Clinton og Sanders takast á um New York Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. apríl 2016 23:30 Aukin harka hefur færst í kosningabaráttu Demókrata eftir góða siglingu Bernie Sanders að undanförnu. Vísir/Getty Aukin harka hefur færst í kosningabaráttuna á milli Hillary Clinton og Bernie Sanders síðustu daga. Framundan eru mikilvægar forkosningar í New York-ríki. Kosningar Demókrata í New York-ríki fara fram 19. apríl næstkomandi og er Clinton með um níu prósenta forskot á Sanders samkvæmt skoðanakönnunum Huffington Post líkt og sjá má hér að neðan. Clinton er talin sigurstranglegri sem forsetaefni Demókrata og var kominn í góða stöðu. Sanders hefur þó sótt verulega á að undanförnu og hefur hann unnið síðustu sex af sjö forkosningum sem haldnar hafa verið. Það hefur gert það að verkum að skyndilega eru forkosningarnar í New York-ríki orðnar gríðarlega mikilvægar fyrir báða frambjóðendur en þar eru alls 291 kjörmenn í boði. Vegna þess hefur aukin harka færst í kosningabaráttuna og hafa skotin gengið á milli herbúða Clinton og Sanders.Sanders nýtir sér Panama-lekann Sanders hefur einblínt á þær uppljóstranir sem komið hafa fram í Panama-skjölunum og hefur hann tengt þau við fríverslunarsamning Bandaríkjanna við Panama sem gerður var árið 2012. „Ég held að forsetaframbjóðandi geti ekki talist hæfur ef hann studdi fríverslunarsamninginn við Panama,“ sagði Sanders áður en að hann bætti við að hann hefði ávallt staðið á móti honum. Clinton hefur hinsvegar hamrað á því að undanförnu að Sanders muni aldrei geta staðið við þau loforð sem hann hefur gefið í kosningabaráttunni. „Maður á ekki að gefa loforð sem maður getur ekki efnt,“ sagði Clinton í Bronx hverfi New York. „Þú verður að vita hverju þú vilt ná fram og fylkja öllum um þau markmið. Þannig nær maður árangri.“Báðir frambjóðendur með djúp tengsl við New York Þá hefur Sanders ásakað Clinton um að vera of tengda bönkum og öðrum fjármálastofnunum á Wall Street auk þess sem hann hefur gagnrýnt hana fyrir stuðning hennar við Írak-stríðið. Talsmaður Clinton sagði að með þessu hefði kosningabarátta Sanders lagst mjög lágt og að þessar árásir væru merki um að Sanders væri orðinn örvæntingarfullur. Clinton hefur nokkuð öruggt forskot í kjörmönnum talið þegar hinir svokölluðu ofurkjörmenn eru taldir með. Clinton hefur stuðning 1749 kjörmanna á meðan Sanders hefur stuðning 1061 kjörmanns. Ætli Sanders sér að eiga möguleika á að hljóta útnefningu sem forsetaefni Demókrata þarf hann því nauðsynlega á sigrum að halda í New York ríki og Pennsylvania ríki. Bæði Sanders og Clinton hafa djúp tengsl við New York. Sanders er fæddur og alinn í Brooklyn-hverfi en Clinton var öldungardeildarþingmaður fyrir New York á árunum 2001 til 2009. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders sigraði í þremur ríkjum Hillary Clinton leiðir forval Demókrata þó áfram. 27. mars 2016 09:28 Cruz og Sanders voru sigurvegararnir í Wisconsin Sigur Cruz er áfall fyrir Donald Trump sem hingað til hefur verið á sigurbraut. 6. apríl 2016 07:04 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Aukin harka hefur færst í kosningabaráttuna á milli Hillary Clinton og Bernie Sanders síðustu daga. Framundan eru mikilvægar forkosningar í New York-ríki. Kosningar Demókrata í New York-ríki fara fram 19. apríl næstkomandi og er Clinton með um níu prósenta forskot á Sanders samkvæmt skoðanakönnunum Huffington Post líkt og sjá má hér að neðan. Clinton er talin sigurstranglegri sem forsetaefni Demókrata og var kominn í góða stöðu. Sanders hefur þó sótt verulega á að undanförnu og hefur hann unnið síðustu sex af sjö forkosningum sem haldnar hafa verið. Það hefur gert það að verkum að skyndilega eru forkosningarnar í New York-ríki orðnar gríðarlega mikilvægar fyrir báða frambjóðendur en þar eru alls 291 kjörmenn í boði. Vegna þess hefur aukin harka færst í kosningabaráttuna og hafa skotin gengið á milli herbúða Clinton og Sanders.Sanders nýtir sér Panama-lekann Sanders hefur einblínt á þær uppljóstranir sem komið hafa fram í Panama-skjölunum og hefur hann tengt þau við fríverslunarsamning Bandaríkjanna við Panama sem gerður var árið 2012. „Ég held að forsetaframbjóðandi geti ekki talist hæfur ef hann studdi fríverslunarsamninginn við Panama,“ sagði Sanders áður en að hann bætti við að hann hefði ávallt staðið á móti honum. Clinton hefur hinsvegar hamrað á því að undanförnu að Sanders muni aldrei geta staðið við þau loforð sem hann hefur gefið í kosningabaráttunni. „Maður á ekki að gefa loforð sem maður getur ekki efnt,“ sagði Clinton í Bronx hverfi New York. „Þú verður að vita hverju þú vilt ná fram og fylkja öllum um þau markmið. Þannig nær maður árangri.“Báðir frambjóðendur með djúp tengsl við New York Þá hefur Sanders ásakað Clinton um að vera of tengda bönkum og öðrum fjármálastofnunum á Wall Street auk þess sem hann hefur gagnrýnt hana fyrir stuðning hennar við Írak-stríðið. Talsmaður Clinton sagði að með þessu hefði kosningabarátta Sanders lagst mjög lágt og að þessar árásir væru merki um að Sanders væri orðinn örvæntingarfullur. Clinton hefur nokkuð öruggt forskot í kjörmönnum talið þegar hinir svokölluðu ofurkjörmenn eru taldir með. Clinton hefur stuðning 1749 kjörmanna á meðan Sanders hefur stuðning 1061 kjörmanns. Ætli Sanders sér að eiga möguleika á að hljóta útnefningu sem forsetaefni Demókrata þarf hann því nauðsynlega á sigrum að halda í New York ríki og Pennsylvania ríki. Bæði Sanders og Clinton hafa djúp tengsl við New York. Sanders er fæddur og alinn í Brooklyn-hverfi en Clinton var öldungardeildarþingmaður fyrir New York á árunum 2001 til 2009.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders sigraði í þremur ríkjum Hillary Clinton leiðir forval Demókrata þó áfram. 27. mars 2016 09:28 Cruz og Sanders voru sigurvegararnir í Wisconsin Sigur Cruz er áfall fyrir Donald Trump sem hingað til hefur verið á sigurbraut. 6. apríl 2016 07:04 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Sanders sigraði í þremur ríkjum Hillary Clinton leiðir forval Demókrata þó áfram. 27. mars 2016 09:28
Cruz og Sanders voru sigurvegararnir í Wisconsin Sigur Cruz er áfall fyrir Donald Trump sem hingað til hefur verið á sigurbraut. 6. apríl 2016 07:04