300 lýsa yfir stuðningi við Sigmund en 8000 vilja afsögn Bjarki Ármannsson skrifar 28. mars 2016 22:20 Tæplega átta þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér. Vísir/Ernir Tæplega átta þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu, sem greint var frá í gær, þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður vegna Jómfrúarmálsins svokallaða. Önnur undirskriftasöfnun, þar sem Sigmundi er þakkað fyrir góð störf og hann hvattur til að starfa ótrauður áfram, telur þegar þetta er skrifað tæplega þrjú hundruð undirskriftir. Undirskriftasafnanirnar voru báðar gerðar aðgengilegar á laugardag á síðunni Petitions24.com. „Við þökkum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrir eljusama og óeigingjarna baráttu fyrir land, þjóð og komandi kynslóðir gagnvart kröfuhöfum í Icesave-málinu og gagnvart föllnu bönkunum,“ segir í texta með seinni undirskriftasöfnuninni. „Með baráttu sinni tryggði hann þjóðarbúinu mörg hundruð milljarða króna og vann þrekvirki fyrir þjóðina. Hvetjum við hann til að halda ótrauður áfram að vinna að þjóðarhag.“ Í lýsingu fyrri undirskriftarsöfnunarinnar segir að Sigmundur Davíð hafi gerst sekur um alvarlegan siðferðisbrest vegna aflandsfélags eiginkonu sinnar, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, Wintris inc. Eftir að forsætisráðherrafrúin upplýsti á Facebook að hún væri eigandi félagsins Wintris á Bresku-Jómfrúareyjum, sem hefði lýst 523 milljóna króna kröfu í slitabú föllnu bankanna, hefur umræðan meðal annars snúist um hvort forsætisráðherra hafi átt hagsmuna að gæta þegar stjórnvöld leystu úr málefnum slitabúanna. Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41 Sigmundur gæti hafa verið vanhæfur Eiríkur Elís Þorláksson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir ráðherra bundna af hæfisreglum stjórnsýsluréttarins er þeir fara með framkvæmdarvald. 22. mars 2016 07:00 Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Algjör þögn er úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins vegna máls forsætisráðherra. 26. mars 2016 07:00 Vonar að forsætisráðherra bregðist við áður en vantrauststillaga verði lögð fram „Ég held að í öllum þroskuðum lýðræðisríkjum að þá myndi hann segja af sér," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. 21. mars 2016 12:24 Þrjú þúsund krefjast afsagnar Sigmundar Davíðs Undirskriftasöfnun hefur verið hrundið af stað til að krefjast afsagnar forsætisráðherra vegna Wintris-málsins. 27. mars 2016 20:00 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Fleiri fréttir Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Sjá meira
Tæplega átta þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu, sem greint var frá í gær, þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður vegna Jómfrúarmálsins svokallaða. Önnur undirskriftasöfnun, þar sem Sigmundi er þakkað fyrir góð störf og hann hvattur til að starfa ótrauður áfram, telur þegar þetta er skrifað tæplega þrjú hundruð undirskriftir. Undirskriftasafnanirnar voru báðar gerðar aðgengilegar á laugardag á síðunni Petitions24.com. „Við þökkum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrir eljusama og óeigingjarna baráttu fyrir land, þjóð og komandi kynslóðir gagnvart kröfuhöfum í Icesave-málinu og gagnvart föllnu bönkunum,“ segir í texta með seinni undirskriftasöfnuninni. „Með baráttu sinni tryggði hann þjóðarbúinu mörg hundruð milljarða króna og vann þrekvirki fyrir þjóðina. Hvetjum við hann til að halda ótrauður áfram að vinna að þjóðarhag.“ Í lýsingu fyrri undirskriftarsöfnunarinnar segir að Sigmundur Davíð hafi gerst sekur um alvarlegan siðferðisbrest vegna aflandsfélags eiginkonu sinnar, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, Wintris inc. Eftir að forsætisráðherrafrúin upplýsti á Facebook að hún væri eigandi félagsins Wintris á Bresku-Jómfrúareyjum, sem hefði lýst 523 milljóna króna kröfu í slitabú föllnu bankanna, hefur umræðan meðal annars snúist um hvort forsætisráðherra hafi átt hagsmuna að gæta þegar stjórnvöld leystu úr málefnum slitabúanna.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41 Sigmundur gæti hafa verið vanhæfur Eiríkur Elís Þorláksson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir ráðherra bundna af hæfisreglum stjórnsýsluréttarins er þeir fara með framkvæmdarvald. 22. mars 2016 07:00 Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Algjör þögn er úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins vegna máls forsætisráðherra. 26. mars 2016 07:00 Vonar að forsætisráðherra bregðist við áður en vantrauststillaga verði lögð fram „Ég held að í öllum þroskuðum lýðræðisríkjum að þá myndi hann segja af sér," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. 21. mars 2016 12:24 Þrjú þúsund krefjast afsagnar Sigmundar Davíðs Undirskriftasöfnun hefur verið hrundið af stað til að krefjast afsagnar forsætisráðherra vegna Wintris-málsins. 27. mars 2016 20:00 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Fleiri fréttir Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Sjá meira
Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41
Sigmundur gæti hafa verið vanhæfur Eiríkur Elís Þorláksson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir ráðherra bundna af hæfisreglum stjórnsýsluréttarins er þeir fara með framkvæmdarvald. 22. mars 2016 07:00
Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Algjör þögn er úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins vegna máls forsætisráðherra. 26. mars 2016 07:00
Vonar að forsætisráðherra bregðist við áður en vantrauststillaga verði lögð fram „Ég held að í öllum þroskuðum lýðræðisríkjum að þá myndi hann segja af sér," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. 21. mars 2016 12:24
Þrjú þúsund krefjast afsagnar Sigmundar Davíðs Undirskriftasöfnun hefur verið hrundið af stað til að krefjast afsagnar forsætisráðherra vegna Wintris-málsins. 27. mars 2016 20:00