Hlátur á þingi þegar Bjarni sagði Árna Pál persónugera umræðuna Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. apríl 2016 11:20 Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag. Vísir/Pjetur „Við erum að upplifa fordæmalausa stöðu í íslenskum stjórnmálum. Og kastljós umheimsins beinist að Íslandi með öðrum hætti en dæmi eru um í þeirri sögu. Sérstaða Íslands er að við höfum forystumenn í stjórnmálum sem hafa átt viðskipti í skattaskjólum,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, við upphaf þingfundar í dag. Þingfundurinn hófst klukkan ellefu og var tvöfaldur óundirbúinn fyrirspurnartími á dagskrá. Fyrir svörum standa fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra. Vænta má að skattaskjólsumræða síðustu daga og boðun nýrrar ríkisstjórnar verði aðalumræðuefni þingfundar. „Það er þung ábyrgð sem hvílir á forystumönnum ríkisstjórnar við þessar aðstæður,“ sagði Árni og þótti ljóst að ekki hefðu forystumenn staðið undir þeirri ábyrgð. „Hvernig getur hann fundið það út að hann sé rétti maðurinn í að leiða vinnuna í að endurreisa heiður Íslands á alþjóðavettvangi?“ spurði Árni og beindi spurningu sinni til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins.Fullyrti að Árni Páll hugsi aðeins um eigin hagsmuni Bjarni Benediktsson sakaði Árna Pál Árnason í kjölfarið um að vera einungis að bjarga eigin skinni með kröfu sinni og stjórnarandstöðunnar um kosningar strax. Upphófust þá frammíköll í Alþingissal. Bjarni sagði Árna Pál ekki gera greinarmun á þeim sem stunda heiðarleg alþjóðleg viðskipti og þá sem geyma fé sitt í skattaskjólum. Í kjölfarið gerði hann að umtalsefni sínu fyrrverandi störf Árna Páls. „Hvernig var það þegar hann var bankaráðsmaður í Búnaðarbankanum og stjórn bankans ákvað að opna útibú í Lúxemborg?“ spurði Bjarni og sagði Árna Pál þannig hafa lagt grunn að ýmsum gagnrýniverðum viðskiptum bankans í Lúxemborg. Árni Páll sagði í kjölfarið skýrt hvernig fjármálaráðherra kysi að bregðast við aðstæðum og lýsti því sem hann væri að atast áfram eins og naut í flagi. „Nafn mitt er ekki í Panama-skjölunum. Ég átti ekki fyrirtæki á Seychelles-eyjum,“ sagði Árni Páll í kjölfarið. „Hvers vegna er hann að ata alla aðra auri í staðinn fyrir að hreinsa orðstír Íslands?“ spurði Árni. Bjarni gagnrýndi í svari sínu Árna Pál fyrir að persónugera umræðuna. Þegar hann lét þessi orð fallast heyrðist hlátur úr þingsalnum. Panama-skjölin Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira
„Við erum að upplifa fordæmalausa stöðu í íslenskum stjórnmálum. Og kastljós umheimsins beinist að Íslandi með öðrum hætti en dæmi eru um í þeirri sögu. Sérstaða Íslands er að við höfum forystumenn í stjórnmálum sem hafa átt viðskipti í skattaskjólum,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, við upphaf þingfundar í dag. Þingfundurinn hófst klukkan ellefu og var tvöfaldur óundirbúinn fyrirspurnartími á dagskrá. Fyrir svörum standa fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra. Vænta má að skattaskjólsumræða síðustu daga og boðun nýrrar ríkisstjórnar verði aðalumræðuefni þingfundar. „Það er þung ábyrgð sem hvílir á forystumönnum ríkisstjórnar við þessar aðstæður,“ sagði Árni og þótti ljóst að ekki hefðu forystumenn staðið undir þeirri ábyrgð. „Hvernig getur hann fundið það út að hann sé rétti maðurinn í að leiða vinnuna í að endurreisa heiður Íslands á alþjóðavettvangi?“ spurði Árni og beindi spurningu sinni til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins.Fullyrti að Árni Páll hugsi aðeins um eigin hagsmuni Bjarni Benediktsson sakaði Árna Pál Árnason í kjölfarið um að vera einungis að bjarga eigin skinni með kröfu sinni og stjórnarandstöðunnar um kosningar strax. Upphófust þá frammíköll í Alþingissal. Bjarni sagði Árna Pál ekki gera greinarmun á þeim sem stunda heiðarleg alþjóðleg viðskipti og þá sem geyma fé sitt í skattaskjólum. Í kjölfarið gerði hann að umtalsefni sínu fyrrverandi störf Árna Páls. „Hvernig var það þegar hann var bankaráðsmaður í Búnaðarbankanum og stjórn bankans ákvað að opna útibú í Lúxemborg?“ spurði Bjarni og sagði Árna Pál þannig hafa lagt grunn að ýmsum gagnrýniverðum viðskiptum bankans í Lúxemborg. Árni Páll sagði í kjölfarið skýrt hvernig fjármálaráðherra kysi að bregðast við aðstæðum og lýsti því sem hann væri að atast áfram eins og naut í flagi. „Nafn mitt er ekki í Panama-skjölunum. Ég átti ekki fyrirtæki á Seychelles-eyjum,“ sagði Árni Páll í kjölfarið. „Hvers vegna er hann að ata alla aðra auri í staðinn fyrir að hreinsa orðstír Íslands?“ spurði Árni. Bjarni gagnrýndi í svari sínu Árna Pál fyrir að persónugera umræðuna. Þegar hann lét þessi orð fallast heyrðist hlátur úr þingsalnum.
Panama-skjölin Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira