Erlent

Grátbáðu forsætisráðherra Kanada um að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna

Bjarki Ármannsson skrifar
Justin Trudeau nýtur mikilla vinsælda utan landsteinana.
Justin Trudeau nýtur mikilla vinsælda utan landsteinana.
Justin Trudeau, sem tók við embætti forsætisráðherra Kanada í nóvember síðastliðnum, nýtur mikilla vinsælda utan landsteinana fyrir frjálslynd viðhorf sín og talverða persónutöfra.

Það kemur því ef til vill ekki á óvart að þegar Trudeau var staddur í New York á dögunum hafi tveir menn króað hann af á kaffihúsi og grátbeðið hann um að bjóða sig fram til forseta þar í landi. Sögðust þeir ekki hrifnir af þeim frambjóðendum sem þegar eru í boði.

„Allt þetta fólk er svo slæmt,“ stundu þeir. „Það er skrýtið og leiðinlegt ... við þurfum að sætta okkur við þau.“

Vegfarandi náði því á myndband þegar mennirnir tveir fóru á hnén til að biðja Trudeau um að bjóða sig fram, þó það þurfi vart að taka það fram að hann geti það ekki þar sem hann fæddist utan Bandaríkjanna.

Liz Plank, blaðamaður Vox sem var að taka viðtal við Trudeau, segir hann hafa afþakkað „boðið“ af kurteisi og bent á að hann væri þegar í nokkuð góðri vinnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×