Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. mars 2016 07:00 „Við höfum velt þessu upp í okkar samræðum. Þetta er einhvern veginn alveg fordæmalaus staða og kemur alveg vel til greina,“ segir Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, aðspurður hvort til greina komi að leggja fram vantrauststillögu á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV í gær að slík vantrauststillaga hefði verið til umræðu innan allra stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi. Ástæðan er upplýsingar sem bárust í síðustu viku um að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona ráðherrans, eigi verulegar eignir inni í félaginu Wintris, sem skráð er á Bresku Jómfrúreyjunum. Anna Sigurlaug greindi frá félaginu í ítarlegri færslu um fjármál sín sem hún birti á Facebook í síðustu viku. Félagið var stofnað árið 2007 en hún tók við því í ársbyrjun 2008. Ekki er minnst á félagið í hagsmunaskrá forsætisráðherra en honum er ekki skylt að gefa upp séreignir maka. Daginn eftir að Anna Sigurlaug upplýsti um félag sitt samþykkti Alþingi þingsályktun um siðareglur þingmanna þar sem kveðið er á um að þingmenn skuli við störf sín „forðast árekstra milli almannahagsmuna og fjárhagslegra hagsmuna þeirra eða annarra hagsmuna sem eru faglegir, persónulegir eða tengdir fjölskyldu þeirra, hvort sem þeir eru raunverulegir eða hugsanlegir.“ Þá segir að takist þingmanni ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi skuli hann upplýsa um þá. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði við RÚV að óhugsandi væri að forsætisráðherra sæti áfram í ljósi upplýsinga sem fram hefðu komið. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir ekkert hafa verið ákveðið um að leggja fram vantrauststillögu á ráðherrann. „Ég hef heyrt af þessum vangaveltum en við höfum ekki rætt það í okkar þingflokki,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um mögulega vantrauststillögu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, tekur í sama streng. „Það hefur ekkert verið rætt formlega innan þingflokks VG en þetta hefur verið til umræðu hjá einstaka þingmönnum,“ segir hún.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars. Panama-skjölin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
„Við höfum velt þessu upp í okkar samræðum. Þetta er einhvern veginn alveg fordæmalaus staða og kemur alveg vel til greina,“ segir Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, aðspurður hvort til greina komi að leggja fram vantrauststillögu á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV í gær að slík vantrauststillaga hefði verið til umræðu innan allra stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi. Ástæðan er upplýsingar sem bárust í síðustu viku um að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona ráðherrans, eigi verulegar eignir inni í félaginu Wintris, sem skráð er á Bresku Jómfrúreyjunum. Anna Sigurlaug greindi frá félaginu í ítarlegri færslu um fjármál sín sem hún birti á Facebook í síðustu viku. Félagið var stofnað árið 2007 en hún tók við því í ársbyrjun 2008. Ekki er minnst á félagið í hagsmunaskrá forsætisráðherra en honum er ekki skylt að gefa upp séreignir maka. Daginn eftir að Anna Sigurlaug upplýsti um félag sitt samþykkti Alþingi þingsályktun um siðareglur þingmanna þar sem kveðið er á um að þingmenn skuli við störf sín „forðast árekstra milli almannahagsmuna og fjárhagslegra hagsmuna þeirra eða annarra hagsmuna sem eru faglegir, persónulegir eða tengdir fjölskyldu þeirra, hvort sem þeir eru raunverulegir eða hugsanlegir.“ Þá segir að takist þingmanni ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi skuli hann upplýsa um þá. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði við RÚV að óhugsandi væri að forsætisráðherra sæti áfram í ljósi upplýsinga sem fram hefðu komið. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir ekkert hafa verið ákveðið um að leggja fram vantrauststillögu á ráðherrann. „Ég hef heyrt af þessum vangaveltum en við höfum ekki rætt það í okkar þingflokki,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um mögulega vantrauststillögu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, tekur í sama streng. „Það hefur ekkert verið rætt formlega innan þingflokks VG en þetta hefur verið til umræðu hjá einstaka þingmönnum,“ segir hún.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.
Panama-skjölin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira