Þrjú þúsund krefjast afsagnar Sigmundar Davíðs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2016 20:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Ernir Rúmlega þrjú þúsund manns hafa skrifað undir í undirskriftarsöfnun þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður vegna Wintris-málsins. Undirskriftasöfnunin var sett af stað í gær og hafa 3.112 skrifað undir á rúmlega sólarhring. Í lýsingu undirskriftarsöfnunarinnar segir að Sigmundur Davíð hafi gerst sekur um alvarlegan siðferðisbrest vegna aflandsfélags eiginkonu sinnar, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, Wintris inc. Eftir að forsætisráðherrafrúin upplýsti á Facebook að hún væri eigandi félagsins Wintris á Bresku-Jómfrúreyjum sem hefði lýst 523 milljóna króna kröfu í slitabú föllnu bankana hefur umræðan meðal annars snúist um hvort forsætisráðherra hafi átt hagsmuna að gæta þegar stjórnvöld leystu úr málefnum slitabúanna.Sjá einnig: Segja Wintris ekki hafa verið í skattaskjóliÍ lýsingu undirskriftasöfnunarinnar er því haldið fram að Sigmundur Davíð hafi verið vanhæfur til þess að leysa úr málefnum slitabúanna og að hann hafi ákveðið að „halda leyndu fyrir kjósendum þeim fjárhagslegum hagsmunum sem eiginkona hans á í svokölluðu erlendu skattaskjóli, sem má ætla að séu einnig hans eigin hagsmunir t.d. út frá lögum um hjúskap.“ Mikill styr hefur staðið um málið frá því að upp um það komst og heimildir Fréttablaðsins herma að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði sín á milli hvort styðja eigi hugsanlegt vantraust á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vegna eigna eiginkonu hans á Bresku Jómfrúreyjum.Sjá einnig: Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkariSigmundur Davíð segir sjálfur að það hefði orkað mjög tvímælis siðferðilega ef hann hefði gert kröfuhöfum og öðrum grein fyrir því að eiginkona sín ætti inni pening hjá föllnu bönkunum. Sigmundur og eiginkona hans Anna S. Pálsdóttir, hafa birt samantekt um erlenda félagið Wintris á bloggsíðu Sigmundar.Sigmundur Davíð segir einnig að staða sín hafi aldrei hafa verið sterkari en nú. Hann segist ekkert rangt hafa gert. Þá vonast hann til þess að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu á þinginu. Hann hlakki til þess og óttist ekki slíka tillögu.Umfjöllun Stöðvar 2 um málið má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Segja Wintris ekki hafa verið í skattaskjóli Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug Pálsdóttir birtu samantekt um Wintris málið. 27. mars 2016 11:58 Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41 Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00 Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
Rúmlega þrjú þúsund manns hafa skrifað undir í undirskriftarsöfnun þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður vegna Wintris-málsins. Undirskriftasöfnunin var sett af stað í gær og hafa 3.112 skrifað undir á rúmlega sólarhring. Í lýsingu undirskriftarsöfnunarinnar segir að Sigmundur Davíð hafi gerst sekur um alvarlegan siðferðisbrest vegna aflandsfélags eiginkonu sinnar, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, Wintris inc. Eftir að forsætisráðherrafrúin upplýsti á Facebook að hún væri eigandi félagsins Wintris á Bresku-Jómfrúreyjum sem hefði lýst 523 milljóna króna kröfu í slitabú föllnu bankana hefur umræðan meðal annars snúist um hvort forsætisráðherra hafi átt hagsmuna að gæta þegar stjórnvöld leystu úr málefnum slitabúanna.Sjá einnig: Segja Wintris ekki hafa verið í skattaskjóliÍ lýsingu undirskriftasöfnunarinnar er því haldið fram að Sigmundur Davíð hafi verið vanhæfur til þess að leysa úr málefnum slitabúanna og að hann hafi ákveðið að „halda leyndu fyrir kjósendum þeim fjárhagslegum hagsmunum sem eiginkona hans á í svokölluðu erlendu skattaskjóli, sem má ætla að séu einnig hans eigin hagsmunir t.d. út frá lögum um hjúskap.“ Mikill styr hefur staðið um málið frá því að upp um það komst og heimildir Fréttablaðsins herma að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði sín á milli hvort styðja eigi hugsanlegt vantraust á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vegna eigna eiginkonu hans á Bresku Jómfrúreyjum.Sjá einnig: Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkariSigmundur Davíð segir sjálfur að það hefði orkað mjög tvímælis siðferðilega ef hann hefði gert kröfuhöfum og öðrum grein fyrir því að eiginkona sín ætti inni pening hjá föllnu bönkunum. Sigmundur og eiginkona hans Anna S. Pálsdóttir, hafa birt samantekt um erlenda félagið Wintris á bloggsíðu Sigmundar.Sigmundur Davíð segir einnig að staða sín hafi aldrei hafa verið sterkari en nú. Hann segist ekkert rangt hafa gert. Þá vonast hann til þess að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu á þinginu. Hann hlakki til þess og óttist ekki slíka tillögu.Umfjöllun Stöðvar 2 um málið má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Segja Wintris ekki hafa verið í skattaskjóli Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug Pálsdóttir birtu samantekt um Wintris málið. 27. mars 2016 11:58 Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41 Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00 Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
Segja Wintris ekki hafa verið í skattaskjóli Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug Pálsdóttir birtu samantekt um Wintris málið. 27. mars 2016 11:58
Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41
Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38
Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06
Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00
Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02
Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48