„Húfurnar eru byggðar á 90 ára afmæli og sögu 66°Norður. Ein húfan vísar í gamlar samskiptaleiðir sjómanna, morsið, og svo gerðum við eina sem við köllum „the original“, húfa sem hefði átt að vera fyrsta húfukollan en það stendur Sjóklæðagerðin allan hringinn. Á þriðju húfunni er svo smá orðaleikur með Or, 66 og 90,“ segir Guðmundur Úlfarsson annar hönnuður Or Type en ásamt honum stendur Mads Freund Brunse á bak við útgáfuna.
Or Type er sérhæfð leturútgáfa og var opnuð árið 2013 með sýningu á fyrrnefndum HönnunarMars en fyrirtækið er hægt að kynna sér nánar á vefsíðunni Ortype.is.

Auk nýrrar hönnunar á húfukollunni hannaði Or Type einnig nýtt letur sem nýtt verður í ýmiss konar efni fyrir 66°Norður. „Það vísar í gamalt letur og hefðir en er gert á nútímalegan hátt og passar í dag þó að það vísi svona sterkt í fortíðina.“
Húfurnar koma í takmörkuðu upplagi og hægt verður að berja þær augum auk þess sem hið nýja letur verður kynnt á sérstakri opnun á Skólavörðustíg 12 í dag á milli 17.00 og 19.00.