Gummi Ben lýsir leikjum Íslands á EM Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2016 12:26 Gummi Ben hefur verið í aðalhlutverki í enska boltanum og Meistaradeild Evrópu undanfarin ár og verður áfram að sögn yfirmanns íþróttadeildar. Gengið hefur verið frá því að Guðmundur Benediktsson, Gummi Ben, lýsi leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Þetta herma heimildir Vísis. Allir leikir Íslands verða í opinni dagskrá svo enginn ætti að missa af leikjunum sögulegu.Síminn (þá Skjárinn) keypti sjónvarpsréttinn á mótinu á um 277 milljónir króna en ekki hefur verið greint frá því hvernig staðið verður að útsendingunum. Gummi Ben lýsir öllum leikjum Ísland á mótinu beint frá Frakklandi og sömuleiðis öðrum stórleikjum að því er heimildir Vísis herma.Gátu ekki í staðið í vegi fyrir Gumma Ágúst Héðinsson, yfirmaður íþróttadeildar 365 miðla, segir að fyrirtækið hafi ekki getað staðið í vegi fyrir því að Gummi Ben lýsti leikjum karlalandsliðsins á EM. „Við getum ekki staðið í vegi fyrir því að besti lýsari landsins fari til Frakklands og lýsi sögulegasta íþróttaviðburði þjóðarinnar,“ segir Ágúst. „Við getum sagt að þetta sé framlag 365 til EM og þjóðarinnar svo hún geti skemmt sér sem best.“ Gummi hefur lýst íþróttaviðburðum á sportrásum Stöðvar 2 undanfarin ár og engin breyting verður á því þótt hann bregði sér í júní í lið með Símanum. „Hann mun lýsa enska boltanum og öðru efni til út tímabilið en fer svo til Frakklands. Hann verður kominn aftur á sinn stað þegar enski boltinn byrjar að rúlla í ágúst.“Þorsteinn Joð stýrir EM-stofunni? Mikil spenna er fyrir Evrópumótinu í sumar enda í fyrsta skipti sem karlalandsliðið er á meðal þátttökuþjóða. Þúsundir Íslendinga munu styðja við strákana okkar og nóg verður af fjölmiðlafólki á svæðinu. 365 miðlar verða þar á meðal með fréttamenn og tökumenn sem munu miðla fréttum í Fréttablaðið, Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna. Þá siglir Akraborgin á X-inu með Hirti Hjartar til Frakklands. Samkvæmt heimildum Vísis hefur verið til umræðu að Þorsteinn Joð stýri EM umfjöllun Símans en það hefur ekki fengist staðfest. Ekki náðist í Pálma Guðmundsson, sjónvarpsstjóra hjá Símanum, við vinnslu fréttarinnar. Opnunarleikur EM er viðureign Frakka og Rúmena þann 10. júní. Karlalandslið Íslands er í F-riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi. Leikirnir fara fram 14. júní, 18. júní og 22. júní en leikið er í Saint-Étienne, Marseille og París.Margir leikir í opinni dagskrá Samkvæmt skilyrðum sem Evrópska knattspyrnusambandið setur (UEFA) þarf einn leikur á hverjum degi keppninnar að vera í opinni dagskrá. Því verða allir leikir frá og með átta liða úrslitum í opinni dagskrá hjá Símanum auk eins leiks á dag í riðlakeppninni og sextán liða úrslitum. Þá gaf Skjárinn (nú Síminn) út á sínum tíma að leikir íslenska landsliðsins yrðu í opinni dagskrá sem fyrr segir. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Gengið hefur verið frá því að Guðmundur Benediktsson, Gummi Ben, lýsi leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Þetta herma heimildir Vísis. Allir leikir Íslands verða í opinni dagskrá svo enginn ætti að missa af leikjunum sögulegu.Síminn (þá Skjárinn) keypti sjónvarpsréttinn á mótinu á um 277 milljónir króna en ekki hefur verið greint frá því hvernig staðið verður að útsendingunum. Gummi Ben lýsir öllum leikjum Ísland á mótinu beint frá Frakklandi og sömuleiðis öðrum stórleikjum að því er heimildir Vísis herma.Gátu ekki í staðið í vegi fyrir Gumma Ágúst Héðinsson, yfirmaður íþróttadeildar 365 miðla, segir að fyrirtækið hafi ekki getað staðið í vegi fyrir því að Gummi Ben lýsti leikjum karlalandsliðsins á EM. „Við getum ekki staðið í vegi fyrir því að besti lýsari landsins fari til Frakklands og lýsi sögulegasta íþróttaviðburði þjóðarinnar,“ segir Ágúst. „Við getum sagt að þetta sé framlag 365 til EM og þjóðarinnar svo hún geti skemmt sér sem best.“ Gummi hefur lýst íþróttaviðburðum á sportrásum Stöðvar 2 undanfarin ár og engin breyting verður á því þótt hann bregði sér í júní í lið með Símanum. „Hann mun lýsa enska boltanum og öðru efni til út tímabilið en fer svo til Frakklands. Hann verður kominn aftur á sinn stað þegar enski boltinn byrjar að rúlla í ágúst.“Þorsteinn Joð stýrir EM-stofunni? Mikil spenna er fyrir Evrópumótinu í sumar enda í fyrsta skipti sem karlalandsliðið er á meðal þátttökuþjóða. Þúsundir Íslendinga munu styðja við strákana okkar og nóg verður af fjölmiðlafólki á svæðinu. 365 miðlar verða þar á meðal með fréttamenn og tökumenn sem munu miðla fréttum í Fréttablaðið, Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna. Þá siglir Akraborgin á X-inu með Hirti Hjartar til Frakklands. Samkvæmt heimildum Vísis hefur verið til umræðu að Þorsteinn Joð stýri EM umfjöllun Símans en það hefur ekki fengist staðfest. Ekki náðist í Pálma Guðmundsson, sjónvarpsstjóra hjá Símanum, við vinnslu fréttarinnar. Opnunarleikur EM er viðureign Frakka og Rúmena þann 10. júní. Karlalandslið Íslands er í F-riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi. Leikirnir fara fram 14. júní, 18. júní og 22. júní en leikið er í Saint-Étienne, Marseille og París.Margir leikir í opinni dagskrá Samkvæmt skilyrðum sem Evrópska knattspyrnusambandið setur (UEFA) þarf einn leikur á hverjum degi keppninnar að vera í opinni dagskrá. Því verða allir leikir frá og með átta liða úrslitum í opinni dagskrá hjá Símanum auk eins leiks á dag í riðlakeppninni og sextán liða úrslitum. Þá gaf Skjárinn (nú Síminn) út á sínum tíma að leikir íslenska landsliðsins yrðu í opinni dagskrá sem fyrr segir.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira