Fráleitt að halda því fram að ríkisstjórnin ætli ekki að standa við loforð um kosningar Höskuldur Kári Schram skrifar 9. apríl 2016 18:30 Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir fráleitt að halda því fram að ríkisstjórnin ætli ekki að standa við yfirlýsingar um kosningar í haust. Hann á von á því að endanleg dagsetning liggi fyrir á næstu vikum. Þingmaður Pírata vill að forseti Íslands beiti sér í málinu. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir að boðað verði til kosninga í haust eða um leið og búið verður að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin telur mikilvægt að klára. Endanleg dagsetning liggur ekki fyrir en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks hefur sagt að það velti á samstarfsvilja stjórnarandstöðunnar og hversu hratt það gangi að afgreiða málin. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata hefur gagnrýnt þetta og dregur yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í efa. „Bæði Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson hafa hreinlega sagt beint út að ef minnihlutinn gerir ekki allt sem þeir vilja og klári einhver óskilgreind mál að þá verði hætt við að hætta. Hvernig er hægt að túlka það öðruvísi en beina hótun,“ segir Birgitta. Birgitta segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin leggi fram endanlega dagsetningu á kosningum. „Það eru búnar að vera hótanir samhliða þessu tilboði um að stytta þingið. Hótanir um að ef minnihlutinn gerir ekki allt sem að ríkisstjórnin vill þá hætta þeir við að hætta. Mér finnst þetta ekki góð leið til þess að ná sátt inni á Alþingi og vinnufrið. Ég held að það sé best núna að forseti lýðveldisins blandi sér inn í þetta og hjálpi okkur að fá dagsetningu,“ segir Birgitta. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að ríkisstjórnin ætli að standa við yfirlýsingar um kosningar í haust og á von á því að endanlega dagsetning muni liggja fyrir á næstu vikum. „Það er fráleitt að vera að reyna að halda því fram eins og Birgitta Jónsdótti, sú sómakæra kona, er að gera að hér sé um lyga og launráð að ræða. Við vinnum ekki þannig. Það liggur í augum uppi og segir sig sjálft að þegar þessi ríkisstjórn hefur það að markmiði að ljúka hér ákveðnum mikilvægum málum áður en það verður kosið, málum sem eiga í sjálfu sér ekki að þurfa að vera stór ágreiningsmál í þinginu, ef við náum ekki einhverju samkomulagi um það þá höfum við bara dæmin fyrir framan okkur sem sýna okkur hvað þingstörf geta tafist. Þó við fundum í sumar, sem við væntanlega þurfum að gera og jafnvel í júlí og ágúst, þá er ekkert víst að það dugi til. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Jón Gunnarsson. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira
Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir fráleitt að halda því fram að ríkisstjórnin ætli ekki að standa við yfirlýsingar um kosningar í haust. Hann á von á því að endanleg dagsetning liggi fyrir á næstu vikum. Þingmaður Pírata vill að forseti Íslands beiti sér í málinu. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir að boðað verði til kosninga í haust eða um leið og búið verður að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin telur mikilvægt að klára. Endanleg dagsetning liggur ekki fyrir en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks hefur sagt að það velti á samstarfsvilja stjórnarandstöðunnar og hversu hratt það gangi að afgreiða málin. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata hefur gagnrýnt þetta og dregur yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í efa. „Bæði Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson hafa hreinlega sagt beint út að ef minnihlutinn gerir ekki allt sem þeir vilja og klári einhver óskilgreind mál að þá verði hætt við að hætta. Hvernig er hægt að túlka það öðruvísi en beina hótun,“ segir Birgitta. Birgitta segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin leggi fram endanlega dagsetningu á kosningum. „Það eru búnar að vera hótanir samhliða þessu tilboði um að stytta þingið. Hótanir um að ef minnihlutinn gerir ekki allt sem að ríkisstjórnin vill þá hætta þeir við að hætta. Mér finnst þetta ekki góð leið til þess að ná sátt inni á Alþingi og vinnufrið. Ég held að það sé best núna að forseti lýðveldisins blandi sér inn í þetta og hjálpi okkur að fá dagsetningu,“ segir Birgitta. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að ríkisstjórnin ætli að standa við yfirlýsingar um kosningar í haust og á von á því að endanlega dagsetning muni liggja fyrir á næstu vikum. „Það er fráleitt að vera að reyna að halda því fram eins og Birgitta Jónsdótti, sú sómakæra kona, er að gera að hér sé um lyga og launráð að ræða. Við vinnum ekki þannig. Það liggur í augum uppi og segir sig sjálft að þegar þessi ríkisstjórn hefur það að markmiði að ljúka hér ákveðnum mikilvægum málum áður en það verður kosið, málum sem eiga í sjálfu sér ekki að þurfa að vera stór ágreiningsmál í þinginu, ef við náum ekki einhverju samkomulagi um það þá höfum við bara dæmin fyrir framan okkur sem sýna okkur hvað þingstörf geta tafist. Þó við fundum í sumar, sem við væntanlega þurfum að gera og jafnvel í júlí og ágúst, þá er ekkert víst að það dugi til. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Jón Gunnarsson.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira