Innanríkisráðherra verður að loka neyðarbrautinni eða borga milljón á dag Bjarki Ármannsson skrifar 22. mars 2016 14:29 Dómur fallinn í máli Reykjavíkurborgar gegn ríkinu vegna lokunar minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Vísir/Baldur Loka á NA-SV braut Reykjavíkurflugvallar innan sextán vikna og endurskoða skipulagsreglur fyrir flugvöllinn. Verði það ekki gert leggjast dagsektir upp á milljón krónur á ríkið. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem Reykjavíkurborg höfðaði á hendur innanríkisráðuneytinu. Með dómnum er innanríkisráðherra, Ólöfu Nordal, gert að standa við samning sem fyrri innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, gerði við Reykjavíkurborg og fleiri aðila árið 2013 um lokun flugbrautarinnar, sem í daglegu tali gengur undir nafninu neyðarbrautin.Ólöf Nordal innanríkisráðherra.Vísir/ErnirÓlöf hafnaði því í fyrra að loka brautinni en meirihluti borgarstjórnar taldi að með því væri ekki staðið við samningana frá 2013. Reykjavíkurborg hefur gefið út framkvæmdaleyfi á Hlíðarenda þar sem Valsmenn hf. fyrirhuga byggingu um 600 íbúða, sem myndi skarast við aðflug að neyðarbrautinni.Sjá einnig: Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða óbreyttan um ófyrirséða framtíð Reykjavíkurborg höfðaði málið upphaflega í desember síðastliðnum en Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði því frá þar sem hann taldi kröfugerð borgarinnar óljósa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsti því þá yfir að málarekstur borgarinnar myndi þó halda áfram. Héraðsdómur féllst á það að með samningnum frá 2013 hefði þáverandi innanríkisráðherra skuldbundið sig til þess að loka flugbrautinni. Ríkið var í dag jafnframt dæmt til þess að greiða borginni tvær milljónir króna í málskostnað. Gera má ráð fyrir því að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar, enda miklir hagsmunir undir. Tengdar fréttir Minnstu flugbrautinni í Vatnsmýri verður lokað brátt Byggingarkranar sem gætu risið í tengslum við framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu á næstunni munu hafa í för með sér að flug um norðaustur-suðvestur flugbrautina stöðvast. 25. október 2015 18:00 Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað Borgarráð fólk lögmanni Reykjavíkurborgar að höfða mál á hendur ríkinu. 19. nóvember 2015 13:30 Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Forstjóri ÞG verktaka segir ekki koma að sök í einhverja mánuði að ekki fáist leyfi til að reisa byggingarkrana á Hlíðarenda, en það komi að því. 6. nóvember 2015 18:45 Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða óbreyttan um ófyrirséða framtíð Ólöf Nordal segir að Reykjavíkurflugvöllur verði óbreyttur þar til önnur lausn á flugvallarmálum í Reykjavík finnist. 20. nóvember 2015 18:37 Fyrsta skóflustungan tekin á Hlíðarenda Fyrsta skóflustunga vegna fyrsta áfanga nýrrar byggðar á Hlíðarendasvæðinu var tekin klukkan níu í morgun. 27. október 2015 10:22 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Loka á NA-SV braut Reykjavíkurflugvallar innan sextán vikna og endurskoða skipulagsreglur fyrir flugvöllinn. Verði það ekki gert leggjast dagsektir upp á milljón krónur á ríkið. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem Reykjavíkurborg höfðaði á hendur innanríkisráðuneytinu. Með dómnum er innanríkisráðherra, Ólöfu Nordal, gert að standa við samning sem fyrri innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, gerði við Reykjavíkurborg og fleiri aðila árið 2013 um lokun flugbrautarinnar, sem í daglegu tali gengur undir nafninu neyðarbrautin.Ólöf Nordal innanríkisráðherra.Vísir/ErnirÓlöf hafnaði því í fyrra að loka brautinni en meirihluti borgarstjórnar taldi að með því væri ekki staðið við samningana frá 2013. Reykjavíkurborg hefur gefið út framkvæmdaleyfi á Hlíðarenda þar sem Valsmenn hf. fyrirhuga byggingu um 600 íbúða, sem myndi skarast við aðflug að neyðarbrautinni.Sjá einnig: Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða óbreyttan um ófyrirséða framtíð Reykjavíkurborg höfðaði málið upphaflega í desember síðastliðnum en Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði því frá þar sem hann taldi kröfugerð borgarinnar óljósa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsti því þá yfir að málarekstur borgarinnar myndi þó halda áfram. Héraðsdómur féllst á það að með samningnum frá 2013 hefði þáverandi innanríkisráðherra skuldbundið sig til þess að loka flugbrautinni. Ríkið var í dag jafnframt dæmt til þess að greiða borginni tvær milljónir króna í málskostnað. Gera má ráð fyrir því að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar, enda miklir hagsmunir undir.
Tengdar fréttir Minnstu flugbrautinni í Vatnsmýri verður lokað brátt Byggingarkranar sem gætu risið í tengslum við framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu á næstunni munu hafa í för með sér að flug um norðaustur-suðvestur flugbrautina stöðvast. 25. október 2015 18:00 Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað Borgarráð fólk lögmanni Reykjavíkurborgar að höfða mál á hendur ríkinu. 19. nóvember 2015 13:30 Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Forstjóri ÞG verktaka segir ekki koma að sök í einhverja mánuði að ekki fáist leyfi til að reisa byggingarkrana á Hlíðarenda, en það komi að því. 6. nóvember 2015 18:45 Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða óbreyttan um ófyrirséða framtíð Ólöf Nordal segir að Reykjavíkurflugvöllur verði óbreyttur þar til önnur lausn á flugvallarmálum í Reykjavík finnist. 20. nóvember 2015 18:37 Fyrsta skóflustungan tekin á Hlíðarenda Fyrsta skóflustunga vegna fyrsta áfanga nýrrar byggðar á Hlíðarendasvæðinu var tekin klukkan níu í morgun. 27. október 2015 10:22 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Minnstu flugbrautinni í Vatnsmýri verður lokað brátt Byggingarkranar sem gætu risið í tengslum við framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu á næstunni munu hafa í för með sér að flug um norðaustur-suðvestur flugbrautina stöðvast. 25. október 2015 18:00
Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað Borgarráð fólk lögmanni Reykjavíkurborgar að höfða mál á hendur ríkinu. 19. nóvember 2015 13:30
Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Forstjóri ÞG verktaka segir ekki koma að sök í einhverja mánuði að ekki fáist leyfi til að reisa byggingarkrana á Hlíðarenda, en það komi að því. 6. nóvember 2015 18:45
Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða óbreyttan um ófyrirséða framtíð Ólöf Nordal segir að Reykjavíkurflugvöllur verði óbreyttur þar til önnur lausn á flugvallarmálum í Reykjavík finnist. 20. nóvember 2015 18:37
Fyrsta skóflustungan tekin á Hlíðarenda Fyrsta skóflustunga vegna fyrsta áfanga nýrrar byggðar á Hlíðarendasvæðinu var tekin klukkan níu í morgun. 27. október 2015 10:22