Ofurtollar hækkaðir, auknar álögur á barnafjölskyldur og tekjulitla Þórólfur Matthíasson skrifar 11. mars 2016 07:00 Í 13. gr. nýgerðs samnings landbúnaðarráðherra, fjármálaráðherra og bændasamtaka um starfsskilyrði nautgriparæktar segir svo, orðrétt: „Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun beita sér fyrir breytingu á tollalögum til að breyta magntollum á mjólkur- og undarrennudufti (sic) og ostum til sama raunverðs og gilti í júní 1995“. Starfsmenn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins eru þegar farnir að undirbúa framkvæmd þessa ákvæðis. Þeir munu hafa skoðað tvær mögulegar útfærslur á ákvæðinu. Annars vegar með því að miða við breytingar á verði gjaldmiðla (m.v. gengi SDR) og hins vegar með því að miða við vísitölu neysluverðs. Sé miðað við gengisbreytingar ættu magntollar samkvæmt umræddri grein að hækka um 81,5%. Sé miðað við vísitölu neysluverðs ættu magntollar samkvæmt 13. grein að hækka um 148,9%. Starfsmenn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins telja 81,5% vera of litla hækkun og leggja til að umræddir magntollar hækki um 148,9% að verðgildi! Nú er það svo að miklar hækkanir einstakra kostnaðarliða þurfa ekki að skipta miklu máli sé vægi viðkomandi kostnaðarliðar í heildarkostnaði lítið. Áhrif magntollsins til hækkunar endanlegs útsöluverðs er því breytilegt eftir því hversu dýrir ostarnir eru hjá erlendum birgjum. Að minni ósk reiknaði forstjóri Haga út hvaða áhrif lofuð hækkun magntollanna um 148,9% hefði á kostnaðarverð erlendra osta sem eru til sölu í kæliborðum fyrirtækisins. Niðurstaðan kemur fram í meðfylgjandi töflu. Til skoðunar eru fjórir ostar, Mozzarella-ostur og smurostur (Buko) sem eru í ódýrari kantinum. Tveir dýrir ostar eru einnig til skoðunar, Parmesan annars vegar og Camembert hinsvegar.Af töflunni má auðveldlega ráða að ódýrari ostarnir (Mozzarella og Buko) hækka hlutfallslega mun meira en hinir dýrari (Camembert og Parmesan). Nú skiptir kannski ekki öllu máli þó samkeppnisstaða Mozzarella osta á Íslandi sé skekkt samanborið við Parmesan. Það sem er alvarlegt og alþingismenn og kjósendur ættu að athuga vel er sú staðreynd að tollabreytingin mun því veita ódýrustu íslenskt framleiddu ostunum meira skjól en þeim íslenskum ostum sem dýrastir eru. Það má reikna með því að í kjölfar tollahækkunarinnar muni íslenskir ostar sem ætlaðir eru til daglegs brúks, brauðostar og skólaostar, hækka umfram aðra osta og aðrar mjólkurvöru. Ég læt lesendum eftir að meta hvaða þjóðfélagshópar verða fyrir mestum búsifjum af völdum þessara hækkana. Vonandi tekst Alþingi að koma í veg fyrir að umræddur samningur öðlist gildi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Í 13. gr. nýgerðs samnings landbúnaðarráðherra, fjármálaráðherra og bændasamtaka um starfsskilyrði nautgriparæktar segir svo, orðrétt: „Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun beita sér fyrir breytingu á tollalögum til að breyta magntollum á mjólkur- og undarrennudufti (sic) og ostum til sama raunverðs og gilti í júní 1995“. Starfsmenn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins eru þegar farnir að undirbúa framkvæmd þessa ákvæðis. Þeir munu hafa skoðað tvær mögulegar útfærslur á ákvæðinu. Annars vegar með því að miða við breytingar á verði gjaldmiðla (m.v. gengi SDR) og hins vegar með því að miða við vísitölu neysluverðs. Sé miðað við gengisbreytingar ættu magntollar samkvæmt umræddri grein að hækka um 81,5%. Sé miðað við vísitölu neysluverðs ættu magntollar samkvæmt 13. grein að hækka um 148,9%. Starfsmenn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins telja 81,5% vera of litla hækkun og leggja til að umræddir magntollar hækki um 148,9% að verðgildi! Nú er það svo að miklar hækkanir einstakra kostnaðarliða þurfa ekki að skipta miklu máli sé vægi viðkomandi kostnaðarliðar í heildarkostnaði lítið. Áhrif magntollsins til hækkunar endanlegs útsöluverðs er því breytilegt eftir því hversu dýrir ostarnir eru hjá erlendum birgjum. Að minni ósk reiknaði forstjóri Haga út hvaða áhrif lofuð hækkun magntollanna um 148,9% hefði á kostnaðarverð erlendra osta sem eru til sölu í kæliborðum fyrirtækisins. Niðurstaðan kemur fram í meðfylgjandi töflu. Til skoðunar eru fjórir ostar, Mozzarella-ostur og smurostur (Buko) sem eru í ódýrari kantinum. Tveir dýrir ostar eru einnig til skoðunar, Parmesan annars vegar og Camembert hinsvegar.Af töflunni má auðveldlega ráða að ódýrari ostarnir (Mozzarella og Buko) hækka hlutfallslega mun meira en hinir dýrari (Camembert og Parmesan). Nú skiptir kannski ekki öllu máli þó samkeppnisstaða Mozzarella osta á Íslandi sé skekkt samanborið við Parmesan. Það sem er alvarlegt og alþingismenn og kjósendur ættu að athuga vel er sú staðreynd að tollabreytingin mun því veita ódýrustu íslenskt framleiddu ostunum meira skjól en þeim íslenskum ostum sem dýrastir eru. Það má reikna með því að í kjölfar tollahækkunarinnar muni íslenskir ostar sem ætlaðir eru til daglegs brúks, brauðostar og skólaostar, hækka umfram aðra osta og aðrar mjólkurvöru. Ég læt lesendum eftir að meta hvaða þjóðfélagshópar verða fyrir mestum búsifjum af völdum þessara hækkana. Vonandi tekst Alþingi að koma í veg fyrir að umræddur samningur öðlist gildi.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar