Segir Gylfa að fara oftar út fyrir skólalóðina Birgir Örn Steinarsson skrifar 7. apríl 2016 14:08 Gylfi og Brynjar eru ósammála um hvort það skipti máli hver sé við stjórnvölinn þegar komi að afnámum gjaldeyrishafta. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, gagnrýnir Gylfa Magnússon, fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra og dósent við Háskóla Íslands, harðlega á Facebook síðu sinni og segir að hann eigi að fara oftar út af skólalóðinni. Í gær fór Gylfi yfir fjögur af þeim málum sem ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og Framsóknarflokks hefur notað sér til stuðnings fyrir áframhaldandi setu og segir það ekki standast skoðun að þeir þurfi að sitja svo mánuðum skipti vegna þeirra. Fyrsta mál á dagskrá hjá honum var afnám gjaldeyrishafta en hann benti á að útboð vegna aflandskróna sé á dagskrá núna í vor, að engin mótstæða sé frá stjórnarandstöðu og að málið sé í forræði Seðlabankans. Því skipti því ekki öllu hver sitji í ríkisstjórn þegar komi að því að klára málið.Ekki búið að leggja fram öll nauðsynleg frumvörpBrynjar Níelsson heldur því þó fram að Gylfi sé a misskilja málið. „Til að upplýsa Gylfa þá er ekki búið að leggja fram öll nauðsynleg frumvörp í þinginu til að aflétta höftunum,“ skrifar Brynjar í pistli sínum. „Einnig að í aðgerðum sem þessum þarf að taka pólitískar ákvarðanir og hafa pólitíska forystu svo þau verði til lykta leidd. En þetta skilja kannski ekki menn sem sjaldan fara út fyrir skólalóðina.“ Hér má lesa færslu Brynjars í heild sinni;„Gylfi Magnússonar, fyrrum efnahags og viðskiptaráðherra, og dósent í hagfræði, skrifaði pistil þar sem hann upplýsti þjóðina að þessi nauðaómerkilega aðgerð að afnema gjaldeyrishöftin væri nú bara afgreiðslu mál Seðlabankans og hefði ekkert með stjórnmálin að gera. Nú skilur maður af hverju ekkert gerðist í þessum gjaldeyrishaftamálum í tíð síðustu ríkisstjórnar.Til upplýsinga fyrir Gylfa þá er ekki búið að leggja fram öll nauðsynleg frumvörp í þinginu til að aflétta höftunum. Einnig að í aðgerðum sem þessum þarf að taka pólitískar ákvarðanir og hafa pólitíska forystu svo þau verði til lykta leidd. En þetta skilja kannski ekki menn sem sjaldan fara út fyrir skólalóðina.Þegar fræðimenn við hagfræðisdeild Háskóla Íslands senda frá sér skrif af þessu tagi er ástæða til að að hafa áhyggjur. Nú bíð ég bara eftir að Þorvaldur Gylfason skrifi nýjar greinar um siðleysi þjóðarinnar að vilja ekki greiða skuldir einkaaðila. Kannski gætu samkennarar hans, Gylfi og Þórólfur, verið meðhöfundar.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Gylfi Magnússon: Stenst enga skoðun að ríkisstjórnin sitji áfram Fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra Íslands fer í gegnum þau fjögur atriði sem ríkisstjórnin notar sér til stuðnings um áframhaldandi setu út kjörtímabilið og segir það rangt að hún þurfi að sitja svo mánuðum skipti til að klára. 6. apríl 2016 15:32 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Brynjar Níelsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, gagnrýnir Gylfa Magnússon, fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra og dósent við Háskóla Íslands, harðlega á Facebook síðu sinni og segir að hann eigi að fara oftar út af skólalóðinni. Í gær fór Gylfi yfir fjögur af þeim málum sem ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og Framsóknarflokks hefur notað sér til stuðnings fyrir áframhaldandi setu og segir það ekki standast skoðun að þeir þurfi að sitja svo mánuðum skipti vegna þeirra. Fyrsta mál á dagskrá hjá honum var afnám gjaldeyrishafta en hann benti á að útboð vegna aflandskróna sé á dagskrá núna í vor, að engin mótstæða sé frá stjórnarandstöðu og að málið sé í forræði Seðlabankans. Því skipti því ekki öllu hver sitji í ríkisstjórn þegar komi að því að klára málið.Ekki búið að leggja fram öll nauðsynleg frumvörpBrynjar Níelsson heldur því þó fram að Gylfi sé a misskilja málið. „Til að upplýsa Gylfa þá er ekki búið að leggja fram öll nauðsynleg frumvörp í þinginu til að aflétta höftunum,“ skrifar Brynjar í pistli sínum. „Einnig að í aðgerðum sem þessum þarf að taka pólitískar ákvarðanir og hafa pólitíska forystu svo þau verði til lykta leidd. En þetta skilja kannski ekki menn sem sjaldan fara út fyrir skólalóðina.“ Hér má lesa færslu Brynjars í heild sinni;„Gylfi Magnússonar, fyrrum efnahags og viðskiptaráðherra, og dósent í hagfræði, skrifaði pistil þar sem hann upplýsti þjóðina að þessi nauðaómerkilega aðgerð að afnema gjaldeyrishöftin væri nú bara afgreiðslu mál Seðlabankans og hefði ekkert með stjórnmálin að gera. Nú skilur maður af hverju ekkert gerðist í þessum gjaldeyrishaftamálum í tíð síðustu ríkisstjórnar.Til upplýsinga fyrir Gylfa þá er ekki búið að leggja fram öll nauðsynleg frumvörp í þinginu til að aflétta höftunum. Einnig að í aðgerðum sem þessum þarf að taka pólitískar ákvarðanir og hafa pólitíska forystu svo þau verði til lykta leidd. En þetta skilja kannski ekki menn sem sjaldan fara út fyrir skólalóðina.Þegar fræðimenn við hagfræðisdeild Háskóla Íslands senda frá sér skrif af þessu tagi er ástæða til að að hafa áhyggjur. Nú bíð ég bara eftir að Þorvaldur Gylfason skrifi nýjar greinar um siðleysi þjóðarinnar að vilja ekki greiða skuldir einkaaðila. Kannski gætu samkennarar hans, Gylfi og Þórólfur, verið meðhöfundar.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Gylfi Magnússon: Stenst enga skoðun að ríkisstjórnin sitji áfram Fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra Íslands fer í gegnum þau fjögur atriði sem ríkisstjórnin notar sér til stuðnings um áframhaldandi setu út kjörtímabilið og segir það rangt að hún þurfi að sitja svo mánuðum skipti til að klára. 6. apríl 2016 15:32 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Gylfi Magnússon: Stenst enga skoðun að ríkisstjórnin sitji áfram Fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra Íslands fer í gegnum þau fjögur atriði sem ríkisstjórnin notar sér til stuðnings um áframhaldandi setu út kjörtímabilið og segir það rangt að hún þurfi að sitja svo mánuðum skipti til að klára. 6. apríl 2016 15:32