Segir engan frið munu nást fyrr en rödd þjóðarinnar hljómar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. apríl 2016 12:38 Össur Skarphéðinsson vill frið meðal þjóðarinnar. Vísir/Vilhelm Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist sammála Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokks, um að ganga þurfi tafarlaust til kosninga. Hann benti á að ekki hefði verið hægt að ræða vantrauststillögu vegna upplausnar á Alþingi. Þetta kom fram á þingfundi á Alþingi sem hófst klukkan 11 í morgun. Umræðan hverfist um ástandið í samfélaginu eftir að í ljós kom að forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innanríkisráðherra voru nefnd í Panama-skjölunum. „Háttvirtur fjármála- og efnahagsráðherra sagði að trúnaðarbresturinn væri í reynd eitthvað sem líkja mætti við eldgos og hamfarir,“ sagði Össur og tók undir þau orð. Hann sagði í kjölfarið að ekki væri hægt að ná friði nema með því að láta rödd þjóðarinnar hljóma. Össur telur að það „eigi að láta þjóðina ráða úrslitum um það í kosningum, sem verða haldnar sem fyrst, hvort að þessi ríkisstjórn haldi áfram eða hvort hún verði sett á haugana.“ Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, kom á eftir Össuri í pontu og sagðist viss um að eina ástæðan fyrir því að stjórnarflokkarnir vildu ekki ganga til kosninga strax væri vegna þess að forystumennirnir vildu bíða eftir því að reiði almennings myndi dvína. Brynhildur Pétursdóttir gagnrýndi það hversu langan tíma það tók Framsóknarflokkinn að bregðast við kröfum almennings um afsögn forsætisráðherra. Hún sagðist óttast foringjadýrkun flokksins og sagði slíka dýrkun hættulega. Nefndi hún meðvirkni í þessu samhengi. Panama-skjölin Tengdar fréttir Áhöld um hvort loforð Bjarna um kosningar standist Sé sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar skoðuð, að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafaþing, út frá reglum þingskapa og fjárlaggerðar er óvíst hvort hægt sé að blása til kosninga fyrr en næsta vetur, í fyrsta lagi. Betra hefði verið að nefna dagsetningu. 7. apríl 2016 12:12 Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Þingmaður Vinstri grænna segir þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 7. apríl 2016 12:33 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist sammála Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokks, um að ganga þurfi tafarlaust til kosninga. Hann benti á að ekki hefði verið hægt að ræða vantrauststillögu vegna upplausnar á Alþingi. Þetta kom fram á þingfundi á Alþingi sem hófst klukkan 11 í morgun. Umræðan hverfist um ástandið í samfélaginu eftir að í ljós kom að forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innanríkisráðherra voru nefnd í Panama-skjölunum. „Háttvirtur fjármála- og efnahagsráðherra sagði að trúnaðarbresturinn væri í reynd eitthvað sem líkja mætti við eldgos og hamfarir,“ sagði Össur og tók undir þau orð. Hann sagði í kjölfarið að ekki væri hægt að ná friði nema með því að láta rödd þjóðarinnar hljóma. Össur telur að það „eigi að láta þjóðina ráða úrslitum um það í kosningum, sem verða haldnar sem fyrst, hvort að þessi ríkisstjórn haldi áfram eða hvort hún verði sett á haugana.“ Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, kom á eftir Össuri í pontu og sagðist viss um að eina ástæðan fyrir því að stjórnarflokkarnir vildu ekki ganga til kosninga strax væri vegna þess að forystumennirnir vildu bíða eftir því að reiði almennings myndi dvína. Brynhildur Pétursdóttir gagnrýndi það hversu langan tíma það tók Framsóknarflokkinn að bregðast við kröfum almennings um afsögn forsætisráðherra. Hún sagðist óttast foringjadýrkun flokksins og sagði slíka dýrkun hættulega. Nefndi hún meðvirkni í þessu samhengi.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Áhöld um hvort loforð Bjarna um kosningar standist Sé sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar skoðuð, að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafaþing, út frá reglum þingskapa og fjárlaggerðar er óvíst hvort hægt sé að blása til kosninga fyrr en næsta vetur, í fyrsta lagi. Betra hefði verið að nefna dagsetningu. 7. apríl 2016 12:12 Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Þingmaður Vinstri grænna segir þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 7. apríl 2016 12:33 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Áhöld um hvort loforð Bjarna um kosningar standist Sé sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar skoðuð, að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafaþing, út frá reglum þingskapa og fjárlaggerðar er óvíst hvort hægt sé að blása til kosninga fyrr en næsta vetur, í fyrsta lagi. Betra hefði verið að nefna dagsetningu. 7. apríl 2016 12:12
Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Þingmaður Vinstri grænna segir þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 7. apríl 2016 12:33