Innlent

Aukafréttatími Stöðvar tvö í beinni frá Bessastöðum klukkan 13.45

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Sigmundur fékk þvert nei við erindi sínu á fundi á Bessastöðum á þriðjudag. Fróðlegt verður að sjá hvernig fundur þeirra Ólafs Ragnars fer í dag.
Sigmundur fékk þvert nei við erindi sínu á fundi á Bessastöðum á þriðjudag. Fróðlegt verður að sjá hvernig fundur þeirra Ólafs Ragnars fer í dag. vísir/Anton
Fréttastofa Stöðvar 2 fylgist með gangi mála á Bessastöðum í beinni útsendingu klukkan tvö í dag. Vísir sýnir frá beinu útsendingunni hér á vefnum.

Boðað hefur verið til tveggja ríkisráðsfunda í dag. Fyrri hefst klukkan tvö og mun þá sitjandi ríkisstjórn láta af störfum. Á síðari fundinum tekur ný ríkisstjórn við undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar varaformanns Framsóknarflokksins.

Styr hefur staðið um ríkisstjórnina á undanförnum vikum sem náði hápunkti síðastliðna helgi þegar Panama-skjölin voru birt opinberlega. Eins og heimsbyggðinni er kunnugt voru Íslendingar áberandi í skjölunum og hefur kastljósið sér í lagi beinst að ráðherrum sitjandi ríkisstjórnar; forsætisráðherranum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fjármála- og efnahagsráðherra Bjarna Benediktssyni og innanríkisráðherranum Ólöfu Nordal. Sigmundur Davíð hefur sagt af sér vegna málsins og mun formleg afsögn hans fara fram klukkan tvö.

Uppfært: Útsendingunni er lokið og fréttatíminn er aðgengilegur í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×