Sigmundur Davíð: „Voru embættismennirnir með töskurnar mættir?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. apríl 2016 14:16 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra, mætir á Bessastaði í dag. vísir/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra, mætti nú rétt í þessu á ríkisráðsfund á Bessastöðum þar sem hann mun biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Nokkuð vel lá á Sigmundi þegar hann mætti blaðamönnum á tröppunum á Bessastöðum en aðspurður hvernig honum litist á að vera að hætta sagði hann: „Ég spjalla kannski betur við ykkur á eftir en má ég spyrja ykkur um eitt: Voru embættismennirnir með töskurnar mættir?“ Fáar töskur hafa vakið jafn mikla athygli og ríkisráðstaskan svokallaða sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, nefndi sem sönnun fyrir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefði óskað formlega eftir þingrofi við sig á fundi sem þeir áttu saman í hádeginu á Bessastöðum á þriðjudag. Vísir sendi fyrirspurn til Ragnhildar Arnljótsdóttur, ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins, þar sem spurt var út í viðkomandi ríkisráðstösku en hún sagði ekki til sérstaka tösku í forsætisráðuneytinu sem merkt er eða einkennd sem „ríkisráðstaska“. Hins vegar segir hún tvær skjalatöskur þó til í ráðuneytinu sem meðal annars eru notaðar til að bera skjöl til undirritunar forseta en ekki er vitað hvaða taska var tekin með á þriðjudaginn eða í dag. Sigmundur Davíð sagði síðan að það væri fín tilfinning að vera að hætta. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, laumaðist inn á Bessastaði og framhjá blaðamönnum á meðan þeir ræddu við Gunnar Braga Sveinsson, fráfarandi utanríkisráðherra, og ræddi því ekki við fréttamenn. Panama-skjölin Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra, mætti nú rétt í þessu á ríkisráðsfund á Bessastöðum þar sem hann mun biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Nokkuð vel lá á Sigmundi þegar hann mætti blaðamönnum á tröppunum á Bessastöðum en aðspurður hvernig honum litist á að vera að hætta sagði hann: „Ég spjalla kannski betur við ykkur á eftir en má ég spyrja ykkur um eitt: Voru embættismennirnir með töskurnar mættir?“ Fáar töskur hafa vakið jafn mikla athygli og ríkisráðstaskan svokallaða sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, nefndi sem sönnun fyrir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefði óskað formlega eftir þingrofi við sig á fundi sem þeir áttu saman í hádeginu á Bessastöðum á þriðjudag. Vísir sendi fyrirspurn til Ragnhildar Arnljótsdóttur, ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins, þar sem spurt var út í viðkomandi ríkisráðstösku en hún sagði ekki til sérstaka tösku í forsætisráðuneytinu sem merkt er eða einkennd sem „ríkisráðstaska“. Hins vegar segir hún tvær skjalatöskur þó til í ráðuneytinu sem meðal annars eru notaðar til að bera skjöl til undirritunar forseta en ekki er vitað hvaða taska var tekin með á þriðjudaginn eða í dag. Sigmundur Davíð sagði síðan að það væri fín tilfinning að vera að hætta. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, laumaðist inn á Bessastaði og framhjá blaðamönnum á meðan þeir ræddu við Gunnar Braga Sveinsson, fráfarandi utanríkisráðherra, og ræddi því ekki við fréttamenn.
Panama-skjölin Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira