Evrópskir hlutabréfamarkaðir hafa lækkað verulega í morgun og beina fjárfestar nú sjónum sínum að gulli og ríkisskuldabréfum, eftir sprengjuárásir í Brussel í morgun.
Hlutabréf í ferðaþjónustu, meðal annars flugfélög og hótel, hafa lækkað mest, segir í frétt Reuters um málið. Undanfarin mánuð hafa hlutabréf verið að taka við sér á ný eftir erfiða byrjun árs en nú eru þau að lækka verulega á ný.
Hlutabréf í Air France hafa lækkað um 4,73 prósent það sem af er degi og hlutabréf í easyJet hafa lækkað um 1,6 prósent. Hlutabréf í breska ferðaþjónustufyrirtækinu Thomas Cook lækkuðu um allt að 6,8 prósent í morgun en hafa nú tekið við sér á ný.
Á þriðja tug hefur látið lífið í morgun, eftir að sprengjur féllu á flugvellinum.
Evrópsk hlutabréf falla í kjölfar árásanna

Tengdar fréttir

Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel
Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig.

Öryggisgæsla aukin um Evrópu
1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland.

Markaðir komnir í ró
Síðustu mánuði hafa hlutabréfavísitölur í Evrópu og Bandaríkjunum hækkað um rúmlega tíu prósent og markaðir í Asíu tekið við sér eftir miklar lægðir.

Íslendingur í Brussel: „Mikið af blóði og sært fólk“
Sigrún Kristjánsdóttir var stödd í flugstöðinni þegar tvær sprengingar urðu.

Hryðjuverkaárásir hafa minni áhrif á fjárfesta
Áhrif hryðjuverkaárása á markaði í heiminum virðast fara þverrandi. Eftir því sem slíkum árásum fjölgar, virðast viðbrögð fjárfesta verða yfirvegaðri og áhyggjur manna af afleiðingum árásanna á alheimshagkerfið minn