Lögfræðingurinn og ferðaþjónustubóndinn Arndís Soffía Sigurðardóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands.
Uppfært 15.03. Svo virðist sem fréttastofa hafi hlaupið síðbúinn apríl. Framboðstilkynning Arndísar er liður í gæsun hennar. Beðist er afsökunar á þessu.
Á Facebook-síðu framboðsins kemur fram að Arndís sé fædd 6. júní 1978 og hún sé uppalin í Fljótshlíðinni. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni, lauk námi í Lögregluskólanum og fór þaðan í lagadeild Háskóla Íslands. Í dag starfar hún sem fulltrúi hjá sýslumanninum á Suðurlandi.
Á síðasta kjörtímabili tók Arndís reglulega sæti á Alþingi en þá var hún varaþingmaður fyrir Vinstri hreyfinguna - grænt framboð. Þá var hún formaður starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmálið.
Arndís er gift Ívari Þormarssyni sem er sagður „snilldarkokkur ásamt því að vera hæfileikaríkur leikari, söngvari og trommuleikari.“ Þau hjónin stefna að því að koma á fjárrækt á Bessastöðum og bjóða erlendum þjóðhöfðingjum upp á „veglegar veislur“ og bjóða þá upp á hráefni beint frá býlum á Suðurlandi.
Forsetaframbjóðendurnir eru nú þrettán talsins en í dag upplýsti Þorgrímur Þráinsson um að hann væri hættur við sitt framboð.
Arndís Soffía bætist í frambjóðendaflóruna

Tengdar fréttir

Þorgrímur hættur við forsetaframboð
Áhuginn fjarað út, segir Þorgrímur Þráinsson.

Hótel Fljótshlíð hlaut umhverfisvottun norræna svansins
Um helgina hlaut Hótel Fljótshlíð umhverfisvottun norræna svansins þegar Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra, afhenti vottunina við formlegum hætti í sal hótelsins.