Fundu búnað til sprengjugerðar í húsleit Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. mars 2016 07:00 Hermenn leita á vegfarendum í Brussel, daginn eftir sjálfsvígsárásirnar á Zaventem-flugvellinum og Maelbeek-lestarstöðinni. Nordicphotos/AFP Lögreglan í Brussel fann í gær búnað til sprengjugerðar í húsi í Schaerbeek-hverfinu í norðurhluta borgarinnar. Ljóst þótti að bræðurnir Khalid og Ibrahim el Bakraoui hefðu, ásamt félögum sínum, notað húsnæðið við undirbúning hryðjuverkanna á þriðjudag. Lögreglan fann þar meðal annars tölvu sem annar bræðranna, Ibrahim, hafði notað en hent í ruslið. Á tölvunni var að finna eins konar yfirlýsingu, þar sem hann segist vera á flótta og ekki geta hugsað sér að lenda í fangelsi: „Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég er að flýta mér. Ég er á flótta. Menn eru að leita að mér alls staðar. Og ef ég gef mig fram þá enda ég í fangelsi.“ Ibrahim, eða Brahim eins og hann er einnig nefndur, er sá sem sprengdi sig í loft upp á flugvellinum í Brussel. Hinn bróðirinn, Khalid, sprengdi sig á lestarstöðinni. Samtals myrtu þeir, ásamt þriðja manninum sem einnig sprengdi sig á flugvellinum, meira en 30 manns. Fjórði maðurinn, Najim Laachraoui, komst undan og var hans ákaft leitað í gær. Hann er talinn hafa verið sprengjusérfræðingurinn í hópnum og sást á flugvellinum í Brussel ásamt öðrum Bakraoui-bróðurnum og þriðja manni, sem einnig sprengdi sig í loft upp. Laachraoui virðist hafa verið með stærstu sprengjuna, en af einhverjum ástæðum sprakk hún ekki og hann lét sig hverfa. Fjölmiðlar í Belgíu héldu því fram í gærmorgun að Laachraoui hefði verið handtekinn í Anderlecht-hverfinu í Brussel, en þær fregnir voru bornar til baka. Annar maður var handtekinn þar og yfirheyrður í tengslum við árásirnar. Talið er að Salah Abdeslam, sá sem handtekinn var í Brussel í síðustu viku, hafi líklega ætlað sér að taka þátt í hryðjuverkaárás í Brussel með félögum sínum, sem síðan létu til skarar skríða á þriðjudaginn. Þetta hefur bandaríska fréttastöðin CNN eftir belgískum embættismanni. Salah hefur verið í yfirheyrslum og veitt lögreglunni margvíslegar upplýsingar, bæði um árásirnar í Brussel á þriðjudaginn og árásirnar í París í nóvember, sem kostuðu 130 manns lífið. Salah tók sjálfur þátt í árásunum í París en sprengdi sig á endanum ekki í loft upp, þótt talið sé að hann hafi upphaflega ætlað að gera það. Bróðir hans, Brahim Abdeslam, var hins vegar einn þeirra sem drápu sig í París.Hetjudraumar og ævintýraþráÍ skýrslu frá evrópsku lögreglustofnuninni Europol frá í janúar síðastliðnum segir að evrópskir hryðjuverkahópar, sem kenna sig við Íslamska ríkið, séu að mestu „heimaræktaðir“ og staðbundnir. Þá segir í skýrslunni að stór hluti þeirra Evrópubúa, sem haldið hafa til liðs við Íslamska ríkið í Sýrlandi eða Írak, hafi áður greinst með geðræn vandamál. Margir þeirra hafi auk þess áður komist í kast við lögin, ýmist fyrir smáglæpi eða stærri afbrot. Þar segir einnig að trúarleg áhrif hafi að stórum hluta vikið fyrir félagslegum þáttum þegar skoðað er hvað hreki einstaklinga út á þessar brautir. Þar skipti jafningjaþrýstingur og félagslegar fyrirmyndir meira máli en trúarlegar pælingar „Auk þess gætu rómantískar væntingar um að vera þátttakandi í mikilvægum og spennandi atburðum átt hlut að máli,“ segir í skýrslunni. „Sjálfsvígssprengjumenn líta frekar á sig sem hetjur en trúarlega píslarvotta.