NBA: James stigalaus í fjórða leikhluta og leikur Cleveland hrundi | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2016 10:00 LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers sýndu enn á ný veikleikamerki í tapi á móti Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Russell Westbrook fékk ekki að spila í lokaleikhlutanum og náði því ekki þrennu í fjórða leiknum í röð. Þetta var gott kvöld fyrir New York liðin því Knicks vann líka sinn leik og einnig nýliðann Myles Turner hjá Indiana sem hélt upp á tvítugsafmælið sitt með stórleik.Brook Lopez skoraði 22 stig og þar á meðal fimm síðustu stigin þegar Brooklyn Nets vann 104-95 sigur á Cleveland Cavaliers. Miðherjinn var einnig með 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Shane Larkin kom aftur inn í byrjunarliðið og var með 16 stig og 7 stoðsendingar. LeBron James var kominn með 30 stig eftir þrjá leikhluta þar sem hann hitti úr 13 af fyrstu 14 skotum sínum. James klikkaði aftur á móti á báðum skotum sínum í fjórða leikhlutanum og var þá stigalaus. Brooklyn-liðið vann leikhlutann 24-12 og þar með leikinn með níu stigum. Leikur Cleveland Cavaliers hrundi algjörlega í lokin þegar náði 14-0 spretti á síðustu sex mínútunum og tryggði sér sigurinn. Cavaliers-liðið var fyrir leikinn búið að vinna 32 fleiri leiki en Brooklyn á tímabilinu. Kyrie Irving (13 stig) og Kevin Love (11 stig og 12 fráköst) voru næstir James í stigaskorun en þeir þurftu 36 skot til þess að skora þessi 24 stig sín og voru saman 1 af 13 fyrir utan þriggja stiga línuna.Kevin Durant var með 20 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst þegar Oklahoma City Thunder vann öruggan 113-91 heimasigur á Utah Jazz. Þetta var sjötti sigur Oklahoma City í röð. Russell Westbrook átti möguleika á að ná þrennu í fjórða leiknum í röð en fékk ekkert að spila í fjórða leikhluta þegar Thunder-liðið var komið með örugga forystu. Westbrook var með 15 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst í fyrstu þremur leikhlutanum og því kominn í færi við enn eina þrennuna.Carmelo Anthony skoraði 26 stig og nýliðinn Kristaps Porzingis var með 19 stig þegar New York Knicks vann 106-94 sigur á Chicago Bulls en Knicks vann því báða leiki liðanna á tímabilinu. Derrick Rose skoraði 30 stig fyrir Chicago sem er nú í hættu á að komast ekki í úrslitakeppnina.Myles Turner var með 24 stig og 16 fráköst á tuttugu ára afmælisdeginum sínum þegar lið hans Indiana Pacers vann 92-84 heimasigur á New Orleans Pelicans. Þetta var annar sigur Indiana í röð en liðið missti Paul George af velli meiddan í þriðja leikhlutanum. J.J. Redick skoraði sigurkörfuna rétt áður en leiktíminn rann út þegar Los Angeles Clippers vann 96-94 sigur á Portland Trail Blazers. Clippers átti innskast 1,1 sekúndu fyrir leikslok, Chris Paul fann Redick sem náði að skora rétt inann þriggja stiga línuna. Chris Paul og Jamal Crawford voru stigahæstir hjá Clippers-liðinu með 25 stig hvor en bætti við 12 stigum og 13 fráköstum. Damian Lillard var með 18 stig fyrir Portland sem hefur verið að gefa eftir að undanförnu en þetta var áttunda tap liðsins í síðustu tólf leikjum. Lillard var einnig með átta stoðsendingar en hitti aðeins úr 4 af 16 skotum sínum.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Indiana Pacers - New Orleans Pelicans 92-84 Brooklyn Nets - Cleveland Cavaliers 104-95 New York Knicks - Chicago Bulls 106-94 Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 113-91 Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 96-94Staðan í NBA-deildinni eftir leiki næturinnar. NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Sjá meira
LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers sýndu enn á ný veikleikamerki í tapi á móti Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Russell Westbrook fékk ekki að spila í lokaleikhlutanum og náði því ekki þrennu í fjórða leiknum í röð. Þetta var gott kvöld fyrir New York liðin því Knicks vann líka sinn leik og einnig nýliðann Myles Turner hjá Indiana sem hélt upp á tvítugsafmælið sitt með stórleik.Brook Lopez skoraði 22 stig og þar á meðal fimm síðustu stigin þegar Brooklyn Nets vann 104-95 sigur á Cleveland Cavaliers. Miðherjinn var einnig með 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Shane Larkin kom aftur inn í byrjunarliðið og var með 16 stig og 7 stoðsendingar. LeBron James var kominn með 30 stig eftir þrjá leikhluta þar sem hann hitti úr 13 af fyrstu 14 skotum sínum. James klikkaði aftur á móti á báðum skotum sínum í fjórða leikhlutanum og var þá stigalaus. Brooklyn-liðið vann leikhlutann 24-12 og þar með leikinn með níu stigum. Leikur Cleveland Cavaliers hrundi algjörlega í lokin þegar náði 14-0 spretti á síðustu sex mínútunum og tryggði sér sigurinn. Cavaliers-liðið var fyrir leikinn búið að vinna 32 fleiri leiki en Brooklyn á tímabilinu. Kyrie Irving (13 stig) og Kevin Love (11 stig og 12 fráköst) voru næstir James í stigaskorun en þeir þurftu 36 skot til þess að skora þessi 24 stig sín og voru saman 1 af 13 fyrir utan þriggja stiga línuna.Kevin Durant var með 20 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst þegar Oklahoma City Thunder vann öruggan 113-91 heimasigur á Utah Jazz. Þetta var sjötti sigur Oklahoma City í röð. Russell Westbrook átti möguleika á að ná þrennu í fjórða leiknum í röð en fékk ekkert að spila í fjórða leikhluta þegar Thunder-liðið var komið með örugga forystu. Westbrook var með 15 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst í fyrstu þremur leikhlutanum og því kominn í færi við enn eina þrennuna.Carmelo Anthony skoraði 26 stig og nýliðinn Kristaps Porzingis var með 19 stig þegar New York Knicks vann 106-94 sigur á Chicago Bulls en Knicks vann því báða leiki liðanna á tímabilinu. Derrick Rose skoraði 30 stig fyrir Chicago sem er nú í hættu á að komast ekki í úrslitakeppnina.Myles Turner var með 24 stig og 16 fráköst á tuttugu ára afmælisdeginum sínum þegar lið hans Indiana Pacers vann 92-84 heimasigur á New Orleans Pelicans. Þetta var annar sigur Indiana í röð en liðið missti Paul George af velli meiddan í þriðja leikhlutanum. J.J. Redick skoraði sigurkörfuna rétt áður en leiktíminn rann út þegar Los Angeles Clippers vann 96-94 sigur á Portland Trail Blazers. Clippers átti innskast 1,1 sekúndu fyrir leikslok, Chris Paul fann Redick sem náði að skora rétt inann þriggja stiga línuna. Chris Paul og Jamal Crawford voru stigahæstir hjá Clippers-liðinu með 25 stig hvor en bætti við 12 stigum og 13 fráköstum. Damian Lillard var með 18 stig fyrir Portland sem hefur verið að gefa eftir að undanförnu en þetta var áttunda tap liðsins í síðustu tólf leikjum. Lillard var einnig með átta stoðsendingar en hitti aðeins úr 4 af 16 skotum sínum.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Indiana Pacers - New Orleans Pelicans 92-84 Brooklyn Nets - Cleveland Cavaliers 104-95 New York Knicks - Chicago Bulls 106-94 Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 113-91 Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 96-94Staðan í NBA-deildinni eftir leiki næturinnar.
NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti