Heimsýn orðin hornkerling í Framsóknarflokknum Jakob Bjarnar skrifar 7. apríl 2016 11:03 Engin vil ég hornkerling vera. Lilja er tekin fram fyrir Heimsýnarfólkið Vigdísi og Ásmund Einar. Ef reynt er að rýna í það hvaða sögn felst í nýrri ráðherraskipan, má segja að Evrópuandstæðingar hafi verið hornsettir meðan Lilja Dögg Alfreðsdóttir, yfirlýstur Evrópusinni, er nú orðin utanríkisráðherra. Utanríkisráðuneytið þykir eitt hið mikilvægasta og í gegnum tíðina hafa gjarnan valist í það formenn Stjórnmalaflokka, svo sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og Halldór Ásgrímsson heitinn, þá formaður Framsóknarflokksins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir sat í stjórn Evrópusamtakanna. Yfirlýst stefna Framsóknarflokksins, eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók þar við völdum, hefur hins vegar verið eindregin og hatrömm andstaða við aðild að Evrópusambandinu. Þar hafa farið fyrir flokki tveir virkir Heimsýnarmenn, þau Vigdís Hauksdóttir og Ásmundur Einar Daðason. Vigdís hefur lýst því yfir að hún sé afar ósátt við að enn hafi verið gengið fram hjá henni þegar ráðherralið Framsóknar er valið. „Engin vil ég hornkerling vera,“ segir í Njálu; bókinni sem guðfaðir Vigdísar í pólitíkinni, Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins kann utan bókar. Óvíst er hvernig honum hugnast þróun mála. Vigdís er ósátt og vitnar með merkingarþrungnum hætti í stjörnuspá Moggans á Facebooksíðu sinni: „Að gengisfella sjálfan sig er glæpur.“Forspár ÖssurHugsanlega eru menn að rýna of mikið í þetta, þó þarna megi vissulega greina þætti og það að visst óðagot einkennir atburðarrás undanfarinna daga. Hins vegar er það svo að Össur Skarphéðinsson þingmaður, þaulreyndur refur á sviði stjórnmálanna, sá þetta fyrir í Facebookfærslu sem hann birti fyrir hálfum sólarhring, áður en fyrir lá að Lilja yrði utanríkisráðherra og kallaði „Evrópusinnum bætist liðsauki“. Össur er einmitt, meðal annars, fyrrverandi utanríkisráðherra.Ef einhver kann að rýna í hin pólitísku spil, og fléttur á vettvangi stjórnmálanna, heitir sá maður Össur Skarphéðinsson.Vísir„Svo geta þeir sem spá í gang pólitískra himintungla velt fyrir sér hvort það boði breytta tíma að ný forysta Framsóknar skuli taka fyrrverandi forystukonu úr Evrópusamtökunum fram fyrir Ásmund Einar og Vigdísi Hauksdóttur - tvo fyrrverandi formenn Heimsýnar.“Lífsvon Gunnars BragaEn, Össur bendir á aðrar skýringar á því á því að mál æxluðust með þessum hætti, þó ekki skýri það hvers vegna gengið er fram hjá Vigdísi og Ásmundi Einari, en Gunnar Bragi er nú orðinn Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Þetta er mikilvægt embætti nú þegar til stendur, meðal annars, að fullljúka búvörusamningi og hafa fingur á ýmsum einkavæðingaráformum. „Gunnar Bragi Sveinsson eygir lífsvon í kjördæminu eftir þriggja ára fjarveru í útlöndum með því að krónprins flokksins, Ásmundi Einari Daðasyni, þingflokksformanni, var að þessu sinni haldið utan ríkisstjórnar. Fyrir Gunnar Braga væri vitlegast í stöðunni að sækjast eftir atvinnumálaráðuneytinu, gefa Lilju eftir utanríkisráðuneytið, og nota síðustu mánuðina til að styrkja stöðu sína heima fyrir gagnvart Ásmundi Einari.“Evrópusinnum bætist liðsaukiÞað er söguleg kaldhæðni að síðasta verk Sigmundar Davíðs áður en örlögin feykja honum úr...Posted by Össur Skarphéðinsson on 6. apríl 2016 Panama-skjölin Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Ef reynt er að rýna í það hvaða sögn felst í nýrri ráðherraskipan, má segja að Evrópuandstæðingar hafi verið hornsettir meðan Lilja Dögg Alfreðsdóttir, yfirlýstur Evrópusinni, er nú orðin utanríkisráðherra. Utanríkisráðuneytið þykir eitt hið mikilvægasta og í gegnum tíðina hafa gjarnan valist í það formenn Stjórnmalaflokka, svo sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og Halldór Ásgrímsson heitinn, þá formaður Framsóknarflokksins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir sat í stjórn Evrópusamtakanna. Yfirlýst stefna Framsóknarflokksins, eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók þar við völdum, hefur hins vegar verið eindregin og hatrömm andstaða við aðild að Evrópusambandinu. Þar hafa farið fyrir flokki tveir virkir Heimsýnarmenn, þau Vigdís Hauksdóttir og Ásmundur Einar Daðason. Vigdís hefur lýst því yfir að hún sé afar ósátt við að enn hafi verið gengið fram hjá henni þegar ráðherralið Framsóknar er valið. „Engin vil ég hornkerling vera,“ segir í Njálu; bókinni sem guðfaðir Vigdísar í pólitíkinni, Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins kann utan bókar. Óvíst er hvernig honum hugnast þróun mála. Vigdís er ósátt og vitnar með merkingarþrungnum hætti í stjörnuspá Moggans á Facebooksíðu sinni: „Að gengisfella sjálfan sig er glæpur.“Forspár ÖssurHugsanlega eru menn að rýna of mikið í þetta, þó þarna megi vissulega greina þætti og það að visst óðagot einkennir atburðarrás undanfarinna daga. Hins vegar er það svo að Össur Skarphéðinsson þingmaður, þaulreyndur refur á sviði stjórnmálanna, sá þetta fyrir í Facebookfærslu sem hann birti fyrir hálfum sólarhring, áður en fyrir lá að Lilja yrði utanríkisráðherra og kallaði „Evrópusinnum bætist liðsauki“. Össur er einmitt, meðal annars, fyrrverandi utanríkisráðherra.Ef einhver kann að rýna í hin pólitísku spil, og fléttur á vettvangi stjórnmálanna, heitir sá maður Össur Skarphéðinsson.Vísir„Svo geta þeir sem spá í gang pólitískra himintungla velt fyrir sér hvort það boði breytta tíma að ný forysta Framsóknar skuli taka fyrrverandi forystukonu úr Evrópusamtökunum fram fyrir Ásmund Einar og Vigdísi Hauksdóttur - tvo fyrrverandi formenn Heimsýnar.“Lífsvon Gunnars BragaEn, Össur bendir á aðrar skýringar á því á því að mál æxluðust með þessum hætti, þó ekki skýri það hvers vegna gengið er fram hjá Vigdísi og Ásmundi Einari, en Gunnar Bragi er nú orðinn Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Þetta er mikilvægt embætti nú þegar til stendur, meðal annars, að fullljúka búvörusamningi og hafa fingur á ýmsum einkavæðingaráformum. „Gunnar Bragi Sveinsson eygir lífsvon í kjördæminu eftir þriggja ára fjarveru í útlöndum með því að krónprins flokksins, Ásmundi Einari Daðasyni, þingflokksformanni, var að þessu sinni haldið utan ríkisstjórnar. Fyrir Gunnar Braga væri vitlegast í stöðunni að sækjast eftir atvinnumálaráðuneytinu, gefa Lilju eftir utanríkisráðuneytið, og nota síðustu mánuðina til að styrkja stöðu sína heima fyrir gagnvart Ásmundi Einari.“Evrópusinnum bætist liðsaukiÞað er söguleg kaldhæðni að síðasta verk Sigmundar Davíðs áður en örlögin feykja honum úr...Posted by Össur Skarphéðinsson on 6. apríl 2016
Panama-skjölin Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira