„Mér sýnist að það séu tíu manns mættir,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar hann var spurður út í mótmæli fyrir utan Bessastaði í dag í viðtali á RÚV.
Ráðherrann var spurður hvað honum fyndist um mótmælin.
„Ég tek eftir því að hér eru nokkrir mættir til að mótmæla og þannig gerist þetta í lýðræðissamfélögum.“
Hann var þá spurður hvort honum fyndist þetta kannski ekki mikil mótmæli.
„Ja, hvað finnst þér?“
Fréttamaður RÚV sagðist þá vera að spyrja hann.
„Já, eigum við að telja?“
„Já, teldu.“
„Mér sýnist að það séu tíu manns mættir,“ svaraði Bjarni og fór að því búnu inn í bíl.
Um 20 manns mættu til að mótmæla við Bessastaði í dag þar sem fram fóru tveir ríkisráðsfundir klukkan 14 og klukkan 15. Á þeim fyrri var ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar leyst frá störfum og á þeim síðari tók ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar við völdum.
Bjarni Benediktsson gaf lítið fyrir mótmælin við Bessastaði
Tengdar fréttir
Löggan tók lúður af mótmælanda á Bessastöðum
Ómar Ómarsson fær lúðurinn sinn ekki fyrr en á morgun.
Sigurður Ingi orðinn forsætisráðherra Íslands
Ríkisráðsfundi lauk rétt fyrir fjögur í dag.
Mótmæla á Bessastöðum
Um 20 mótmælendur eru nú mættir á Bessastaði.