Luis Suarez má loksins spila aftur með landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2016 13:15 Luis Suarez sekúndum eftir bitið afdrifaríka. Vísir/Getty Luis Suarez hefur verið óstöðvandi með Barcelona-liðinu á þessu tímabili en Úrúgvæmaðurinn er þegar kominn með 46 mörk í 47 leikjum í öllum keppnum og enn er fullt af leikjum eftir. Framundan eru hinsvegar langþráðir landsleikir hjá kappanum og hann viðurkennir það fúslega að hann þurfi að passa upp á spennustigið og taugarnar nú þegar hann spilar sína fyrstu mótsleiki með Úrúgvæ frá HM í Brasilíu 2014. Luis Suarez beit Ítalann Giorgio Chiellini í frægum leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu í júní 2014 og FIFA dæmdi hann í fjögurra mánaða knattspyrnubann. Þar með var ekki öll sagan sögð því Suarez var einnig dæmdur í níu landsleikja bann frá mótsleikjum. Suarez hefur því ekki spilað með landsliði Úrúgvæ í 641 dag. Á þeim tíma hefur hann misst af tapleik á móti Kólumbíu í lokaleik liðsins á HM 2014, hann missti af allri Ameríkukeppninni síðasta sumar og var heldur ekki með í fjórum fyrstu leikjunum í undankeppni HM 2018. Suarez mátti spila alla vináttulandsleiki á þessum tíma og Úrúgvæ gat því ekki skipulagt fjölda vináttulandsleikja til þess að éta upp bannið hans. Úrúgvæ er í öðru sæti á eftir Ekvador í Suður-Ameríku riðlinum í undankeppni HM 2018 en fyrsti leikur Suarez eftir bannið verður á móti Brasilíu á föstudaginn. Suarez missti af fyrstu mánuðunum sem leikmaður Barcelona en Liverpool seldi hann til Spánar eftir að hann var dæmdur í bannið en féll strax vel inn í leik liðsins þegar hann kom til baka. Barcelona vann þrennuna á hans fyrstu leiktíð og getur endurtekið leikinn á leiktíð númer tvö. „Það getur enginn breytt því hvernig ég spila. Ég verð áfram með sama hugarfar, ég mun áfram hlaupa, pressa boltann og rífast inn á vellinum alveg eins og ég geri hjá Barcelona," sagði Luis Suarez við BBC. „Ég er samt að reyna að taka gáfulegri ákvarðanir og nýta mér betur þær aðstæður sem lífið færir mér. Ég hef líka unnið í því síðustu vikur að stjórna betur kvíðanum og stilla betur taugarnar," sagði Suarez. Luis Suarez hefur skorað 44 mörk í 82 landsleikjum fyrir Úrúgvæ en hann er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi með átta mörkum meira en Diego Forlán. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Suárez og Chiellini mætast ekki í úrslitaleiknum Ítalski varnarmaðurinn meiddur og verður ekki með í Berlín. 4. júní 2015 12:28 Herferð gegn Suarez á Englandi Luis Enrique er ekki sáttur með hvernig fjallar er um Suarez á Englandi. 28. febrúar 2015 11:30 Íslendingur vann tæpar 160 þúsund krónur á biti Suarez Lagði allt á fyndið veðmál sem var með hæsta stuðulinn. 25. júní 2014 11:08 Beittir og bitlausir fimmaurabrandarar um Suarez Óhætt er að segja að samskiptamiðillinn Twitter hafi logað í kjölfar þess að Luis Suarez beit Branislav Ivanovic í viðureign Liverpool og Chelsea í dag. 21. apríl 2013 23:00 Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Sjá meira
