Erlent

Furðu lostinn eftir að smáfugl flögraði upp á pontuna

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Sanders vissi ekki almennilega hvernig hann átti að haga sér eftir komu þessa óvænta gests.
Sanders vissi ekki almennilega hvernig hann átti að haga sér eftir komu þessa óvænta gests. mynd/youtube
Forvalskosningar Demókrata fara fram í þremur ríkjum í vesturhluta landsins í kvöld. Þar er um að ræða Hawaii, Washington og Alaska. Bernie Sanders heldur enn í vonina með að ná Hillary Clinton þó að róðurinn sé þungur.

Sem stendur hefur Clinton landað 1.691 kjörmönnum af þeim 2.383 sem þarf til sigurs. Að auki eru 468 „ofurkjörmenn“ á hennar bandi. Bernie er hins vegar aðeins með 949 kjörmenn og tæplega þrjátíu þeirra falla í ofur flokkinn. Ofurkjörmenn eru meðal annars þingmenn flokksins og fyrrum leiðtogar hans.

Hvað sem gerist í kvöld er ljóst að úrslitin munu ekki ráðast þá enda fjöldi stærri og mikilvægari ríkja eftir. Mikilvægasta ríki kvöldsins er Washington er þar er 101 fulltrúi í boði. Í Hawaii er hægt að bæta 25 við sig og sextán í Alaska.

Hvað sem fulltrúum liður þá virðist dýraríkið halda með Bernie. Á kosningafundi hans í Portland í gær flögraði smáfugl upp á pontuna þar sem frambjóðandinn var í miðri ræðu. Honum var augljóslega brugðið og vissi ekki hvernig hann átti að haga sér. Á meðan áhorfendur fögnuðu ákaft og litu upp til himna.

Myndband af þessu atviki má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×