Halla vill að á Bessastöðum verði opinn umræðuvettvangur fyrir þjóðina Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2016 19:14 Halla Tómasdóttir sem býður sig fram til embættis forseta íslands vill að á Bessastöðum verði opinn umræðugrundvöllur um framtíðarmál þjóðarinnar. Hún muni setja sér vinnureglur um beitingu synjunarvalds forseta á lögum frá Alþingi. „Ég heiti Halla Tómasdóttir og ég hef tekið þá ákvörðun að gefa kost á mér í kjöri til forseta Íslands,“ þannig hóf Halla Tómasdóttir ávarp sitt til stuðningsmanna á heimili sínu í da, hundrað dögum áður en kosið verður til embættis forseta Íslands. Á sama degi og Kristján Eldjárn tilkynnti um framboð sitt árið 1968. Hvort það er táknrænt, skal ósagt látið. Halla Tómasdóttir kynnti framboð sitt á heimili sínu með Birni Skúlasyni eiginmanni sínum og tveimur börnum þeirra og stuðningsfólki í dag. Hún verður fjörtíu og átta ára í nóvember á þessu ári. Hún er rekstrarhagfræðingur og starfar í dag sem fyrirlesari á alþjóðavettvangi. Halla kom að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík, leiddi verkefnið Auður í krafti kvenna, var annar stofnenda Auðar Capital og einn af stofnendum Mauraþúfunnar sem kom á Þjóðfundinum árið 2009.Hvers vegna ætti fólk að kjósa þig á Bessastaði? „Vegna þess að það skiptir mig máli að búa í samfélagi þar sem heiðarleiki, hlýja, réttlæti og jafnrétti ráða för. Ég vil gera gagn og leiða okkur þangað,“ segir Halla. Þeir fimm einstaklingar sem gengt hafa embætti forseta hafa hver um sig sett sinn svip á embættið. Ólafur Ragnar Grímsson varð fyrstur til að beita 26. grein stjórnarskrárinnar um að synja lögum staðfestingar og senda þau þar með í þjóðaratkvæðagreiðslu.Munt þú beita henni? „Ég er hlynnt því að við hlustum á vilja þjóðarinnar og ég vil jafnvel ganga lengra en aðrir hafa gert í því. Auðvitað fylgi ég núverandi stjórnarskrá ef ég verð forseti en ég mun setja mér vinnureglur til að setja hluti í þjóðaratkvæðagreiðslu náist atkvæðamagn á bilinu 10 til 15% eins og nú er verið að ræða í breytingunum,“ segir forsetaframbjóðandinn. Þá vilji hún opna Bessastaði til að vera vettvangur umræðu um þau stóru mál sem varði þjóðina alla. „Horfa til þess að þarna sé farvegur fyrir vilja þjóðarinnar allrar. Það skipta allir máli á íslandi. Í dag eru svo mörg áríðandi mál sem þjóðin er að ræða. kannski oft með skammtíma hugsjónir að leiðarljósi. Þarna er hægt að horfa til lengri tíma og taka samtalið um hvers konar samfélagi við viljum búa í,“ segir Halla Tómasdóttir. Forsetakjör Tengdar fréttir Halla Tómasdóttir býður sig fram Halla Tómasdóttir, frumkvöðull og fjárfestir, ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands. 17. mars 2016 06:00 Forsetakosningar 2016: Ekki hægt að mæla með fleiri en einum forsetaframbjóðanda Að hverju þurfa kjósendur að huga? 17. mars 2016 11:08 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Sjá meira
Halla Tómasdóttir sem býður sig fram til embættis forseta íslands vill að á Bessastöðum verði opinn umræðugrundvöllur um framtíðarmál þjóðarinnar. Hún muni setja sér vinnureglur um beitingu synjunarvalds forseta á lögum frá Alþingi. „Ég heiti Halla Tómasdóttir og ég hef tekið þá ákvörðun að gefa kost á mér í kjöri til forseta Íslands,“ þannig hóf Halla Tómasdóttir ávarp sitt til stuðningsmanna á heimili sínu í da, hundrað dögum áður en kosið verður til embættis forseta Íslands. Á sama degi og Kristján Eldjárn tilkynnti um framboð sitt árið 1968. Hvort það er táknrænt, skal ósagt látið. Halla Tómasdóttir kynnti framboð sitt á heimili sínu með Birni Skúlasyni eiginmanni sínum og tveimur börnum þeirra og stuðningsfólki í dag. Hún verður fjörtíu og átta ára í nóvember á þessu ári. Hún er rekstrarhagfræðingur og starfar í dag sem fyrirlesari á alþjóðavettvangi. Halla kom að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík, leiddi verkefnið Auður í krafti kvenna, var annar stofnenda Auðar Capital og einn af stofnendum Mauraþúfunnar sem kom á Þjóðfundinum árið 2009.Hvers vegna ætti fólk að kjósa þig á Bessastaði? „Vegna þess að það skiptir mig máli að búa í samfélagi þar sem heiðarleiki, hlýja, réttlæti og jafnrétti ráða för. Ég vil gera gagn og leiða okkur þangað,“ segir Halla. Þeir fimm einstaklingar sem gengt hafa embætti forseta hafa hver um sig sett sinn svip á embættið. Ólafur Ragnar Grímsson varð fyrstur til að beita 26. grein stjórnarskrárinnar um að synja lögum staðfestingar og senda þau þar með í þjóðaratkvæðagreiðslu.Munt þú beita henni? „Ég er hlynnt því að við hlustum á vilja þjóðarinnar og ég vil jafnvel ganga lengra en aðrir hafa gert í því. Auðvitað fylgi ég núverandi stjórnarskrá ef ég verð forseti en ég mun setja mér vinnureglur til að setja hluti í þjóðaratkvæðagreiðslu náist atkvæðamagn á bilinu 10 til 15% eins og nú er verið að ræða í breytingunum,“ segir forsetaframbjóðandinn. Þá vilji hún opna Bessastaði til að vera vettvangur umræðu um þau stóru mál sem varði þjóðina alla. „Horfa til þess að þarna sé farvegur fyrir vilja þjóðarinnar allrar. Það skipta allir máli á íslandi. Í dag eru svo mörg áríðandi mál sem þjóðin er að ræða. kannski oft með skammtíma hugsjónir að leiðarljósi. Þarna er hægt að horfa til lengri tíma og taka samtalið um hvers konar samfélagi við viljum búa í,“ segir Halla Tómasdóttir.
Forsetakjör Tengdar fréttir Halla Tómasdóttir býður sig fram Halla Tómasdóttir, frumkvöðull og fjárfestir, ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands. 17. mars 2016 06:00 Forsetakosningar 2016: Ekki hægt að mæla með fleiri en einum forsetaframbjóðanda Að hverju þurfa kjósendur að huga? 17. mars 2016 11:08 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Sjá meira
Halla Tómasdóttir býður sig fram Halla Tómasdóttir, frumkvöðull og fjárfestir, ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands. 17. mars 2016 06:00
Forsetakosningar 2016: Ekki hægt að mæla með fleiri en einum forsetaframbjóðanda Að hverju þurfa kjósendur að huga? 17. mars 2016 11:08