Landsliðskonur sviknar um fjölda marka í Grafarvogi í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2016 15:30 Landsliðskonurnar Unnur Ómarsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. Vísir/Vilhelm Gróttukonur unnu flottan sigur á Fjölni í Olís-deild kvenna í handbolta í Dalhúsum í gær og fylgja Haukum eftir í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Grótta vann leikinn 31-17 eftir að hafa 14-9 yfir í hálfleik. Grótta er nú einu stigi á eftir toppliði Hauka þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Vísir sagði frá úrslitum og markaskorunum í gærkvöldi eftir að hafa fengið leikskýrsluna senda frá Fjölni. Það hefur seinna komið í ljós að markaskorar Gróttuliðsins voru allt aðrir en þar kom fram. Leikskýrslan er komin alla leið inn í úrslitakerfi Handknattleikssambands Íslands þrátt fyrir að vera kolröng. Hana má sjá hér þótt að ekki sé hægt að taka mark á henni. Ritari leiksins klikkaði ekki bara á einu eða tveimur mörkum heldur var skráning hans í svo miklu tjóni að það er hægt hreinlega að efast um á hvaða leik hann var í gærkvöldi. Samkvæmt leiksskýrslunni voru þær Unnur Ómarsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skráðar með eitt mark hvor eða samtals tvö mörk. Báðar eru vanar því að skora mun meira í leikjum Gróttu og þær gerðu það líka. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur nú fengið um markaskor landsliðskvennanna tveggja þá vantaði að skrá á þær heil átta mörk í þessum leik í gær. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Unnur Ómarsdóttir skoruðu nefnilega báðar fimm mörk í leiknum en fjögur af mörkum þeirra beggja voru skráð á aðra leikmenn í Gróttuliðinu. Varnartröllið Eva Margrét Kristinsdóttir var skráð með þrjú mörk í leiknum en þau mörk áttu væntanlega að fara á nöfnu hennar Evu Björk Davíðsdóttur sem var skráð með ekkert mark. Eva Margrét spilaði frábæra vörn að vanda en tókst ekki að skora. Ritarinn var líka rausnarlegur við Þórunni Friðriksdóttur sem var skráð með fjögur mörk en skoraði aðeins eitt mark í þessum leik. Það er engin opinber tölfræði skráð hjá HSÍ í dag sem óskiljanlegt á árinu 2016 en að það sé ekki einu sinni hægt að treysta markaskráningu á opinberri leiksskýrslu eru mikill vonbrigði. Olís-deild kvenna Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Gróttukonur unnu flottan sigur á Fjölni í Olís-deild kvenna í handbolta í Dalhúsum í gær og fylgja Haukum eftir í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Grótta vann leikinn 31-17 eftir að hafa 14-9 yfir í hálfleik. Grótta er nú einu stigi á eftir toppliði Hauka þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Vísir sagði frá úrslitum og markaskorunum í gærkvöldi eftir að hafa fengið leikskýrsluna senda frá Fjölni. Það hefur seinna komið í ljós að markaskorar Gróttuliðsins voru allt aðrir en þar kom fram. Leikskýrslan er komin alla leið inn í úrslitakerfi Handknattleikssambands Íslands þrátt fyrir að vera kolröng. Hana má sjá hér þótt að ekki sé hægt að taka mark á henni. Ritari leiksins klikkaði ekki bara á einu eða tveimur mörkum heldur var skráning hans í svo miklu tjóni að það er hægt hreinlega að efast um á hvaða leik hann var í gærkvöldi. Samkvæmt leiksskýrslunni voru þær Unnur Ómarsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skráðar með eitt mark hvor eða samtals tvö mörk. Báðar eru vanar því að skora mun meira í leikjum Gróttu og þær gerðu það líka. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur nú fengið um markaskor landsliðskvennanna tveggja þá vantaði að skrá á þær heil átta mörk í þessum leik í gær. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Unnur Ómarsdóttir skoruðu nefnilega báðar fimm mörk í leiknum en fjögur af mörkum þeirra beggja voru skráð á aðra leikmenn í Gróttuliðinu. Varnartröllið Eva Margrét Kristinsdóttir var skráð með þrjú mörk í leiknum en þau mörk áttu væntanlega að fara á nöfnu hennar Evu Björk Davíðsdóttur sem var skráð með ekkert mark. Eva Margrét spilaði frábæra vörn að vanda en tókst ekki að skora. Ritarinn var líka rausnarlegur við Þórunni Friðriksdóttur sem var skráð með fjögur mörk en skoraði aðeins eitt mark í þessum leik. Það er engin opinber tölfræði skráð hjá HSÍ í dag sem óskiljanlegt á árinu 2016 en að það sé ekki einu sinni hægt að treysta markaskráningu á opinberri leiksskýrslu eru mikill vonbrigði.
Olís-deild kvenna Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira