Klofningar Þorvaldur Gylfason skrifar 10. mars 2016 07:00 Svo virðist nú geta farið að Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum klofni vegna forsetakosninganna þar vestra í haust. Flokkseigendafélagið sættir sig ekki við Donald Trump, kaupsýslumanninn sem virðist líklegur til að hljóta tilnefningu sem forsetaframbjóðandi flokks síns á flokksþinginu næsta sumar. Horfurnar á klofningi Repúblikanaflokksins gefa tilefni til sögulegrar upprifjunar. Fimm sinnum og raunar oftar frá 1912 hefur annar hvor flokkurinn, demókratar eða repúblikanar, klofnað fyrir forsetakosningar, fjórum sinnum með miklum afleiðingum.1912 og 1948 Árið 1912 buðu repúblikanar fram tvo menn úr sínum röðum, Willam Taft sitjandi forseta og Theodore Roosevelt sem hafði verið forseti 1901-1908. Hann hafði brotið upp fyrirtækjasamsteypur til hagsbóta fyrir neytendur og stofnað þjóðgarða, fyrsti umhverfisverndarforsetinn. Þeir tveir, fornvinirnir Roosevelt og Taft, fengu samtals 51% atkvæða. Þetta gerði demókratanum Woodrow Wilson kleift að fara með sigur af hólmi með 42% atkvæða að baki sér. Næst dró til sambærilegra tíðinda 1948 þegar flokkur demókrata klofnaði í þrennt. Suðurríkjaþingmaðurinn Strom Thurmond, andstæðingur blökkumanna, og umbótasinninn Henry Wallace sem hafði áður verið varaforseti Franklins Roosevelt fengu samtals 5% atkvæða. Það dugði ekki til að fella flokksbróður þeirra Harry Truman forseta sem hafði nauman sigur og óvæntan með tæpum 50% atkvæða. Þetta er í eina skiptið sem frambjóðandi klofins flokks ber sigur úr býtum. Undantekningin sannar regluna.1968 og 1992 Suðurríkjademókratinn George Wallace, ríkisstjóri í Alabama, klauf flokk sinn 1968, hlaut 14% atkvæða og hafði sigur í fimm suðurríkjum með hatrömmum áróðri gegn réttindum blökkumanna. Þannig hafði hann trúlega sigurinn af Hubert Humphrey frambjóðanda demókrata, varaforseta Lyndons Johnson 1963-1968. Repúblikaninn Richard Nixon náði því kjöri með 43% atkvæða. Vænta má að kjósendur Wallace hefðu frekar greitt flokksbróður sínum Humphrey atkvæði sitt en Nixon, en það er þó ekki víst. Óvissan stafar af mannréttindalöggjöfinni sem forsetar úr röðum demókrata, John Kennedy og Lyndon Johnson, beittu sér fyrir og Johnson fékk samþykkta í þinginu 1964-1965. Aukin réttindi blökkumanna leiddu til þess að afkomendur þrælahaldara í suðurríkjunum sem áður höfðu fylgt demókrötum að málum tóku nú yfirleitt að halla sér heldur að repúblikönum og hafa gert það síðan. Mannréttindalöggjöfin mun kosta okkur, þ.e. demókrata, suðurríkin í heilan mannsaldur, er haft eftir Johnson forseta. Viðskiptajöfurinn Ross Perot bauð sig fram til forseta 1992 gegn George H. W. Bush sitjandi forseta repúblikana og áskorandanum úr röðum demókrata, Bill Clinton. Perot hlaut 20% atkvæða, fleiri en nokkur annar þriðjaflokksmaður fyrr eða síðar. Perot var ekki repúblikani, en líklegt virðist miðað við málflutning hans að hann hafi dregið til sín fleiri atkvæði frá Bush en Clinton. Þannig náði Bill Clinton kjöri með 43% atkvæða líkt og Woodrow Wilson hafði gert 1912 og Nixon 1968.2000 Sagan átti eftir að endurtaka sig árið 2000 þegar neytendafrömuðurinn Ralph Nader bauð sig fram og dró til sín 3% atkvæða sem flest hefðu trúlega fallið á Al Gore varaforseta, frambjóðanda demókrata, og tryggt honum sigur eða réttar sagt forðað honum frá að lenda í klónum á rammpólitískum hæstaréttardómurum sem stöðvuðu endurtalningu atkvæða og og dæmdu repúblikananum George W. Bush sigurinn eftir flokkslínum og grófu þannig undan trausti almennings á Hæstarétti langt fram í tímann. Repúblikanar gengu á lagið, lýstu nánast stríði á hendur demókrötum á þingi og Barack Obama forseta með þeim afleiðingum að fylkingarnar tvær hafa naumast getað náð saman um nokkurn hlut undangengin ár. Atgangur repúblikana á þingi og í ýmsum fjölmiðlum á trúlega sinn þátt í því hversu margir kjósendur í prófkjörum repúblikana taka Donald Trump fram yfir reynda flokksmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun
Svo virðist nú geta farið að Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum klofni vegna forsetakosninganna þar vestra í haust. Flokkseigendafélagið sættir sig ekki við Donald Trump, kaupsýslumanninn sem virðist líklegur til að hljóta tilnefningu sem forsetaframbjóðandi flokks síns á flokksþinginu næsta sumar. Horfurnar á klofningi Repúblikanaflokksins gefa tilefni til sögulegrar upprifjunar. Fimm sinnum og raunar oftar frá 1912 hefur annar hvor flokkurinn, demókratar eða repúblikanar, klofnað fyrir forsetakosningar, fjórum sinnum með miklum afleiðingum.1912 og 1948 Árið 1912 buðu repúblikanar fram tvo menn úr sínum röðum, Willam Taft sitjandi forseta og Theodore Roosevelt sem hafði verið forseti 1901-1908. Hann hafði brotið upp fyrirtækjasamsteypur til hagsbóta fyrir neytendur og stofnað þjóðgarða, fyrsti umhverfisverndarforsetinn. Þeir tveir, fornvinirnir Roosevelt og Taft, fengu samtals 51% atkvæða. Þetta gerði demókratanum Woodrow Wilson kleift að fara með sigur af hólmi með 42% atkvæða að baki sér. Næst dró til sambærilegra tíðinda 1948 þegar flokkur demókrata klofnaði í þrennt. Suðurríkjaþingmaðurinn Strom Thurmond, andstæðingur blökkumanna, og umbótasinninn Henry Wallace sem hafði áður verið varaforseti Franklins Roosevelt fengu samtals 5% atkvæða. Það dugði ekki til að fella flokksbróður þeirra Harry Truman forseta sem hafði nauman sigur og óvæntan með tæpum 50% atkvæða. Þetta er í eina skiptið sem frambjóðandi klofins flokks ber sigur úr býtum. Undantekningin sannar regluna.1968 og 1992 Suðurríkjademókratinn George Wallace, ríkisstjóri í Alabama, klauf flokk sinn 1968, hlaut 14% atkvæða og hafði sigur í fimm suðurríkjum með hatrömmum áróðri gegn réttindum blökkumanna. Þannig hafði hann trúlega sigurinn af Hubert Humphrey frambjóðanda demókrata, varaforseta Lyndons Johnson 1963-1968. Repúblikaninn Richard Nixon náði því kjöri með 43% atkvæða. Vænta má að kjósendur Wallace hefðu frekar greitt flokksbróður sínum Humphrey atkvæði sitt en Nixon, en það er þó ekki víst. Óvissan stafar af mannréttindalöggjöfinni sem forsetar úr röðum demókrata, John Kennedy og Lyndon Johnson, beittu sér fyrir og Johnson fékk samþykkta í þinginu 1964-1965. Aukin réttindi blökkumanna leiddu til þess að afkomendur þrælahaldara í suðurríkjunum sem áður höfðu fylgt demókrötum að málum tóku nú yfirleitt að halla sér heldur að repúblikönum og hafa gert það síðan. Mannréttindalöggjöfin mun kosta okkur, þ.e. demókrata, suðurríkin í heilan mannsaldur, er haft eftir Johnson forseta. Viðskiptajöfurinn Ross Perot bauð sig fram til forseta 1992 gegn George H. W. Bush sitjandi forseta repúblikana og áskorandanum úr röðum demókrata, Bill Clinton. Perot hlaut 20% atkvæða, fleiri en nokkur annar þriðjaflokksmaður fyrr eða síðar. Perot var ekki repúblikani, en líklegt virðist miðað við málflutning hans að hann hafi dregið til sín fleiri atkvæði frá Bush en Clinton. Þannig náði Bill Clinton kjöri með 43% atkvæða líkt og Woodrow Wilson hafði gert 1912 og Nixon 1968.2000 Sagan átti eftir að endurtaka sig árið 2000 þegar neytendafrömuðurinn Ralph Nader bauð sig fram og dró til sín 3% atkvæða sem flest hefðu trúlega fallið á Al Gore varaforseta, frambjóðanda demókrata, og tryggt honum sigur eða réttar sagt forðað honum frá að lenda í klónum á rammpólitískum hæstaréttardómurum sem stöðvuðu endurtalningu atkvæða og og dæmdu repúblikananum George W. Bush sigurinn eftir flokkslínum og grófu þannig undan trausti almennings á Hæstarétti langt fram í tímann. Repúblikanar gengu á lagið, lýstu nánast stríði á hendur demókrötum á þingi og Barack Obama forseta með þeim afleiðingum að fylkingarnar tvær hafa naumast getað náð saman um nokkurn hlut undangengin ár. Atgangur repúblikana á þingi og í ýmsum fjölmiðlum á trúlega sinn þátt í því hversu margir kjósendur í prófkjörum repúblikana taka Donald Trump fram yfir reynda flokksmenn.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun