
Abdeslam segist ekki hafa vitað af árásunum

Sven Mary sagði Abdeslam vonast til þess að verða sendur til Frakklands sem fyrst. Hann vilji útskýra aðgerðir sínar fyrir Frökkum. Hann er með franskt ríkisfang en er fæddur í Belgíu.
Innanríkisráðherra Belgíu sagði frá því í morgun að um 300 manns hefðu særst í árásunum í Brussel á þriðjudaginn. Þar af væru um 61 enn á gjörgæslu. Maggie de Block sagði mögulegt að fjöldi látinna muni hækka. Minnst 31 létu lífið í sprengingunum á Zaventem flugvellinum og Maelbeek lestarstöðinni.
Fjölmiðlar ytra segja nú frá því að yfirvöld í Frakklandi og Belgíu leiti nú að manni sem sást á öryggismyndavélum standa við hlið Khaleid el-Bakraoui, skömmu áður en hann sprengdi sig á Maelbeek. Sá maður hafi haldið á stórum poka.
Þá stendur enn leit yfir að þriðja árásarmanninum á Zaventem. Sá flúði eftir að sprengjan sem hann var með sprakk ekki.
Tengdar fréttir

Fundu búnað til sprengjugerðar í húsleit
Annar Bakraoui-bræðranna sagðist ráðþrota og hræddur við að lenda í fangelsi. Yfirlýsing frá Brahim Bakraoui fannst í tölvu, sem hann henti í ruslið. Fjórða mannsins er enn leitað.

Lýst er eftir fjórða árásarmanninum
Sjálfsvígsrásirnar í Brussel kostuðu að minnsta kosti 30 manns lífið. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð. Tveir grunaðir vitorðsmenn voru handteknir og lýst er eftir þeim þriðja. Forsætisráðherra Belgíu hvetur fólk til að hald

Lifði af sína þriðju hryðjuverkaárás
Hinn nítján ára gamli Mason Wells hefur upplifað þrjár hryðjuverkaárásir og sloppið lifandi frá þeim öllum.

Hver eru viðbrögð utanríkisráðuneytisins þegar hryðjuverk eru framin?
Sérstakt neyðarteymi er strax ræst út og samfélagsmiðlar hjálpa mjög til við að afla uppýsinga um Íslendinga þegar hryðjuverkaárás er gerð.

Árásarmennirnir í Brussel bræður
Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær.

Tyrknesk yfirvöld framseldu einn árásarmannanna til Hollands
Hollendingar og Belgar voru varaðir við því að mikil ógn stæði af manninum.