Hrannar Pétursson kynnir forsetaframboð Bjarki Ármannsson skrifar 20. mars 2016 09:30 Hrannar var lengi vel fréttamaður RÚV, starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá Isal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Vodafone og nú síðast var hann verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu. Vísir Hrannar Pétursson mun í dag kynna framboð sitt til forseta Íslands. Boðað hefur verið til blaðamannafundar á heimili hans að Garðastræti klukkan ellefu. Hrannar var lengi vel fréttamaður RÚV, starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá Isal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Vodafone og nú síðast var hann verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu en um var að ræða tímabundna ráðningu þar sem hann starfaði undir Ragnhildi Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra. Lauk hann störfum þar í lok október. Fjölmiðlar greindu frá því í desember að Hrannar íhugaði framboð, en hann var fyrst hvattur til þess að gefa kost á sér í héraðsfréttablaði Þingeyinga, Skarpa. Ritstjórnarskrifstofa blaðsins er á Húsavík, hvaðan Hrannar er ættaður. Í samtali við Vísi sagðist Hrannar þá hafa lengi haft áhuga á embættinu, sem hann teldi gríðarlega mikilvægt. „Ég er þeirrar skoðunar að forseti gegni bæði stjórnskipulegu hlutverki og samfélagslegu,“ sagði Hrannar. „Hann á að tala fyrir tilteknum gildum, hann á að tala fyrir gagnkvæmum skilningi ólíkra skoðana, hann á að leggja sig fram um að sameina fólk en ekki sundra og vera sanngjarn, en í senn staðfastur, í því sem hann gerir.“ Í tilkynningu til fjölmiðla vegna fundarins er Hrannar ekki nefndur á nafn en honum lýst sem framsýnum og jafnréttissinnuðum frambjóðanda. Ljóst er að nokkur fjöldi fólks verður í framboði til forseta í sumar, þó línur muni skýrast þegar framboðsfrestur rennur út þann 20. maí. Fyrr í vikunni boðaði Halla Tómasdóttir fjárfestir framboð og Davíð Þór Jónsson héraðsprestur sagðist íhuga það af alvöru. Þá hafa þau Þorgrímur Þráinsson, Elísabet Jökulsdóttir, Hildur Þórðardóttir og Ástþór Magnússon meðal annarra gefið kost á sér.Uppfært 12.25: Hér fyrir neðan má sjá myndband frá fundinum í morgun.Ég bauð í pönnsur í morgun og um leið tilkynnti ég framboð mitt til forseta Íslands.Posted by Hrannar Pétursson on 20. mars 2016 Forsetakosningar 2016 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Hrannar Pétursson mun í dag kynna framboð sitt til forseta Íslands. Boðað hefur verið til blaðamannafundar á heimili hans að Garðastræti klukkan ellefu. Hrannar var lengi vel fréttamaður RÚV, starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá Isal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Vodafone og nú síðast var hann verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu en um var að ræða tímabundna ráðningu þar sem hann starfaði undir Ragnhildi Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra. Lauk hann störfum þar í lok október. Fjölmiðlar greindu frá því í desember að Hrannar íhugaði framboð, en hann var fyrst hvattur til þess að gefa kost á sér í héraðsfréttablaði Þingeyinga, Skarpa. Ritstjórnarskrifstofa blaðsins er á Húsavík, hvaðan Hrannar er ættaður. Í samtali við Vísi sagðist Hrannar þá hafa lengi haft áhuga á embættinu, sem hann teldi gríðarlega mikilvægt. „Ég er þeirrar skoðunar að forseti gegni bæði stjórnskipulegu hlutverki og samfélagslegu,“ sagði Hrannar. „Hann á að tala fyrir tilteknum gildum, hann á að tala fyrir gagnkvæmum skilningi ólíkra skoðana, hann á að leggja sig fram um að sameina fólk en ekki sundra og vera sanngjarn, en í senn staðfastur, í því sem hann gerir.“ Í tilkynningu til fjölmiðla vegna fundarins er Hrannar ekki nefndur á nafn en honum lýst sem framsýnum og jafnréttissinnuðum frambjóðanda. Ljóst er að nokkur fjöldi fólks verður í framboði til forseta í sumar, þó línur muni skýrast þegar framboðsfrestur rennur út þann 20. maí. Fyrr í vikunni boðaði Halla Tómasdóttir fjárfestir framboð og Davíð Þór Jónsson héraðsprestur sagðist íhuga það af alvöru. Þá hafa þau Þorgrímur Þráinsson, Elísabet Jökulsdóttir, Hildur Þórðardóttir og Ástþór Magnússon meðal annarra gefið kost á sér.Uppfært 12.25: Hér fyrir neðan má sjá myndband frá fundinum í morgun.Ég bauð í pönnsur í morgun og um leið tilkynnti ég framboð mitt til forseta Íslands.Posted by Hrannar Pétursson on 20. mars 2016
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira