Hrafnhildur Hanna búin að ná öllum nema Ramune Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2016 20:00 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir. Vísir/Stefán Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði tólf mörk í jafntefli Selfoss og ÍBV í Vestmannaeyjum í gær og hefur þar með skorað 217 deildarmörk á tímabilinu. Hrafnhildur Hanna hafði farið yfir tvö marka múrinn í leiknum á undan en hoppaði nú upp um fimm sæti og alla leið upp í annað sæti yfir þær sem hafa skorað flest mörk á einu tímabili undanfarna tvo áratugi. Hrafnhildur Hanna komst upp fyrir þær Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur (3 tímabili) og Pövlu Plaminkovu (1 tímabili) með því að skora þessi tólf mörk í Eyjum í gær. Hrafnhildur Hanna hefur náð öllum nema Ramune Pekarskyte sem skoraði 253 mörk í 25 leikjum tímabilið 2003 til 2004. Ramune var að skora yfir tíu mörk að meðaltali í leik það tímabil. Hrafnhildur Hanna hefur skorað þessi 217 mörk í 23 leikjum sem þýðir að hún hefur skorað 9,4 mörk að meðaltali í leik sem magnað framlag hjá þessari 21 árs gömlu stelpu. Hrafnhildur Hanna varð markadrottning Olís-deildarinnar í fyrra en þá var hún með 159 mörk í 22 leikjum eða 7,2 mörk í leik. Hún hefur því hækkað meðalskor sitt um tvö mörk í leik. Það eru ekki miklar líkur á því að Hrafnhildur Hanna nái markameti Ramune Pekarskyte en til þess þyrfti hún að skora 36 mörk í síðustu þremur leikjum Selfossliðsins sem eru á móti Stjörnunni (heima), HK (úti) og FH (heima). Hrafnhildur Hanna skoraði samtals 27 mörk í fyrri leikjum Selfoss á móti þessum þremur liðum. Hrafnhildur Hanna þarf að skora tólf mörk að meðaltali í leik til að ná meti Ramune sem ætti því að lifa af enn eitt tímabili. Ramune var erlendur leikmaður þegar hún setti metið sitt á sínum tíma og því hefur engin íslensk kona skorað fleiri mörk á einu tímabili en Hrafnhildur Hanna á þessari leiktíð.Flest mörk á einu tímabili í efstu deild kvenna 1995-2016:(Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu HSÍ)Ramune Pekarskyte, Haukum 2003-04 - 253 mörkHrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfossi 2015-16 - 217 mörk Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Haukum 2009-10 - 215 mörk Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Haukum 2008-09 - 212 mörk Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Haukum 2002-03 - 210 mörk Pavla Plaminkova, ÍBV 2006-07 - 206 mörk Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, FH 2009-10 - 190 mörk Anna Yakova, ÍBV 2003-04 - 185 mörk Vera Lopes, ÍBV 2013-14 - 185 mörk Halla María Helgadóttir, Víkingur 1997-98 - 183 mörk Olís-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Sjá meira
Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði tólf mörk í jafntefli Selfoss og ÍBV í Vestmannaeyjum í gær og hefur þar með skorað 217 deildarmörk á tímabilinu. Hrafnhildur Hanna hafði farið yfir tvö marka múrinn í leiknum á undan en hoppaði nú upp um fimm sæti og alla leið upp í annað sæti yfir þær sem hafa skorað flest mörk á einu tímabili undanfarna tvo áratugi. Hrafnhildur Hanna komst upp fyrir þær Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur (3 tímabili) og Pövlu Plaminkovu (1 tímabili) með því að skora þessi tólf mörk í Eyjum í gær. Hrafnhildur Hanna hefur náð öllum nema Ramune Pekarskyte sem skoraði 253 mörk í 25 leikjum tímabilið 2003 til 2004. Ramune var að skora yfir tíu mörk að meðaltali í leik það tímabil. Hrafnhildur Hanna hefur skorað þessi 217 mörk í 23 leikjum sem þýðir að hún hefur skorað 9,4 mörk að meðaltali í leik sem magnað framlag hjá þessari 21 árs gömlu stelpu. Hrafnhildur Hanna varð markadrottning Olís-deildarinnar í fyrra en þá var hún með 159 mörk í 22 leikjum eða 7,2 mörk í leik. Hún hefur því hækkað meðalskor sitt um tvö mörk í leik. Það eru ekki miklar líkur á því að Hrafnhildur Hanna nái markameti Ramune Pekarskyte en til þess þyrfti hún að skora 36 mörk í síðustu þremur leikjum Selfossliðsins sem eru á móti Stjörnunni (heima), HK (úti) og FH (heima). Hrafnhildur Hanna skoraði samtals 27 mörk í fyrri leikjum Selfoss á móti þessum þremur liðum. Hrafnhildur Hanna þarf að skora tólf mörk að meðaltali í leik til að ná meti Ramune sem ætti því að lifa af enn eitt tímabili. Ramune var erlendur leikmaður þegar hún setti metið sitt á sínum tíma og því hefur engin íslensk kona skorað fleiri mörk á einu tímabili en Hrafnhildur Hanna á þessari leiktíð.Flest mörk á einu tímabili í efstu deild kvenna 1995-2016:(Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu HSÍ)Ramune Pekarskyte, Haukum 2003-04 - 253 mörkHrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfossi 2015-16 - 217 mörk Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Haukum 2009-10 - 215 mörk Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Haukum 2008-09 - 212 mörk Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Haukum 2002-03 - 210 mörk Pavla Plaminkova, ÍBV 2006-07 - 206 mörk Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, FH 2009-10 - 190 mörk Anna Yakova, ÍBV 2003-04 - 185 mörk Vera Lopes, ÍBV 2013-14 - 185 mörk Halla María Helgadóttir, Víkingur 1997-98 - 183 mörk
Olís-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Sjá meira