Luis Suarez hefur verið óstöðvandi með Barcelona-liðinu á þessu tímabili en Úrúgvæmaðurinn er þegar kominn með 46 mörk í 47 leikjum í öllum keppnum og enn er fullt af leikjum eftir. Framundan eru hinsvegar langþráðir landsleikir hjá kappanum og hann viðurkennir það fúslega að hann þurfi að passa upp á spennustigið og taugarnar nú þegar hann spilar sína fyrstu mótsleiki með Úrúgvæ frá HM í Brasilíu 2014. Luis Suarez beit Ítalann Giorgio Chiellini í frægum leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu í júní 2014 og FIFA dæmdi hann í fjögurra mánaða knattspyrnubann. Þar með var ekki öll sagan sögð því Suarez var einnig dæmdur í níu landsleikja bann frá mótsleikjum. Suarez hefur því ekki spilað með landsliði Úrúgvæ í 641 dag. Á þeim tíma hefur hann misst af tapleik á móti Kólumbíu í lokaleik liðsins á HM 2014, hann missti af allri Ameríkukeppninni síðasta sumar og var heldur ekki með í fjórum fyrstu leikjunum í undankeppni HM 2018. Suarez mátti spila alla vináttulandsleiki á þessum tíma og Úrúgvæ gat því ekki skipulagt fjölda vináttulandsleikja til þess að éta upp bannið hans. Úrúgvæ er í öðru sæti á eftir Ekvador í Suður-Ameríku riðlinum í undankeppni HM 2018 en fyrsti leikur Suarez eftir bannið verður á móti Brasilíu á föstudaginn. Suarez missti af fyrstu mánuðunum sem leikmaður Barcelona en Liverpool seldi hann til Spánar eftir að hann var dæmdur í bannið en féll strax vel inn í leik liðsins þegar hann kom til baka. Barcelona vann þrennuna á hans fyrstu leiktíð og getur endurtekið leikinn á leiktíð númer tvö. „Það getur enginn breytt því hvernig ég spila. Ég verð áfram með sama hugarfar, ég mun áfram hlaupa, pressa boltann og rífast inn á vellinum alveg eins og ég geri hjá Barcelona," sagði Luis Suarez við BBC. „Ég er samt að reyna að taka gáfulegri ákvarðanir og nýta mér betur þær aðstæður sem lífið færir mér. Ég hef líka unnið í því síðustu vikur að stjórna betur kvíðanum og stilla betur taugarnar," sagði Suarez. Luis Suarez hefur skorað 44 mörk í 82 landsleikjum fyrir Úrúgvæ en hann er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi með átta mörkum meira en Diego Forlán.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Suárez og Chiellini mætast ekki í úrslitaleiknum Ítalski varnarmaðurinn meiddur og verður ekki með í Berlín. 4. júní 2015 12:28 Herferð gegn Suarez á Englandi Luis Enrique er ekki sáttur með hvernig fjallar er um Suarez á Englandi. 28. febrúar 2015 11:30 Íslendingur vann tæpar 160 þúsund krónur á biti Suarez Lagði allt á fyndið veðmál sem var með hæsta stuðulinn. 25. júní 2014 11:08 Beittir og bitlausir fimmaurabrandarar um Suarez Óhætt er að segja að samskiptamiðillinn Twitter hafi logað í kjölfar þess að Luis Suarez beit Branislav Ivanovic í viðureign Liverpool og Chelsea í dag. 21. apríl 2013 23:00 Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Sjá meira
Suárez og Chiellini mætast ekki í úrslitaleiknum Ítalski varnarmaðurinn meiddur og verður ekki með í Berlín. 4. júní 2015 12:28
Herferð gegn Suarez á Englandi Luis Enrique er ekki sáttur með hvernig fjallar er um Suarez á Englandi. 28. febrúar 2015 11:30
Íslendingur vann tæpar 160 þúsund krónur á biti Suarez Lagði allt á fyndið veðmál sem var með hæsta stuðulinn. 25. júní 2014 11:08
Beittir og bitlausir fimmaurabrandarar um Suarez Óhætt er að segja að samskiptamiðillinn Twitter hafi logað í kjölfar þess að Luis Suarez beit Branislav Ivanovic í viðureign Liverpool og Chelsea í dag. 21. apríl 2013 23:00