var kosið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 7. apríl 2016 07:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Unnur Brá: „Það voru bara allir kostir slæmir í þessari stöðu“ Lilja Alfreðsdóttir nýr ráðherra. Kosningar í haust. Nýtt vantraust frá stjórnarandstöðunni. Ósætti er innan stjórnarflokkanna um niðurstöðuna. Ekki var kosið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 7. apríl 2016 07:00