Clinton og Sanders takast á um New York Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. apríl 2016 23:30 Aukin harka hefur færst í kosningabaráttu Demókrata eftir góða siglingu Bernie Sanders að undanförnu. Vísir/Getty Aukin harka hefur færst í kosningabaráttuna á milli Hillary Clinton og Bernie Sanders síðustu daga. Framundan eru mikilvægar forkosningar í New York-ríki. Kosningar Demókrata í New York-ríki fara fram 19. apríl næstkomandi og er Clinton með um níu prósenta forskot á Sanders samkvæmt skoðanakönnunum Huffington Post líkt og sjá má hér að neðan. Clinton er talin sigurstranglegri sem forsetaefni Demókrata og var kominn í góða stöðu. Sanders hefur þó sótt verulega á að undanförnu og hefur hann unnið síðustu sex af sjö forkosningum sem haldnar hafa verið. Það hefur gert það að verkum að skyndilega eru forkosningarnar í New York-ríki orðnar gríðarlega mikilvægar fyrir báða frambjóðendur en þar eru alls 291 kjörmenn í boði. Vegna þess hefur aukin harka færst í kosningabaráttuna og hafa skotin gengið á milli herbúða Clinton og Sanders.Sanders nýtir sér Panama-lekann Sanders hefur einblínt á þær uppljóstranir sem komið hafa fram í Panama-skjölunum og hefur hann tengt þau við fríverslunarsamning Bandaríkjanna við Panama sem gerður var árið 2012. „Ég held að forsetaframbjóðandi geti ekki talist hæfur ef hann studdi fríverslunarsamninginn við Panama,“ sagði Sanders áður en að hann bætti við að hann hefði ávallt staðið á móti honum. Clinton hefur hinsvegar hamrað á því að undanförnu að Sanders muni aldrei geta staðið við þau loforð sem hann hefur gefið í kosningabaráttunni. „Maður á ekki að gefa loforð sem maður getur ekki efnt,“ sagði Clinton í Bronx hverfi New York. „Þú verður að vita hverju þú vilt ná fram og fylkja öllum um þau markmið. Þannig nær maður árangri.“Báðir frambjóðendur með djúp tengsl við New York Þá hefur Sanders ásakað Clinton um að vera of tengda bönkum og öðrum fjármálastofnunum á Wall Street auk þess sem hann hefur gagnrýnt hana fyrir stuðning hennar við Írak-stríðið. Talsmaður Clinton sagði að með þessu hefði kosningabarátta Sanders lagst mjög lágt og að þessar árásir væru merki um að Sanders væri orðinn örvæntingarfullur. Clinton hefur nokkuð öruggt forskot í kjörmönnum talið þegar hinir svokölluðu ofurkjörmenn eru taldir með. Clinton hefur stuðning 1749 kjörmanna á meðan Sanders hefur stuðning 1061 kjörmanns. Ætli Sanders sér að eiga möguleika á að hljóta útnefningu sem forsetaefni Demókrata þarf hann því nauðsynlega á sigrum að halda í New York ríki og Pennsylvania ríki. Bæði Sanders og Clinton hafa djúp tengsl við New York. Sanders er fæddur og alinn í Brooklyn-hverfi en Clinton var öldungardeildarþingmaður fyrir New York á árunum 2001 til 2009. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders sigraði í þremur ríkjum Hillary Clinton leiðir forval Demókrata þó áfram. 27. mars 2016 09:28 Cruz og Sanders voru sigurvegararnir í Wisconsin Sigur Cruz er áfall fyrir Donald Trump sem hingað til hefur verið á sigurbraut. 6. apríl 2016 07:04 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Aukin harka hefur færst í kosningabaráttuna á milli Hillary Clinton og Bernie Sanders síðustu daga. Framundan eru mikilvægar forkosningar í New York-ríki. Kosningar Demókrata í New York-ríki fara fram 19. apríl næstkomandi og er Clinton með um níu prósenta forskot á Sanders samkvæmt skoðanakönnunum Huffington Post líkt og sjá má hér að neðan. Clinton er talin sigurstranglegri sem forsetaefni Demókrata og var kominn í góða stöðu. Sanders hefur þó sótt verulega á að undanförnu og hefur hann unnið síðustu sex af sjö forkosningum sem haldnar hafa verið. Það hefur gert það að verkum að skyndilega eru forkosningarnar í New York-ríki orðnar gríðarlega mikilvægar fyrir báða frambjóðendur en þar eru alls 291 kjörmenn í boði. Vegna þess hefur aukin harka færst í kosningabaráttuna og hafa skotin gengið á milli herbúða Clinton og Sanders.Sanders nýtir sér Panama-lekann Sanders hefur einblínt á þær uppljóstranir sem komið hafa fram í Panama-skjölunum og hefur hann tengt þau við fríverslunarsamning Bandaríkjanna við Panama sem gerður var árið 2012. „Ég held að forsetaframbjóðandi geti ekki talist hæfur ef hann studdi fríverslunarsamninginn við Panama,“ sagði Sanders áður en að hann bætti við að hann hefði ávallt staðið á móti honum. Clinton hefur hinsvegar hamrað á því að undanförnu að Sanders muni aldrei geta staðið við þau loforð sem hann hefur gefið í kosningabaráttunni. „Maður á ekki að gefa loforð sem maður getur ekki efnt,“ sagði Clinton í Bronx hverfi New York. „Þú verður að vita hverju þú vilt ná fram og fylkja öllum um þau markmið. Þannig nær maður árangri.“Báðir frambjóðendur með djúp tengsl við New York Þá hefur Sanders ásakað Clinton um að vera of tengda bönkum og öðrum fjármálastofnunum á Wall Street auk þess sem hann hefur gagnrýnt hana fyrir stuðning hennar við Írak-stríðið. Talsmaður Clinton sagði að með þessu hefði kosningabarátta Sanders lagst mjög lágt og að þessar árásir væru merki um að Sanders væri orðinn örvæntingarfullur. Clinton hefur nokkuð öruggt forskot í kjörmönnum talið þegar hinir svokölluðu ofurkjörmenn eru taldir með. Clinton hefur stuðning 1749 kjörmanna á meðan Sanders hefur stuðning 1061 kjörmanns. Ætli Sanders sér að eiga möguleika á að hljóta útnefningu sem forsetaefni Demókrata þarf hann því nauðsynlega á sigrum að halda í New York ríki og Pennsylvania ríki. Bæði Sanders og Clinton hafa djúp tengsl við New York. Sanders er fæddur og alinn í Brooklyn-hverfi en Clinton var öldungardeildarþingmaður fyrir New York á árunum 2001 til 2009.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders sigraði í þremur ríkjum Hillary Clinton leiðir forval Demókrata þó áfram. 27. mars 2016 09:28 Cruz og Sanders voru sigurvegararnir í Wisconsin Sigur Cruz er áfall fyrir Donald Trump sem hingað til hefur verið á sigurbraut. 6. apríl 2016 07:04 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Sanders sigraði í þremur ríkjum Hillary Clinton leiðir forval Demókrata þó áfram. 27. mars 2016 09:28
Cruz og Sanders voru sigurvegararnir í Wisconsin Sigur Cruz er áfall fyrir Donald Trump sem hingað til hefur verið á sigurbraut. 6. apríl 2016 07:04