“Fréttin birtist fyrst Fréttablaðinu 24. mars Hryðjuverk í Brussel Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Lögreglan í Brussel fann í gær búnað til sprengjugerðar í húsi í Schaerbeek-hverfinu í norðurhluta borgarinnar. Ljóst þótti að bræðurnir Khalid og Ibrahim el Bakraoui hefðu, ásamt félögum sínum, notað húsnæðið við undirbúning hryðjuverkanna á þriðjudag. Lögreglan fann þar meðal annars tölvu sem annar bræðranna, Ibrahim, hafði notað en hent í ruslið. Á tölvunni var að finna eins konar yfirlýsingu, þar sem hann segist vera á flótta og ekki geta hugsað sér að lenda í fangelsi: „Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég er að flýta mér. Ég er á flótta. Menn eru að leita að mér alls staðar. Og ef ég gef mig fram þá enda ég í fangelsi.“ Ibrahim, eða Brahim eins og hann er einnig nefndur, er sá sem sprengdi sig í loft upp á flugvellinum í Brussel. Hinn bróðirinn, Khalid, sprengdi sig á lestarstöðinni. Samtals myrtu þeir, ásamt þriðja manninum sem einnig sprengdi sig á flugvellinum, meira en 30 manns. Fjórði maðurinn, Najim Laachraoui, komst undan og var hans ákaft leitað í gær. Hann er talinn hafa verið sprengjusérfræðingurinn í hópnum og sást á flugvellinum í Brussel ásamt öðrum Bakraoui-bróðurnum og þriðja manni, sem einnig sprengdi sig í loft upp. Laachraoui virðist hafa verið með stærstu sprengjuna, en af einhverjum ástæðum sprakk hún ekki og hann lét sig hverfa. Fjölmiðlar í Belgíu héldu því fram í gærmorgun að Laachraoui hefði verið handtekinn í Anderlecht-hverfinu í Brussel, en þær fregnir voru bornar til baka. Annar maður var handtekinn þar og yfirheyrður í tengslum við árásirnar. Talið er að Salah Abdeslam, sá sem handtekinn var í Brussel í síðustu viku, hafi líklega ætlað sér að taka þátt í hryðjuverkaárás í Brussel með félögum sínum, sem síðan létu til skarar skríða á þriðjudaginn. Þetta hefur bandaríska fréttastöðin CNN eftir belgískum embættismanni. Salah hefur verið í yfirheyrslum og veitt lögreglunni margvíslegar upplýsingar, bæði um árásirnar í Brussel á þriðjudaginn og árásirnar í París í nóvember, sem kostuðu 130 manns lífið. Salah tók sjálfur þátt í árásunum í París en sprengdi sig á endanum ekki í loft upp, þótt talið sé að hann hafi upphaflega ætlað að gera það. Bróðir hans, Brahim Abdeslam, var hins vegar einn þeirra sem drápu sig í París.Hetjudraumar og ævintýraþráÍ skýrslu frá evrópsku lögreglustofnuninni Europol frá í janúar síðastliðnum segir að evrópskir hryðjuverkahópar, sem kenna sig við Íslamska ríkið, séu að mestu „heimaræktaðir“ og staðbundnir. Þá segir í skýrslunni að stór hluti þeirra Evrópubúa, sem haldið hafa til liðs við Íslamska ríkið í Sýrlandi eða Írak, hafi áður greinst með geðræn vandamál. Margir þeirra hafi auk þess áður komist í kast við lögin, ýmist fyrir smáglæpi eða stærri afbrot. Þar segir einnig að trúarleg áhrif hafi að stórum hluta vikið fyrir félagslegum þáttum þegar skoðað er hvað hreki einstaklinga út á þessar brautir. Þar skipti jafningjaþrýstingur og félagslegar fyrirmyndir meira máli en trúarlegar pælingar „Auk þess gætu rómantískar væntingar um að vera þátttakandi í mikilvægum og spennandi atburðum átt hlut að máli,“ segir í skýrslunni. „Sjálfsvígssprengjumenn líta frekar á sig sem hetjur en trúarlega píslarvotta.“Fréttin birtist fyrst Fréttablaðinu 24. mars
Hryðjuverk í Brussel Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira