Kári ósáttur við rauða spjaldið: Þeir búa eitthvað til út af því að þetta er sjónvarpsleikur Ingvi Þór Sæmundsson í Hertz-höllinni skrifar 24. mars 2016 16:16 Kári var ekki sáttur í leikslok. vísir/ernir Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var hundfúll með að missa toppsæti Olís-deildar kvenna í hendur Hauka í dag. Grótta leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 14-11, í uppgjöri toppliðanna en Haukar voru miklu sterkari í upphafi seinni hálfleiks, skoruðu sex fyrstu mörk hans og unnu að lokum þriggja marka sigur, 19-22. "Við náðum ekki að skapa okkur færi og vorum að sama skapi klaufar í varnarleiknum. Ramune [Pekarskyte] leysti mikið inn og við leystum það ekki nógu vel," sagði Kári sem var langt frá því að vera sáttur með dómara leiksins, þá Bjarka Bóasson og Gunnar Óla Gústafsson. "Það var algjörlega augljós ruðningsdómur sem þeir sleppa þegar þær skora snemma í seinni hálfleik. Síðan stoppa þeir tímann þegar við erum komnar í færi til að veita eitthvað tiltal og svo ég fari ekki í þetta rauða spjald," sagði Kári og vísaði til rauða spjaldsins sem Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fékk á 50. mínútu fyrir, að því er virtist, afar litlar sakir. "Þetta var skandall og breytti leiknum. Þeir segja að hún rífi í hárið á henni. Manneskjan stendur bara og er ekkert sérstaklega hársár og er ágæt þegar hún labbar í burtu. "Þú verður að lesa í augnablikið, það er ekki eins og þakið hafi verið að rifna af húsinu og allir að biðja um eitthvað. Þá búa þeir bara til eitthvað, líklega út af því að þetta er sjónvarpsleikur. Ég ætla að giska á það." Kári var sömuleiðis ósáttur við sóknarleik síns liðs en hefur hann áhyggjur af því á hversu lágt plan hann getur dottið? "Jájá, auðvitað er ég það. Ég var samt sáttur við fyrri hálfleikinn þar sem við skorum 14 mörk og klúðrum auk þess 3-4 færum. Síðan kom seinni hálfleikurinn þar sem við náðum ekki að búa til stöður og fylgja því nægjanlega vel eftir," sagði Kári að endingu. Olís-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Haukur tæpur fyrir leik dagsins Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjá meira
Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var hundfúll með að missa toppsæti Olís-deildar kvenna í hendur Hauka í dag. Grótta leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 14-11, í uppgjöri toppliðanna en Haukar voru miklu sterkari í upphafi seinni hálfleiks, skoruðu sex fyrstu mörk hans og unnu að lokum þriggja marka sigur, 19-22. "Við náðum ekki að skapa okkur færi og vorum að sama skapi klaufar í varnarleiknum. Ramune [Pekarskyte] leysti mikið inn og við leystum það ekki nógu vel," sagði Kári sem var langt frá því að vera sáttur með dómara leiksins, þá Bjarka Bóasson og Gunnar Óla Gústafsson. "Það var algjörlega augljós ruðningsdómur sem þeir sleppa þegar þær skora snemma í seinni hálfleik. Síðan stoppa þeir tímann þegar við erum komnar í færi til að veita eitthvað tiltal og svo ég fari ekki í þetta rauða spjald," sagði Kári og vísaði til rauða spjaldsins sem Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fékk á 50. mínútu fyrir, að því er virtist, afar litlar sakir. "Þetta var skandall og breytti leiknum. Þeir segja að hún rífi í hárið á henni. Manneskjan stendur bara og er ekkert sérstaklega hársár og er ágæt þegar hún labbar í burtu. "Þú verður að lesa í augnablikið, það er ekki eins og þakið hafi verið að rifna af húsinu og allir að biðja um eitthvað. Þá búa þeir bara til eitthvað, líklega út af því að þetta er sjónvarpsleikur. Ég ætla að giska á það." Kári var sömuleiðis ósáttur við sóknarleik síns liðs en hefur hann áhyggjur af því á hversu lágt plan hann getur dottið? "Jájá, auðvitað er ég það. Ég var samt sáttur við fyrri hálfleikinn þar sem við skorum 14 mörk og klúðrum auk þess 3-4 færum. Síðan kom seinni hálfleikurinn þar sem við náðum ekki að búa til stöður og fylgja því nægjanlega vel eftir," sagði Kári að endingu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Haukur tæpur fyrir leik dagsins Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjá meira