Tyrknesk yfirvöld framseldu einn árásarmannanna til Hollands Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. mars 2016 22:10 Brahim og Khalid El Bakraoui. vísir/epa Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að einn árásarmannanna í Brussel hafi verið handtekinn í Tyrlandi á síðasta ári og verið framseldur til Belgíu. Belgísk yfirvöld hafi hins vegar sleppt honum úr haldi. Þetta hafi verið gert þrátt fyrir viðvaranir tyrkneskra yfirvalda um að hann væri yfirlýstur vígamaður. Þetta kemur fram hjá AP. Síðar meir var forsetinn leiðréttur af starfsfólki sínu og bent á að maðurinn hefði verið sendur til Hollands. Fram kemur að maðurinn sem um ræðir hafi verið Brahim El Bakraoui, 29 ára Belga. Honum var sleppt úr haldi eftir að ekki tókst að færa sönnur á tengsl hann við hryðjuverkasamtök. Fram hefur komið að Brahim sprengdi sig í loft upp ásamt bróður sínum, Khalid. Brahim réðst á Zaventem-flugvöllinn, þar sem ellefu létust, en Khalid á Maelbeek lestarstöðina þar sem tuttugu féllu. Um 230 særðust í sprengingunum. Þetta kemur fram á vef BBC. Tveir aðrir árásarmenn voru ásamt Khalid á flugvellinum. Annar þeirra lét til skarar skríða og hafa kennsl ekki verið borin á lík hans. Hins mannsins er enn leitað og óvitað hver hann er eða hvar hann heldur til. Yfirvöld hafa hafist handa við að birta nöfn þeirra sem féllu í árásinni. Fyrsta nafnið sem gefið var út er Adelma Tapia Ruiz, 36 ára kona frá Perú. Hún var þar ásamt eiginmanni sínum og tvíbuaradætrum þegar sprengingarnar urðu. Stúlkurnar höfðu skroppið frá til að leika sér og varð það þeim líklega til lífs. Belgískur eiginmaður hennar særðist í árásinni en ekki lífshættulega. Þetta kemur fram hjá The Guardian. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Belgíu vegna árásanna. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um framgang mála í Brussel. Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Fundu búnað til sprengjugerðar í húsleit Annar Bakraoui-bræðranna sagðist ráðþrota og hræddur við að lenda í fangelsi. Yfirlýsing frá Brahim Bakraoui fannst í tölvu, sem hann henti í ruslið. Fjórða mannsins er enn leitað. 24. mars 2016 07:00 Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16 Stöð 2 í Brussel: Þriggja daga þjóðarsorg Una Sighvatsdóttir fréttamaður og Björn G. Sigurðsson tökumaður eru í Brussel og munu fjalla þaðan um eftirmála hryðjuverkanna í fréttum Stöðvar2 í kvöld. Íbúar Brussel buðu óttanum byrginn í miðborginni í dag eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23. mars 2016 17:37 Sögðu einn árásarmanninn hafa verið handtekinn Najim Laachraoui er talinn vera sprengjusmiður hópsins sem gerði árásirnar í Brussel í gær. 23. mars 2016 10:55 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að einn árásarmannanna í Brussel hafi verið handtekinn í Tyrlandi á síðasta ári og verið framseldur til Belgíu. Belgísk yfirvöld hafi hins vegar sleppt honum úr haldi. Þetta hafi verið gert þrátt fyrir viðvaranir tyrkneskra yfirvalda um að hann væri yfirlýstur vígamaður. Þetta kemur fram hjá AP. Síðar meir var forsetinn leiðréttur af starfsfólki sínu og bent á að maðurinn hefði verið sendur til Hollands. Fram kemur að maðurinn sem um ræðir hafi verið Brahim El Bakraoui, 29 ára Belga. Honum var sleppt úr haldi eftir að ekki tókst að færa sönnur á tengsl hann við hryðjuverkasamtök. Fram hefur komið að Brahim sprengdi sig í loft upp ásamt bróður sínum, Khalid. Brahim réðst á Zaventem-flugvöllinn, þar sem ellefu létust, en Khalid á Maelbeek lestarstöðina þar sem tuttugu féllu. Um 230 særðust í sprengingunum. Þetta kemur fram á vef BBC. Tveir aðrir árásarmenn voru ásamt Khalid á flugvellinum. Annar þeirra lét til skarar skríða og hafa kennsl ekki verið borin á lík hans. Hins mannsins er enn leitað og óvitað hver hann er eða hvar hann heldur til. Yfirvöld hafa hafist handa við að birta nöfn þeirra sem féllu í árásinni. Fyrsta nafnið sem gefið var út er Adelma Tapia Ruiz, 36 ára kona frá Perú. Hún var þar ásamt eiginmanni sínum og tvíbuaradætrum þegar sprengingarnar urðu. Stúlkurnar höfðu skroppið frá til að leika sér og varð það þeim líklega til lífs. Belgískur eiginmaður hennar særðist í árásinni en ekki lífshættulega. Þetta kemur fram hjá The Guardian. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Belgíu vegna árásanna. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um framgang mála í Brussel.
Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Fundu búnað til sprengjugerðar í húsleit Annar Bakraoui-bræðranna sagðist ráðþrota og hræddur við að lenda í fangelsi. Yfirlýsing frá Brahim Bakraoui fannst í tölvu, sem hann henti í ruslið. Fjórða mannsins er enn leitað. 24. mars 2016 07:00 Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16 Stöð 2 í Brussel: Þriggja daga þjóðarsorg Una Sighvatsdóttir fréttamaður og Björn G. Sigurðsson tökumaður eru í Brussel og munu fjalla þaðan um eftirmála hryðjuverkanna í fréttum Stöðvar2 í kvöld. Íbúar Brussel buðu óttanum byrginn í miðborginni í dag eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23. mars 2016 17:37 Sögðu einn árásarmanninn hafa verið handtekinn Najim Laachraoui er talinn vera sprengjusmiður hópsins sem gerði árásirnar í Brussel í gær. 23. mars 2016 10:55 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Fundu búnað til sprengjugerðar í húsleit Annar Bakraoui-bræðranna sagðist ráðþrota og hræddur við að lenda í fangelsi. Yfirlýsing frá Brahim Bakraoui fannst í tölvu, sem hann henti í ruslið. Fjórða mannsins er enn leitað. 24. mars 2016 07:00
Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16
Stöð 2 í Brussel: Þriggja daga þjóðarsorg Una Sighvatsdóttir fréttamaður og Björn G. Sigurðsson tökumaður eru í Brussel og munu fjalla þaðan um eftirmála hryðjuverkanna í fréttum Stöðvar2 í kvöld. Íbúar Brussel buðu óttanum byrginn í miðborginni í dag eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23. mars 2016 17:37
Sögðu einn árásarmanninn hafa verið handtekinn Najim Laachraoui er talinn vera sprengjusmiður hópsins sem gerði árásirnar í Brussel í gær. 23. mars 2016 10:55
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent