Ólöf Nordal segist ekki eiga eða hafa átt hlut í aflandsfélögum í skattaskjólum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. mars 2016 20:50 Ólöf Nördal innanríkisráðherra segir að hvorki hún né eiginmaður sinn eigi eða hafi átt hlut í fjárfestingar eða eignarhaldsfélögum sem skráð eru í löndum sem talin er vera skattaskjól. Nöfn þeirra eru á lista yfir ráðherra og áhrifamenn í íslensku samfélagi sem tengjast aflandsfélögum í skattaskýrslu. Ólöf sendi frá sér í kvöld yfirlýsingu, sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan, vegna fréttaflutnings um að þrír ráðherrar í ríkisstjórninni, þar á meðal Ólöf, voru sagðir eiga eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum.Sjá einnig: Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólumÍ henni segir að eiginmaður Ólafar, Tómas Már Sigurðsson, framkvæmdastjóri álframleiðslu Alcoa, hafi árið 2006 leitað ráðgjafar hjá Landsbankanum varðandi fjármál og kaupréttarsamninga sem voru hluti af starfskjörum hans. Lögðu ráðgjafar Landsbankans til að stofnað yrði sérstakt erlent fjárfestingarfélag, Dooley Securites. Félagið var stofnað og var Landsbankinn í Lúxemborg skráður eigandi þess. Fengu Tómas og Ólöf umboð á félagið. Segir Ólöf að það sé skýring þess að nöfn þeirra séu á listanum sem um ræðir. Félagið var skráð á Bresku Jómfrúareyjunum, þekktu skattaskjóli.Sjá einnig: Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjumJafnframt segir Ólöf að aðstæður hafi breyst og aldrei hafi komið til þess að Tómas tæki yfir félagið eða nýtt það til fjárfestinga. Segir Ólöf að þetta hafi átt sér stað áður en að hún tók sæti á þingi og hafi öll áform um félagið vera aflögð þegar reglur um hagsmunaskráningu þingmanna tóku gildi.Yfirlýsingu Ólafar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Vegna frétta: Hvorki ég né eiginmaður minn eigum eða höfum átt hlut í fjárfestingar- eða eignarhaldsfélögum sem skráð...Posted by Ólöf Nordal on Tuesday, 29 March 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Ólöf Nördal innanríkisráðherra segir að hvorki hún né eiginmaður sinn eigi eða hafi átt hlut í fjárfestingar eða eignarhaldsfélögum sem skráð eru í löndum sem talin er vera skattaskjól. Nöfn þeirra eru á lista yfir ráðherra og áhrifamenn í íslensku samfélagi sem tengjast aflandsfélögum í skattaskýrslu. Ólöf sendi frá sér í kvöld yfirlýsingu, sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan, vegna fréttaflutnings um að þrír ráðherrar í ríkisstjórninni, þar á meðal Ólöf, voru sagðir eiga eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum.Sjá einnig: Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólumÍ henni segir að eiginmaður Ólafar, Tómas Már Sigurðsson, framkvæmdastjóri álframleiðslu Alcoa, hafi árið 2006 leitað ráðgjafar hjá Landsbankanum varðandi fjármál og kaupréttarsamninga sem voru hluti af starfskjörum hans. Lögðu ráðgjafar Landsbankans til að stofnað yrði sérstakt erlent fjárfestingarfélag, Dooley Securites. Félagið var stofnað og var Landsbankinn í Lúxemborg skráður eigandi þess. Fengu Tómas og Ólöf umboð á félagið. Segir Ólöf að það sé skýring þess að nöfn þeirra séu á listanum sem um ræðir. Félagið var skráð á Bresku Jómfrúareyjunum, þekktu skattaskjóli.Sjá einnig: Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjumJafnframt segir Ólöf að aðstæður hafi breyst og aldrei hafi komið til þess að Tómas tæki yfir félagið eða nýtt það til fjárfestinga. Segir Ólöf að þetta hafi átt sér stað áður en að hún tók sæti á þingi og hafi öll áform um félagið vera aflögð þegar reglur um hagsmunaskráningu þingmanna tóku gildi.Yfirlýsingu Ólafar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Vegna frétta: Hvorki ég né eiginmaður minn eigum eða höfum átt hlut í fjárfestingar- eða eignarhaldsfélögum sem skráð...Posted by Ólöf Nordal on Tuesday, 29 March 2016
Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43
Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08