Jæja-hópurinn fundaði með forseta Íslands Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. apríl 2016 15:17 Jæja-hópurinn hefur staðið fyrir fjölmennum mótmælum á Austurvelli. Vísir/Facebook-síða Jæja-hópsins Nokkrir meðlimir Jæja hópsins, sem standa fyrir mótmælum á Austurvelli í dag, funduðu með forseta Íslands í hádeginu í dag til að fara yfir stöðuna í stjórnmálum þessa dagana. Þetta segir á Facebook-síðu Jæja-hópsins í færslu sem birtist fyrir stundu. „Hópurinn reyndi að túlka vilja mótmælenda eftir bestu getu og miðla honum til forseta eins milliliðalaust og hægt er. Fundurinn varði í klukkustund og fór forseti yfir stöðuna eins og hún birtist honum og hópurinn kom sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir í færslunni. Hópurinn stóð fyrir einum fjölmennustu mótmælum sögunnar á mánudag þegar um tuttugu þúsund manns mættu á Austurvöll, og í nágrenni hans, til þess að krefjast afsagnar forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans. Í kjölfarið sagði Sigmundur Davíð af sér en aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir að þeir hyggist ekki láta af embætti. Fjögur þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli í dag. Hér má nálgast upplýsingar. „Hópurinn lagði áherslu á að yfirskrift og krafa mótmælanna sé „Kosningar strax” og að ráðamenn hafi hvorki svarað þeirri ósk almennings, né kröfunni um bætt siðferði og hvernig þeir hyggjast ná trausti þjóðarinnar á ný eftir atburði undanfarinna daga. Það er von hópsins að fundurinn, sem og aðrar aðgerðir hans og annara mótmælenda, verði til þess að lýðræðislegum kröfum þjóðarinnar verði mætt án tafar.“ Ólafur Ragnar Grímsson forseti neitaði beiðni Sigmundar Davíðs um þingrof á mánudag og vakti það mikla athygli þjóðarinnar og fjölmiðla. Sagði hann ekki liggja skýrt fyrir hvort stuðningur til þess lægi fyrir hjá meirihluta þings.Nokkrir meðlimir Jæja hópsins, sem staðið hafa fyrir mótmælum á Austurvelli undanfarna daga, funduðu með forseta Íslands...Posted by Jæja on Thursday, April 7, 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur Ragnar fagnaði undirskriftarsöfnuninni gegn Sigmundi Davíð Með undirskriftarlistanum er þess jafnframt krafist að boðað verði til kosninga strax. 7. apríl 2016 13:42 Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Þingmaður Vinstri grænna segir þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 7. apríl 2016 12:33 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Nokkrir meðlimir Jæja hópsins, sem standa fyrir mótmælum á Austurvelli í dag, funduðu með forseta Íslands í hádeginu í dag til að fara yfir stöðuna í stjórnmálum þessa dagana. Þetta segir á Facebook-síðu Jæja-hópsins í færslu sem birtist fyrir stundu. „Hópurinn reyndi að túlka vilja mótmælenda eftir bestu getu og miðla honum til forseta eins milliliðalaust og hægt er. Fundurinn varði í klukkustund og fór forseti yfir stöðuna eins og hún birtist honum og hópurinn kom sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir í færslunni. Hópurinn stóð fyrir einum fjölmennustu mótmælum sögunnar á mánudag þegar um tuttugu þúsund manns mættu á Austurvöll, og í nágrenni hans, til þess að krefjast afsagnar forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans. Í kjölfarið sagði Sigmundur Davíð af sér en aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir að þeir hyggist ekki láta af embætti. Fjögur þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli í dag. Hér má nálgast upplýsingar. „Hópurinn lagði áherslu á að yfirskrift og krafa mótmælanna sé „Kosningar strax” og að ráðamenn hafi hvorki svarað þeirri ósk almennings, né kröfunni um bætt siðferði og hvernig þeir hyggjast ná trausti þjóðarinnar á ný eftir atburði undanfarinna daga. Það er von hópsins að fundurinn, sem og aðrar aðgerðir hans og annara mótmælenda, verði til þess að lýðræðislegum kröfum þjóðarinnar verði mætt án tafar.“ Ólafur Ragnar Grímsson forseti neitaði beiðni Sigmundar Davíðs um þingrof á mánudag og vakti það mikla athygli þjóðarinnar og fjölmiðla. Sagði hann ekki liggja skýrt fyrir hvort stuðningur til þess lægi fyrir hjá meirihluta þings.Nokkrir meðlimir Jæja hópsins, sem staðið hafa fyrir mótmælum á Austurvelli undanfarna daga, funduðu með forseta Íslands...Posted by Jæja on Thursday, April 7, 2016
Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur Ragnar fagnaði undirskriftarsöfnuninni gegn Sigmundi Davíð Með undirskriftarlistanum er þess jafnframt krafist að boðað verði til kosninga strax. 7. apríl 2016 13:42 Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Þingmaður Vinstri grænna segir þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 7. apríl 2016 12:33 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Ólafur Ragnar fagnaði undirskriftarsöfnuninni gegn Sigmundi Davíð Með undirskriftarlistanum er þess jafnframt krafist að boðað verði til kosninga strax. 7. apríl 2016 13:42
Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Þingmaður Vinstri grænna segir þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 7. apríl 2016 12:33